Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga andspyrna gyðinga kom á óvart, var óvenju sterk og mjög óvænt. Þegar við komum fyrst inn i gettóið tókst vopnuðum gyðingum og pólskum glæpamönnum að reka árásarsveitir okkar á flótta, þar með talda skriðdrekana og brynvagnana.” Þetta er allt satt, nema þar sem hann nefnir „pólska glæpamenn” — allir bardaga- mennirnir voru gyðingar. En auðvitað komu nasistarnir aftur og með aukinn styrk — sendu trúir venju úkraínsku og baltísku leppana sína fyrsta — en nú skýldu þeir sér bak við skriðdreka, gengu ekki lengur um miðjar götur, sungu ekki lengur hergöngulög eða bjuggust við því að gyðingar gæfust upp við það eitt að sjá þýska hermenn. Þegar rökkvaði í íbúðinni heyrðu Móses og hópur hans fjölskylduna lesa páskaguðsþjónustuna: „Þegar Móse var orðinn fulltíða maður, sá hann egypskan mann Ijósta hebreskan mann, einn af ættbræðrum hans, og hann drap Egyptann. Móse flúði undan faraó og tók sér bústað í Midíanslandi.. Þegar ungur drengur _við borðið spurði: „Af hverju er þessi nótt ólík öllum öðrum?” gátu Zalman og Móses ekki varist brosi. Já, hún var ólík. Ólík öllum páskum i sögu gyðinga- þjóðarinnar. „Og ritað er,” las gamli maðurinn í bakherþerginu á hebresku, „við hrópuðum til Drottins, Guðs feðra okkar og Drottinn heyrði hróp okkar og sá nauðung okkar og strit og þræl- dóm . . Augnablik hlustuðu þau öll. Svo sagði Móses: „Tökum undir með honum.” Og þau lásu öll saman: „Og Drottinn leiddi okkur út úr Egyptalandi með voldugri hendi sinni og með útréttum armi og með miklum ótta og með táknum og stórmerkjum.” Brátt varð aðstaða þeirra óverjandi. Skriðdrekar og stórskotalið komu inn i gettóið. Sprengjuvörpur þeyttu sprengjum upp á efri hæðir húsa og á þökin, þaðan sem skothríðin hafði komið. Móses skipaði fjölskyldunni að hætta seder sínum. Guð myndi skilja það. Þau urðu að komast út. Sprengja var sprungin á þakinu. Konan tók hinar helgu bækur, matzohinn, diskana, vínglösin. Hin eltu hana. Önnur sprengja skall á húshliðinni. Zalmann særðist á handlegg þegar hann varð fyrir stykki af múrhúðinni. „Við getum ekki varist hér,” sagði Móses. „Þeir eru of öflugir þarna niðri. Grípið öll vopn og skotfæri og komum okkur niður í göngin.” Þau eltu Aaron, sem þekkti göngin ámóta vel og rotturnar þekktu þau, og tíu mínútum síðar voru þau komin í aðra íþúð. Úr þessari íbúð sást yfir Mila og Zamenhofa götur, og húsin þar í kring voru prýðileg skotbyrgi. Þar var að minnsta kosti ein vélbyssa, og hópur her- manna í leynum, en þeir voru vopnaðir molótov-kokkteilum, handsprengjum og sjálfvirkum rifflum. Móses og hópur hans sáu þá gleðisjón, þegar þýskur skriðdreki, sem skrölti inn á gatnamótin, breyttist i eldhaf af mólotovkokkteilunum. Áhöfn hans brann lifandi. Tveir aðrir skriðdrekar hörfuðu. Þjóðverjarnir földu sig á bak við þá, biðu og veltu vöngum. „Þeir ætla að flýja aftur,” sagði Móses. „Það er skotið frá öllum hliðum,” sagði Zalman. Hann skaut enn, beitti við það annarri hendinni meðan Eva bjó um sár hans. Einhver breiddi út síonistafána og hengdi hann úr glugganum. „Gott,” sagði Móses. „Látum skepnurnar sjá hverjir við erum.” Þjóðverjar voru aftur á undanhaldi. „Hvernig líður, Zalman?” spurði Móses. „Handleggurinn er ágætur.” „Nei. Þegar þú sérð þessa tíkarsyni flýja.” „Betur en nokkru sinni fyrr. Weiss, við erum búnir að berja filistana sundur og saman.” Átökin stóðu yfir í tuttugu daga. Von Stroop, sem var orðinn þreyttur á af- glöpum undirmanna sinna, tók sjálfur við stjórninni. 1 tvo daga hélt and- spyrnuhreyfingin velli við Muranowski torg og frændi minn og vinir hans voru í átökunum miðjum. Þar setti von Stroop fyrst upp stórskotabyssur til loftvarna og hugðist á þann hátt brjóta niður alla andstöðu, eyðileggja eitt húsið af öðru. Ég verð að geta þess að i þessum á- tökum kom sex manna hópur pólskra kristinna manna, undir forystu Iwanskis nokkurs, og tók þátt í bardaganum gegn Þjóðverjum í gettóinu. Þeir höfðu með sér nýjar vopnabirgðir. Fjórir þeirra dóu við hlið gyðinga. Þeir voru þannig menn sem eiga skiliö einhverja viður- kenningu; einhvern sérlegan minnis- varða. 23. apríl voru gyðingarnir enn að berjast hér og hvar um borgina. Himmler var viti sínu fjær af reiði vegna þess að heimurinn vissi af andspyrnu gyðinganna og sendi von Stoop reiðilegt símskeyti: „Smölunina í Varsjár-gettóinu verður að framkvæma af hiklausri einbeitni og eins miskunnarlaust og mögulegt er. Því harðari sem árásin er þvi betra. Síðustu atburðir sýna glöggt hve gyðingar eru hættulegir.” Ég er enginn sálfræðingur en konan mín hefur lesið sér talsvert til á þvi sviði. Hún segir að Himmler hafi undir niðri verið huglaus, óttast hina veikburða, hræddur við að vera auðmýktur, afhjúpaður. Eftir að hafa fyrirskipað morð á milljónum óvopnaðra og varnar- lausra sakleysingja bliknaði hann nú frammi fyrir fáeinum hundruðum vopnaðra gyðinga. Einmitt þann dag sem Himmler sendi skilaboðin til hershöfðingja sinna sendi Anelevitz yfirlýsingu til sambands- aðilanna í „ariska” hlutanum i þeirri von að þeir myndu að lokum slást í hópinn. „Loks verja gyðingarnir í gettóinu sig og hefnd þeirra hefur á sér jákvæða mynd. Ég votta hér með hina frábæru og hetjulegu orrustu sem uppreisnar- menn gyðinga há . ..” Smám saman fækkaði í hópunum. Bardagar að næturlagi urðu viðtekin venja. Þjóðverjarnir hikuðu við að gera innrásir á daginn. Þess I stað köstuðu þeir sprengjum úr lofti, skutu inn' sprengjukúlum, kveiktu mikla elda. Kerfisbundið umsátur þeirra um gettóið hófst. Andspyrnuhreyfingin vissi að dag- ar hennar voru taldir. Þjóðverjarnir voru í herferð. Einn viðurstyggilegasti atburður allrar orrustunnar var þegar óbreyttir pólskir borgarar stóðu við hliðið fyrir utan gettóiö og ráku upp fagnaðaróp og klöppuðu þegar gyðingar, karlar og konur, brunnu inni, steiktust lifandi inni í húsunum eða stukku út og biðu bana. „Annan!” orguðu þeir. „Ogannan!” En hinn hugrakki Iwanski, foringi í pólska flokknum, kom enn til baka til að bcrjast með gyðingum. Bróðir hans var drepinn og sonur hans særðist hættulega. Fáir vissu af honum. Þótt margir Pólverjar yfirgæfu okkur og hlægju meðan við dóum, þá varð Iwanski að minnsta kosti til að halda uppi einhverjum heiðri. Þegar 8. maí rann upp hafði fækkað allverulega í hópi andspyrnumanna en skothríð heyrðist enn frá nokkrum stöðum. Það var búið að kanna göngin i leit að leynilegum flóttaleiðum. Fáar voru eftir. Þjóðverjar höfðu líka kannað neðanjarðargöngin og voru búnir að loka mörgum þeirra. 1 byrginu við Mila-götu 18 hafði Anelevitz samband við foringja sína simleiðis. Hann bað þá um*að gefast ekki upp, að biða eftir utanaðkomandi hjálp. Enn var leitað til Pólverja um aðstoð. Uppgjöf kom engan veginn til greina. Síðasta bænaskjalið var prentað í gömlu prentvélinni hans Max Lowy — en það var löngu búið að flytja Lowy og föður minn til Auschwitz. Axe/ S veinbjörnsson h/f v/Hafnarbraut, sími 93-1979, Akranesi. rör Gjöríð svo vel og fítið inn. svo & 4Z Vlkan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.