Vikan


Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 21
 SMÁSAGA EFTIR MARLENE SHYER íágúst Aumingja Mick að þurfa að eýða friinu heima án mín, hugsaði ég. Hann mundi bara hengslast um, órakaður og leiður. Svo ég hringdi til að lífga upp. Við vissum það frá því snemma um vorið, að Mick fengi fríið fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Við vissum líka, að ég mundi ekki fá sumar- leyfi, þar sem ég byrjaði ekki fyrr en i apríl að vinna hjá auglýsinga- fyrirtæki Lloyds. Ég hugsaði ekki frekar út í það. Jafnvel i júní, þegar Mick var spurður um sumarleyfisáform sín, kom mér ekki til hugar, að þetta mundi leiða til slíkra vandræða, að helst hefðum við þurft að leita ráða hjá hjónabandsráðgjafa. Jafnvel í júlí, þegar Mick svaraði spumingu um sumarleyfisáform sín og sagði, að hann mundi taka það rólega heima, sofa og sleppa því að raka sig, í stað þess að þræla yfir mikilvægum lagaskjölum á skrif- stofunni, hafði ég ekki hið minnsta hugboð um, að syrta mundi i álinn. Á laugardaginn pökkuðum við Mick niður Edam-osti, fransk- brauði, kæfu og flösku af hvítvíni, settum i farangursgeymslu bílsins og ókum upp í sveit. Það var fullkomið. Sunnudagurinn var næstum jafngóður. Okkur var boðið í útigrill, sem átti að Ijúka snemma, en entist til miðnættis. En á mánudaginn fór ég í vinnuna, án þess að spyrja Mick um áform hans. hann var enn í fasta svefni, þegar ég fór, andlit hans var friðsælt, órakað og órætt. Ég hringdi til hans í hádeginu til að segja halló og að ég hugsaði til hans. Ég var viss um, að honum hlyti að leiðast. Það svaraði enginn. Hugur minn reikaði, þegar ég átti eiginlega að vera að skrifa i fyrir Dúnmjúkar dýnur hf. Ég var nokkuð forvitin. Hafði Mick fengið sér göngutúr? I kjörbúðina? Auð- vitað! Að kaupa kítti í gerðu-það- sjálfur-búðinni, til að gera við sprunguna í baðherbergisveggnum. Gott hjá honum — ein leiðin til að njóta sumarsins. „Njórið sumars og hausts og vetrar á vorum dýnum”, skrifaði ég á auðan pappírssnepil í ritvélinni minni. „Kaupið Dúnmjúkar dýnur, og hvílist vel í gegnum árstíðimar.” Ég brosti og hringdi aftur í númerið okkar. Enn var ekkert svar.. Ekkert heldur klukkan þrjú, þrjú þrjátíu né fjögur. Ég fór klukkan fimm og þaut heim. Mick var þar úti á svölum með vínflösku í hendinni. ,,Hvar hefur þú verið?” spurði ég. Ég var ánægð að finna hann þarna, afslappaðan og eðlilegan. Ég var að leika tennis.” ,,Erþað? Hvar? Ég vissi ekki, að þér þætti gaman að tennis.” „Mér datt í hug,” lagði ég í að segja, og notfærði mér góða skapið hans, „hvort ég mætti biðja þig um að gera mér greiða, hr. Lloyd?” „Eigum við ekki að borða saman og ræða það?” sagði hann með fingurna komna af stað aftur. „Gæti ég fengið frí á föstudag- inn?” Hönd hr. Lloyds rann af minni, eins og hún væri smurð. „Það er erfitt,” sagði hann. Hann benti á, að frú Cooper væri í fríi, frk. Hunter væri i Manchester, Maggard ætti alltaf fri á föstudög- um á sumrin, og hann færi sjálfur til Wight-eyjar á fimmtudags- kvöldið, enginn yrði eftir á skrif- stofunni, ef ég kæmi ekki. Gleði mín tók heljarstökk niður á við. Hr. Lloyd vonaðist til, að ég skildi þetta. Ég hugsaði sem svo, að það hefði verið sætt af honum að bjóðast til að fara til Wight-eyjar á föstudags- kvöldið í staðinn. Þú gerðir allt sem þú gast, sagði ég við sjálfa mig. Taktu þig nú saman í andlitinu. „Hefurðu nú gert allt, sem þú getur fyrir andlitið? Taktu þig nú saman í andlitinu með snyrtivörum Kvennakjörs,” skrifaði ég, en ég iagði ekki hug minn i það. Ég ímyndaði mér Mick á hlaupum um völlinn með glæsilegri, leggjalangri Söndru. „Þú ættir að hringja í Dough MacDougal á morgun,” lagði ég til yfir kvöldverðinum. Við vorum að borða túnfisksalat á veröndinni. Mick hafði komið mér á óvart með því að búa til salatið, og ég lét sem mér þætti það gott. Ég hafði hringt í allar vinkonur minar i hádeginu til að komast að því, hvaða eiginmenn voru á lausu og Mick gæti verið með. Hann hafði hitt aðra þrenningu á tennisvellin- um í dag: Edit, Barböru og Ruth. Hann sagði, mér, að Ruth væri lagleg og væri flink við að slá boltann. Ekki að undra, þó að salatið bragðaðist illa. „Kannski ég komi við hjá Dough og athugi, hvað hann er að gera.” sagði Mick, mjög áhugasamur. „hann er nýbúinn að kaupa bát, kannski er hann til i að fara út að sigla.” Ég komst strax i betra skap. „Stórfín hugmynd að setja papriku í salatið,” sagði ég giaðhlakkalega. „Var þetta paprika? Ég hélt þetta væri dvergpipar,” sagði Mick brosleitur. VT æsta kvöld tók Mick á móti ' mér glóandi rauður. Hörund hans gljáði; augun gljáðu. „Hvílík- ur dagur!” sagði hann. „Sá albesti!” Við sátum inni í stofu og drukkum vín með sex-fréttunum. Veðurspá morgundagsins var góð: Það átti að vera bjart og sólríkt eins og skaþið hans Micks. Hann hafði útbúið forrétt úr afganginum af túnfisksalatinu og smurt á krem- kex. Það smakkaðist ágætlega. „Svo þið Dough skemmtuð ykkur við siglingar í dag?” sagði ég og fann, að ég varð léttari i skapi. „Ekki þeint,” sagði Mick sötr- andi. Mick sötrar, þegar hann vill ekki tala. Hann sötraði hægt. „Ekki beint?” „Dough var önnum kafinn við að mála garðskýlið." 32. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.