Vikan


Vikan - 20.07.1978, Qupperneq 36

Vikan - 20.07.1978, Qupperneq 36
Ny framhaldssaga eftir Eleanor Ross „Trúðu ekki öllu, sem þú heyrir. Og eltu ekki köttinn í dimma staði, því þá kemst Mary-Catherine að ....” „Oichdhe mhath. a-Hamish," sagði Torquil. „Oichdhe mhath leibh, a-Torquil,” svaraði gamli maðurinn, tók út úr sér pípuna og brosti letilega. Þegar Isabel var að steikja tvo feita makríla i matinn datt henni Clive i hug, og hún braut heilann um það.hvað hann væri að gera. Sjálfsagt 'var hann að drekka vín í veitingahúsi við ströndina, Clive var viðstaddur Rimini kvik- myndahátíðina. Hann hafði óskað eftir þvi, að hún kæmi með honum, en hún neitaði, þvi henni fannst hún vera það eirðarlaus um þær mundir, að endalaus- ar kvikmyndasýningar, háværar veislur og kvöld í spilavítinu, væru meira en hún þyldi. „Ég vil bara fá frið og ró,” sagði hún. „Ég þarf tíma til að hugsa.” „Skosk þoka og keltneskt húm," fussaði Clive fyrirlitlega. „Jæja, ég vona bara að þú losnir við þessar grillur i eitt skipti fyrir öil. Ég veit ekki. hvað hefur komið yfir þig siðustu vikurnar. Ég hélt, að þú værir ánægð með lifnaðarhætti okkar, en það virðist ekkert geta gert þér til geðs lengur.” Að svo mæltu flýtti hann sér út úr ibúðinni hennar og þaut burtu i glæsilega bilnum sínum. Hann hafði ekki samband við hana áður en hann fór til ítaliu. Isabel varð svolitið þungt fyrir brjósti, þegar henni varð hugsað til þess, hve þau skildu með stuttum fyrirvara. Hún ákvað að reyna að bæta úr því, þegar húnskrifaði honum. Þegar Isabel kom inn í samkomuhúsið á föstudagskvöldið dunaði dansinn þeg- ar dátt. Tveir átta manna hópar voru að dansa ræl af miklum krafti, og í öllum hornum voru hópar karla og kvenna, hlæjandi og skrafandi. Isabel settist á bekk skammt frá dyrunum, og brátt kom Tinda Mac- Donald búðarstúlka auga á hana og kom til hennar i fylgd með grannri og glaðlegri stúlku. „Halló," sagði Tinda og brosti breitt. „Það er gott að þú tókst i þig kjark og komst. Þetta er Kirsty, systir min.” Þær settust sitt hvoru megin við lsabel og bentu henni á ýmsa samkomugesti. „Þetta er Fergie, pósturinn okkar,” sagði Tinda, og kinkaði kolli i átt til hressilegs ungs manns með hrokkið, gulrótarrautt hár. Hann deildi gosflösku með tveimur rörum i með fjórtán ára gamalli systur sinni. Hrokkinkollarnir tveir voru þétt saman en systkinin kepptust um að komast sem fyrst til botns i flöskunni. „Fergie færir Kirsty alltaf bréf!” sagði Tinda lymskulega. „Það er ekki alltaf með frimerki eða póststimpli, en hann hefur alltaf handa henni bréf!" Kirsty horfði systurlega á Tindu, en hún lét það ekkert á sig fá. heldur hélt áfram. „Þetta er Bob, lögregluþjónninn.” Hún benti á stórvaxinn ungan mann með snyrtilega klippt hár og smáa fætur. „Þetta hlýtur að vera fríkvöldið hans frá lögreglustörfum.” „Hver er gamla konan, sem situr þarna við gluggann?" spurði Isabel og benti á þybbna gamta konu með kunn- uglegan hatt og bomsur með teygju- hliðum. „Ó, þetta er Jessie-Anne." sagði Tinda, og flissaði við. „Hún er kynlegur kvistur. Hún var orðin gömul, þegar pabbi minn var drengur, og hann segir, að þá hafi fólk haldið, að hún væri norn. Hvers vegna spyrðu? Hefurðu hitt hana áður?” „Já," svaraði Isabel hug:andi. Rétt í þvi snéri Jessie-Anne höfðinu og leit beint á Isabel yfir herbergið, en dansfólkið. sem var að fara út af gólfinu eftir rælinn, byrgði henni sýn. Tveir dansendur námu staðar fyrir framan þau, og Isabel leit upp á unga konu i bláum lérefstkjól. Hún hélt undir handlegg ungs manns. Dökkt hár hennar var tekið i hnút i hnakkanum, og hún horfði á Isabel stórum og einkenni- lega lýsandi grænum augum, skærum og kyrrum eins og vatn í gjá, og jafn hörðum undir niðri. Ungi maðurinn var með dökkt. liðað hár og barta, og smellandi svört sigauna- augu. Það varð andartaks þögn, en svo sagði Tinda: Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsnegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EiNAR FARESTVEIT Bergstaðastræti 10 A. Sími16995. Sendið úrk/ippuna til okkar og við póstleggium bækling strax. & CO. HF. Nafn________ Heimilisfang 36 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.