Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 14
Suður-Ameríka efnahagskerfið var hrunið. Öllum var ljóst að það tæki mörg ár, jafnvel áratugi, að koma á fót eðlilegu efnahags- lífi og til þess að það sé yfir höfuð mögulegt verður að koma til mikil aðstoð erlendis frá. Andstætt því sem spáð var hefur þróunin í Níkaragúa orðið allt önnur en á Kúbu. Bæði íbúar og stjórnvöld gera sér fyllilega grein fyrir hættunni af því að verða ofurseld stuðningi ánnars stór- veldisins. Stjórn landsins er nú í höndum fimm manna ráðs, þar sem hinir ólíku hagsmunahópar hafa hver sinn fulltrúa. Það er ekki þrengt að atvinnu- rekendum, eins og margir bjuggust við að yrði gert, heldur eru þeir hvattir til að taka þátt í uppbyggingu landsins. Núver- andi efnahagsstefna er ekki óiík þvi sem tíðkast á Vesturlöndum, það er á öðrum sviðum sem stór- felldar breytingar eiga sér stað. Lestrarkennsluher- ferðin Fimmtánda ágúst síðastliðinn lauk lestrarkennsluherferðinni í Níkaragúa. Herferðin gegn ólæsi hefur vakið heimsathygli enda er hér á ferðinni mikið stór- virki. Hlutfall ólæsra í Níkaragúa var með því hæsta sem þekkist í heiminum, í sum- um héruðum voru allt að 95% íbúanna ólæsir. Á einu ári ætluðu stjórnvöld að útrýma ólæsi og virðist allt benda til þess að það hafi tekist. Alis staðar má sjá fólk á öllum aldri vera að æfa sig í skrift og í fjölmiðlum er stöðugt verið að hvetja menn til aðstanda sig. í fyrstu kann að virðast furðu- legt hve mikið ofurkapp er lagt á einn þátt vanþróunarinnar en ef betur er að gáð kemur í ljós að herferðin hefur mun víðtækara gildi en að kenna fólki að lesa. Ólæst fólk er að miklu leyti einangrað frá umheiminum. Það hefur litla hugmynd um það sem er að gerast utan við nánasta umhverfi sitt. Almenn lestrar- kunnátta er einn af hornsteinum lýðræðislegs stjórnarfars og fólkinu í Níkaragúa er mikið i mun að varðveita nýfengið frelsi sitt eftir kúgunartímabil Somosa fjölskyldunnar. Mikilvægasta hlutverk lestrarkennsluherferðarinnar er þó að hjálpa fólki að öðlast sjálfsvirðingu. Þorri landsmanna hefur þurft að þola hverja niður- læginguna á fætur annarri í gegnum árin. Valdhafar litu á þá sem fávís vinnudýr, sem ófær væru að hugsa heila hugsun til enda. Það eitt að bylta Somosa af stóli nægir ekki til að losa fólk við vanþekkingu og vanmáttar- kennd sem oft á tíðum jaðrar við sjálfsfyrirlitningu. Sú almenna bjartsýni sem hvarvetna ríkir í Níkaragúa er því skýrara merki um að lestrarkennsluherferðin hafi heppnast en lestrargeta einstakra manna. Framtfðin óráðin Það er ógjörningur að geta sér til um hvernig málin þróast í Níkaragúa á næstu árum. Þó er ljóst að landið er ekki rússnesk flotastöð né á leiðinni að verða það. Stjórnarfarið minnir ekki á neinn hátt á „alræðisstjórnar- far” og í fáum löndum rómönsku Ameríku er umræða um landsmál jafnopin og í Níkaragúa. Gangur lestrar- Sandlno, aá awn hrayflngfci sr akirð eftir. Eins og sjá má á myndinni likist hann helst hollivúddleikara sem nýsloppinn er frá þvi að leika i vestra á dýrðardögum kvikmyndanna. kennsluherferðarinnar bendir ótvírætt til að valdhafar stefni að því að auka þátttöku almennings í stjórnun landsins. Það sem líklega kemur til með að ráða úrslitum um þróunina er hvaða afstöðu Bandaríkjamenn taka til atburðanna. Enn sem komið er hefur Bandaríkjastjórn verið í biðstöðu. □ 14 Vikan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.