Vikan


Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 45

Vikan - 11.08.1977, Blaðsíða 45
Hann var órólegur. Ef rán var ástæðan fyrir morðinu, þá var það hann og enginn annar, sem hafði gefið morðingjanum ástæðu til að drepa Trask. Niðurstaðan var þar með sú, að það var eins og hann hefði borgað einhverjum fimm þúsund fyrir að myrða Trask. A-þriðja degi frá glæpnum gátu blöðin tilkynnt, að lögreglan hefði handtekið mann, sem grunaður væri um morðið. Hann var lika smáglæpon og hét Phil Cooley. Seinn sama dag var hringt til Hugh Hannon. Phil Cooley vildi, að hann kæmi i fangelsið til að tala við hann. Hannon hafði aldrei hitt eð heyrt um Phil Cooley — fyrr en hann las um handtökuna — og þegar lögreglumaðurinn vísaði honum til klefans, var hann taugaóstyrkur og spenntur að sjá, hver væri grunaður um morðið í Mel Trask. Hann hitti fyrir mann, sem var lítill fyrir mann að sjá, lágvaxinn og útlimagrannur, með magurt angistarfullt andlit, dapurleg grá augu og slétt, tjásulegt hár, sem lafði niður í augu. Hann var blár og marinn, vörin bólgin og sprungin og glóðarauga á vinstra auga. Hann var plástraður og vafinn. — Ég er Hugh Hannon, kynnti Hannon sig fyrir honum. ■ CoOLEY rétti fram höndina og tók laust og linjulega í hönd hans. — O, ég veit, hver þú ert Hannon, sagði hann smjaðurslega. — Ég hefi séð myndir af þér í blöðunum. — Þú hefur verið tekinn fastur grunaður um morðið, sagði Hannon. — Já, ég skaut Trask, og ég þarnast lögfræðings, Hannon. Þú ert sá besti, sem til er. — Þú þarft ekki besta lögfræð- inginn, ef þú skaust hann og viður- kennir það. — En ég vil eklri láta dæma mig. Það var i sjálfsvörn, sem ég skaut. Litli maðurinn brosti einkenni- lega, það var ekki bara vegna þess, hve vörin var bólgin og hve andlit hans var allt skakkt. Það var eitthvað við þetta bros, eins og að með því vildi hann gefa í skyn, að þeir væru samsekir. Leyndardóms- fullt og dálítið yfirlætislegt bros. Hannon féll ekki svipur mannsins. Þeir sátu hlið við hlið á bekknum. Cooley reykti rólegur og óhaggan- legur, en Hannon afþakkaði vindl- inginn, sem hann bauð honum. VlÐ skulum byrja á mér, sagði Cooley. Hann var ekki alveg menntunarlaus, eins og flestir hans líkar. Hann hefði sennilega getað fengið sér ærlegt ævistarf, ef hann hefði reynt, en hann var einn af þeim, sem fæddur er með lausa skrúfu og gekk þess vegna í lið með afbrotamönnum. — Afbrotaferill minn, Hannon, er þannig, að hann hjálpar mér ekki i máli sem þessu. Nokkur innbrot, ég hefi unnið fyrir stóru karlana og safnað mér dálitlum peningum. Það var þann- ig, að Mel Trask skuidaði mér tvö hundruð. Ég spurði eftir þeim nokkrum sinnum, en hann sagðist alltaf vera blankur. Svo hitti ég hann þetta kvöld, og hann var vel múraður, — af peningum, meina ég. Ekki nóg með að hann segði það. heldur veifaði hann peninga- veskinu. Ég spurði eftir tvö hundruð dollurunum, og hann sagði mér bara að hypja mig hið snarasta... Ég var ekki vanur að æsa mig, þegar hann sagðist vera blankur, en ég rauk upp, þegar ég sá, að hann átti peninga, en neitaði samt að borga mér. Ég spurði aftur, og ég elti hann heim i íbúðina hans. Ég ætlaði mér að bíða eftir að hann sofnaði og ná þá þessum tveim hundruðum. — Ekki meiru? spurði Hannon snöggt. — Trask sofnaði ekki. Ég sagðist ekki fara, fyrr en ég fengi peningana mína, og þá flaug hann á mig. — Trask er dálítið stærri en ég, sagði Cooley. — Og hann sparaði ekki hnefana. Fyrst reyndi ég að sleppa út, en nú vildi Trask ekki sleppa mér. Hann dró mig til baka frá dyrunum nokkrum sinnum. Ég litaðist um eftir einhverju, sem ég gæti gripið og slegið hann með, en hann var ofjarl minn. Svo sá ég, að hann var með skammbyssu í innri jakkavasanum, og ég greip hana. Ég ætlaði að gefa honum vænt högg með henni, ég ætlaði alls ekki að skjóta hann, en hann greip skammbyssuna um leið og ég, og þar sem hún beindist að honum, þegar gikkurinn var spenntur, fékk hann kúluna i staðinn fyrir mig. Það voru endalok Trask. H ANNON leit af afskræmdu andliti Cooleys og hugleiddi það, sem hann hafði fengið að heyra. Saga Cooleys kom heim og saman við það, sem blöðin höfðu sagt. Ibúð Trasks bar þess greinilega merki, að átök hefðu átt sér stað. Trask var skotinn með sinni eigin skammbyssu, sem fannst við hlið hins myrta. — Hvernig fundu þeir þig, Cooley? spurði hann. — Fingraförin mín voru á skammbyssunni. Ég var svo rugl- aður og hræddur, að ég hugsaði ekki út i að þurka þau af. Þeir fundu svo fingraför mín í safni sínu. — Sagðir þú lögreglunni frá slagsmálunum við Trask? — Ég hefi ekki sagt frá neinu. Þeir hefðu hvort sem er tekið mig fastan. — Jæja, en áverkarnir sanna, að átök hafa átt sér stað. — Já, fésið á mér ætti að sanna ýmislegt, sagði Cooley glottandi. — Það er ekki ómögulegt að höfða til þess, að þú hafir framið morðið í sjálfsvörn. — Það er bara einn hlutur að, Hannon. Cooley kveikti hægt og rólega i nýjum vindlingi. — Pen- ingarnir. — Hvað peningar? Þínir tvö hundruð? — Nei, fimm þúsundin. Hannon brá ónotalega. Hann hafði næstum verið búinn að gleyma þessum þúsundum. Þurfti umheimurinn að vita, að Hugh Hannon hefði borgað Trask fyrir að halda sig frá konu Hannons? — Áttu við fimm þúsundin hans Trasks? spurði hann dálitið óða- mála. — Hvers vegna segir þú, að Trask hafi átt fimm þúsund? — Þú sagðir, að hann hafi veifað þykku seðlaveski. — En ég sagði ekkert um það, hve mikið hefði verið í því. Það er rétt, það sagðirðu ekki. — Ég meina mín fimm þúsund, Hannon. Það var um það bil sú upphæð, sem ég var með á mér, þegar lögreglan tók mig. — Hvar náðirðu í svo mikið? Þú sagðist hafa rifist við Trask út af tvö hundruð? — Það er rétt. En ég hafði haft nokkuð gott upp sjálfur upp á síðkastið og fengið þannig pening- ana. Þeir komu ekki á einu bretti, ég sparaði. Varla er það glæpur að eiga fimm þúsund? — í sjálfu sér er það ekki. En slíkt mun vekja tortryggni lögregl- 32. TBL. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.