Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 35
Una Ellefsen sópran- söngkona leggur um þessar mundir stund á söngnám hjá Eugeniu Ratti á Ítalíu. Hún var hér heima meflan Ratti var hór og hér sjást þœr saman. Allar myndimar á þessari opnu og opnunni hér á undan em teknar i kveðjuhófi því, er Pólýfónkórinn hélt Ratti. Pólýfónkórinn leysti söngkonuna út með höfflngiegum gjöfum að lokinni kvefljurraflu Ingótfs Guðbrande- sonar, sem hartn flutd fyrst á íslensku en stðan itöbka Áflur en Ratti söng fyr- ir gesti i kveðjuhófinu, höfflu tólf íslenskir einsöngvarar komifl fram — fólk, sem notið haffli tilsagnar hennar. Þessu fólki var vel fagnafl, en enginn fagnafli því betur en Ratti. Með henni á myndinni er maflur hennar, Basilio della Janna. Fólk hefur setið yfir drykkju og mat- föngum í Súlnasal hótel Sögu frá því klukk- an sjö eða átta og nú er komið miðnætti. Á sviðinu stendur hnellin kona í svörtum kjól með gráar þroskarósir í dökku hári og syngur, önnur litfríð og ljóshærð leikur undir á píanó. Þegar andartaks þögn verður í tónlistinni er þvílík grafarkyrrð í öllum þessum stóra sal að jafnvel hljóðlátar vifturnar i loftinu orka eins og dynur. Hverjar eru það, sem hafa fólkið svo á valdi sínu? Það er ekkert leyndarmál. Þetta er ítalska sópransöngkonan Eugenia Ratti — Maestra Eugenia Ratti — sem syngur við undirleik Agnesar Löve. Hún dvaldi hér á landi í hálfan mánuð í öndverðum október á vegum Pólýfónkórsins, kenndi og þjálf- aði. En hún kom tvívegis fram: Fyrst á afmælishátíð Útsýnar og síðan í kveðju- hófi, sem Pólýfónkórinn hélt henni til heiðurs. Það er til lítils að reyna að skýra á prenti þau áhrif, sem hún hafði á tilheyrendur sína, en dæmið litla hér að ofan segir sína sögu. Það segir líka sína sögu, að í kveðju- hófinu söng hún tvö lög, í bæði skiptin við þvílík fagnaðarlæti að allt ætlaði ofan að keyra er hver einasti salargestur reis á fætur og klappaði henni lof í lófa. Meira að segja mátti heyra stöku bravó og jafnvel bravissímó frá þeim sem eru vel að sér í fagnaðarlátum með erlendum hætti. Víst var Ratti hrærð. En ofmetnað var engan að greina. Hún brosti gegnum tárin og var eins og hlý og elskuleg mamma eins og þær eru bestar. Dagurinn eftir er síðasti dagurinn á Islandi. Það er öldungis guðvelkomið að veita Vikunni viðtal, en svo er dagskráin þéttskipuð hjá Ratti, að ekki er hægt að koma því við fyrr en klukkan 22.30. Þá komum við á tilsettum tíma í Vogaskóla, þar sem hún er að kenna bassanum úr Pólýfónkórnum. Hún er greinilega ekki ein af þeim sem spretta upp um leið og vinnu- tima lýkur samkvæmt bókstafnum, því klukkan er komin vel yfir hálfellefu þegar æfingunni lýkur. Hún strýkur sér um vanga og yfir hárið þegar ljósmyndarinn kemur á vettvang og segist líta hræðilega út. En glöð og kát og ekki að ragast í svoleiðis smámunum. Maestra Ratti nýtur sín best á ítölsku. Þess vegna er með okkur nemandi Ratti sunnan af Ítalíu, íslenska sópransöngkonan Una Ellefsen og einnig Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri Pólýfónkórsins, til halds og trausts. Og fyrsta spurningin er þessi: — Er ekki gífurlegur munur að koma frá hinni heitu og tilfinningaríku Ítalíu til þess kalda og tilfinningabælda Islands? Ratti hristir höfuðið ákaft. — Þetta er bara eins og eldfjöllin, segir hún. — Allt í leyni lengi vel, en svo gýs það. Ég sá það I 44. tbl. Víkan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.