Vikan


Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 47

Vikan - 24.04.1980, Qupperneq 47
Myndskreyting: Bjarni Dagur Jónsson sambandi við anda stjórnendur sina. Ævivinur hans, rithöfundurinn og skáldið Elias Barbosa, hefur reiknað út, að Chico hafi eytt samtals 73.000 vinnustundum sem miðill, en það sam- svarar rúmum átta árum á fyrstu fjörutiu árum starfsemi hans og allt er þetta unnið utan venjulegs vinnutima. Það kom fljótt I ljós að Chico var ótrúlega afkastamikill við ósjálfráðu skriftina og [rað leið ekki á löngu áður en hann hafði skrifað ljóðflokk sem hafði djúp áhrif á félaga hans í hringnum sem frú Perácio stjórnaði. Og Ijóðaflóðið hélt sóðugt áfram með undir- skriftum ýmissa mestu ljóðskálda Brasilíu, þeirra sem látin eru. Árið 1932 gaf spiritistasamband Brasiliu út úrval þessara ljóða i 421 blaðsíðu bindi, sem 40.000 eintök seldust af á skömmum tima. Bókin sem hlaut nafnið Parnassus handan grafar varð metsölubók þegar í stað og leiddi til deilna er enn eru ekki með öllu úr sögunni. Enginn bar brigður á að still og sérkenni þessara frægu skálda kæmi þar ljóslega fram. Satt að segja var eitt Ijóðanna framhald kunnrar sonnettu eftir Dos Anjos,.sem talinn hefur verið torræðastur brasilískra skálda og þvi ekki heiglum hent aðstæla hann. Það fór bersýnilega í taugarnar á ýms- um gagnrýnendum að víða brá fyrir i ljóðum þessum spiritiskum kenningum. Minnir þaðá afstöðu starfs- þræðra þeirra hérlendis á sinum tíma gegn þeim skoðunum, sem fram komu í skáldskap Einars H. Kvarans. En einn maður varð þó stórhrifinn af þessari bók og skipti það ekki alllitlu máli því það var sjálft þjóðskáldið Humberto de Camos, meðlimur brasilísku aka- demiunnar og virtasti bókmenntamaður samtíma sins i landinu. Eftir nákvæma rannsókn á þessum ljóðum handan grafar lýsti hann þvi yfir opinberlega að höfundar þeirra sýndu hér sömu eðliseinkenni innblásturs og túlkunar sem hefðu einkennt ritverk þeirra meðan þeir dvöldust á jörðinni. Og hann sýndi fram á það með dæmum hvernig þessi ljóðskáld, hvert fyrir sig, veltu enn fyrir sér sömu viðfangsefnum og áður og hvernig stilsmáti þeirra og persónueinkenni aðgreindu þessi ritverk þeirra á alveg sama hátt og meðan þeir voru á jörðinni. Vinsælasti barnabókahöfundur Brasilíu, Monteiro Lobato, bætti þessu við athugasemdir Humbertos de Campos: „Ef maðurinn (þ.e. Chico) hefur samið þetta allt sjálfur, þá standa honum opin eins mörg sæti í :aka- demíunni og honum þóknast!” Nú vildi svo til að Humberto de Campos lést skömmu eftir útkomu Parnassusar og það var ekki að sökum að spyrja, hann fyllti þegar flokk hinna látnu skálda, sem skrifuðu með hendi Chicos. Og á árunum 1937—1942 komu frá hendi Chicos fimm bindi undirrituð af Campos (meðal tólf annarra rita eftir ýmis önnur látin skáld). Að visu lýsti einn rithöfundur því yfir að þessi rit, sem eignuð væru de Campos, hlytu að vera verk djöfulsins sem með þessu vildi rugla fólk en hins vegar viðurkenndi hann að stílsmáti de Camposar væri alls staðar augljós. En virtasti gagnrýnandi Brasilíu, Agripino Griego, sem hafði verið náinn vinur Camposar, var hins vegar ekki í minnsta vafa um að þessi ritverk væru „hreinn Humberto”, eins og hann komst að orði. Til þess að binda endahnútinn á málið fékk gagnrýnandinn sérstakan fund hjá Chico og það skipti engum togum: miðillinn skrifar niður tuttugu blaðsíðna skilaboð frá Campos til vinar síns og hafði það djúp áhrif á hann. En það var hins vegar önnur manneskja sem lét sér fátt um finnast og það var ekkja Camposar. Hún taldi að nú væri nóg komið og sér bæri tví- mælalaust ritlaun, ef maður hennar hefði i sannleika skrifað þessi nýju rit- verk. Árið 1944 var Chico því dreginn fyrir rétt til þess að verja sig og var honum fió nokkur huggun að því að móðir hins látna skálds, sem enn var á lífi, hafði algjörlega sannfærst um það að þessi skáldverk væru eftir son sinn. En dómarinn kvað þaðálit sitt aðþað væri með öllu ókleift að sanna að andi Campos hefði skrifað þessar bækur, enda þótt Chico byðist vinsamlega til þess að rita ósjálfrátt enn nokkur sýnishorn þarna í réttarsalnum. Að skilningi réttarins var Campos lagalega látinn og hafði því engan frekari rétt. Málinu var vísað frá! 17. tbl. Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.