Vikan


Vikan - 20.07.1978, Side 10

Vikan - 20.07.1978, Side 10
SEX konur svara: Hvað er það fyrsta, sem þú tekur eftir, í fari karlmanna? í síðustu viku spurðum við sex karlmenn, hvað væri það fyrsta, sem þeir tækju eftir í fari kvenna. Svörin voru jafn fjölbreytt og mennirnir, en öll áttu þau það sameiginlegt að vera einstaklega skemmtileg. Eflaust hafa þau einnig komið mörgum á óvart. En fyllsta jafnréttis verður að gæta, og þvf er nú röðin komin að kvenfólkinu að svara einni samviskuspurningu. Að sjálfsögðu gerðum við það fyrir karlmennina að spyrja, hvað væri það fyrsta sem þær tækju eftir í fari karlmanna. Eins og þið sjáið eru svörin, sem betur fer, jafn margvísleg og hjá karlmönnunum, enda væri tilveran lítils virði ef allir hefðu sömu skoðanir. HS. Tek eftir, hvort þeir eru tenntir eða tannlausir! SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR leikkona Það er nú ansi margt, sem ég tek eftir, þegar ég horfi á karlmenn, en það fer líka mikið eftir aðstæðum. Ég tek til dæmis eftir því, hvort þeir eru með hár eða sköllóttir, edrú eða dauðir, og ungir eða gamlir. Einnig man ég, hvort þeir eru með gleraugu eða ekki, með tennur eða tann- lausir, fótbrotnir eða ekki, feitir eða mjóir, langir eða stuttur, en ég tek EKKI eftir þvi hvort þeir eru skeggjaðir, eða ekki. Því til sönnunar get ég sagt frá þvi, að um daginn sagði ég við einn kunningja minn, sem ég mundi að hafði verið alskeggjaður: „Nei! Ert þú búinn að raka af þér skeggið?” Maðurinn var búinn að vera skegglaus í tvö ár. Auðvitað elska ég þá enn GUÐRÚN HELGADÓTTIR borgarráðsfulltrúi Tja, þessari spurningu er nú erfitt að svara, eins og stjórnmálamennirnir segja, þegar þeir eru spurðir samviskuspurninga. — Þeir karlmenn, sem ég ber oftast augum þessa dagana, eru félagar mínir í nýju borgarstjórninni. Og ég fylgist gjörla með hverri hreyfingu þeirra. Það geri ég til þess að sjá strax, hvort nokkur merki séu um, að þeir séu að falla til í gamla borgarkerfinu og sætta sig við það. Það væri það fyrsta, sem ég tæki eftir í fari þeirra, og slíkt yki veru- lega hjartsláttinn. Og ef ég yrði vör við að félagarnir i þingliðinu færu að heykjast í kosningaloforðunum, tæki barmurinn að falla og hníga, eins og segir i skáldsögunum. En eftir hverju tek ég hjá karlmönnum almennt? Ef ég lít yfir þá karlmenn, sem hafa skipt mig einhverju máli persónulega-, og auðvitað elska ég þá enn, — þá er afar erfitt að sjá, hvað fyrst hefur vakið athygli mina. Auk þess hafa þeir áreiðanlega byrjað! En allir eru þeir merkilegar manneskjur. Ætli ég hafi ekki einhvern- veginn skynjað það, þrátt fyrir neikvæð áhrif ástarinnar á rökræna hugsun. Sumir hafa svo sterka útgeislun HRAFNHILDUR SCHRAM listfræðingur: Ég held að ég geti ekki komið með nein algild svör við þessari spurningu, kannski vegna þess að ég hef ólikt meiri áhuga á að tala um fólk almennt. Svo væri líka hugsanlegt að maður ljóstraði upp ein- ihverjum leyndarmálum, með því að svara svona alvöruþrunginni spurningu. Það eru ýmsir svipaðir þættir, sem ég veiti athygli í fari karla og kvenna við fyrstu kynni, en það ber ekki að skilja þannig að ég geri ekki eðlilegan greinarmun á körlum og konum. Ætli það sé ekki helst augnsvipurinn, sem segir mér eitthvað en það reynist mér oft rétt við frekari kynni. Sumt fólk hefur sterka útgeislun, sem getur orkað með ýmsum hætti, og það sem einum fer vel, getur verið galli hjá öðrum. Ég lít ekki á karlmenn sem samfelldan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.