Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssaga ÞJÓÐEYÐING Þegar maður er sannfærður um réttmæti gerða sinna getur mað- ur ekki látið staðar numið aðeins vegna þess að verkið sé manni ógeðfellt eða aðrir misskilji (rað. Þar er hið sanna hugrekki fólgið: að vinna verk sem oft eru ógeðsleg og virðast grimmdarleg en eru nauðsynleg vegna glæsilegs tak marks og langtímaáætlunar. „Það sem við gerum er siðferðilega rétt," sagði ég, „og sögulega nauðsyn legt.” Hann gekk aftur að mér og ég hélt að hann myndi drepa mig I þetta sinn. En hann nam skyndilega staðar og hvislaði: „Ég skil þetta of vel. Ég skil ykkur alltof vel. Komdu þér út.” Reiði hans og órökvísi ullu mér kviða. En svo framarlega sem hann starfar fyrir Hoess, gerir vegi, endurskipuleggur verksmiðjur, kemur hann að gagni. Auk þess virðist hann halda svikaraeðli sínu leyndu fyrir öðrum en sjálfum sér — og mér. Frásögn Rúdís Faðir minn komst að dauða móður minnar daginn eftir að hún var send I gasklefann. Um kvöldið, þegar þeir Lowy höfðu lokið starfi sínu við veginn, fóru þeir I kvennahluta búðanna með falsaða passa upp á vasann. Þeir komu að tómum skála. Kven- kapó, einn þeirra sem fylgdu móður minni áleiðis í dauðann, sagði þeim að allar konur á þessu svæði hefðu verið sendar í klefana. Mennirnir buguðust og grétu. Þeir gátu fátt sagt hvor við annan, engin huggunarorð. Einhver sagði mér að faðir minn hefði farið inn og setið drykklanga stund á koju móður minnar. Hann leitaði i tösku hennar, snerti fátæklegar eigurnar og tók þaðan möppu með nótnablöðum — gömlu, gulnuðu og snjáðu nótnaheftin hennar heiman að frá okkur i Groning- strasse. Mozart, Beethoven, Schubert, Vivaldi. „Djöfullinn hirði þá,” sagði Lowy grátandi. „Hvers vegna neitar aldrei neinn þeim um neitt? Hvers vegna kasta bandamenn ekki sprengjum hér á járn- brautalínurnar, á ofnana og gasklef ana?” Faðir minn átti hvorki svör eða hugg- un handa honum. Sunnudaginn 18. april 1943 komust Baráttusamtök gyðinga, þar sem Móses frændi minn, sem eilt sinn var hlédræg- ur lyfsali, var nú orðinn þýðingarmikill meðlimur, að þvi að Þjóðverjar ætluðu að gera árás með miklu liði. Árásin átti að hefjast klukkan tvö næstu nótt. Anelevitz kallaði undirforingja sina á sinn fund. Vopnum var úthlutað. Menn voru sendir á lykilstaði i gettóinu. Þetta yrði barátta upp á líf og dauða. Vopnaðir þátttakendur, en Móses frændi minn var einn þeirra, voru u.þ.b. fimm hundruð. Það sem þau ekki vissu var að von Stroop, SS-hershöfðinginn sem var yfir aðgerðunum, hafði sjö þúsund manns til taks til að drepa þau — Waffen SS, venjulegar sveitir hermanna, þar með talið stórskotalið, skriðdrekar og flug- vélar, tvær sveitir þýskrar lögreglu, pólsk lögreglusveit, valdir SD-menn og sveit úkrainskra, lettneskra og lithá- enskra aðstoðarmanna. Vopnuðu gyðingarnir voru sendir í litlum hópum á þrjú þýðingarmestu svæðin í gettóinu — miðsvæðis nálægt Nalewki- og Zemenhof-götum og I verk- smiðjuhverfið skammt frá Leszno-götu. 1 ibúð hátt í húsi sátu Móses frændi og Zalman við glugga og biðu. Það var dimmt í herberginu en þó ótrúlegt megi virðas't var fjölskyldan sem þarna bjó að búa sig undir páskahald. Kona var að setja kertastjaka á borðið, matzohs, haggadah. 1 hóp Mósesar frænda voru auk Zal- mans, sem sat hjá honum við gluggann, Eva Lubin og Aaron. Aaron svaf baka til i herberginu ofan á skotfærakassa. Á þeim svæðum sem ég nefndi áðan voru ámóta hópar vopnaðra gyðinga. Göt- urnar voru mannauðar. Zalman geispaði. „Páskar, Weiss. 19. apríl 1943.” „Ég er hræddur um að við fáum engan seder,” sagði Móses frændi. „Við hefðum getað verið við einn í gærkvöldi. SS bauð okkur. Heyrðirðu ekki I bílnum þeirra með kallkerfið þegar hann ók hér um?” „O, jú, jú," sagði Móses frændi. „Fór einhver?” „Ekki einu sinni Elia spámaður.” „En leiðinlegt. Ég hefði kannski farið ef ég hefði ekki haft þetta verk að vinna. Veistu, Zalman, að þegar ég var krakki fékk ég aldrei að spyrja spurninganna fjögurra. Kannski hefði von Stroop hers- höfðingi veitt mér þann heiður i gær kvöldi.” „Ef til vill. Áður en hann hefði skotið þig” Eva man eftir því að frændi minn fór allt í einu að rifja upp minningar um bróður sinn og mágkonu, foreldra mina. Hann átti sér enga fjölskyldu lengur, var piparsveinn. Hann saknaði þeirra, vildi fá þau. „Já,” sagði Zalman. „Við gætum þurft á lækni að halda núna.” „Til að hjúkra þeim sáru?” Zalman kinkaði kolli. „Ég hallast helst að því, að skjóta þá ef þeim er ekki viðbjargandi. Við vitum við hverja er að eiga.” Þeir ræddu nýjar sögur sem voru á kreiki — sveit gyðingalögreglu, sem átti að taka þátt i árásinni, var tekin af lifi hjá skotsveit; Himmler var kominn til Varsjár til að sjá endalok gettósins. „Ég vildi að við værum ekki svona fá,” sagði Móses. „Þetta fólk,” sagði Zalman með nokk- urri samúð, „þetta fólk, fólkið okkar, var ekki þjálfað til að fara með byssur.” „Var ég þjálfaður til þess?” Báðir mennirnir rýndu út á dimma götuna. Það héngu sionistafánar utan á mörgum húsum — bláhvita stjarnan, bláu rendurnar. Þar voru líka pólskir fánar og áskoranir til Pólverja um að taka þátt í baráttunni. Vonin um að þeir gerðu það lifði til hinstu stundar. Móses tók til máls. „Á morgun er af- mælisdagur Hitlers. SS lofaði að við yrðum afmælisgjöfin hans. Varsjá verður hreinsuð til að halda upp á af- mæli foringjans.” " „Kerti á kökuna hans,” sagði Eva. Móses andvarpaði. „Ég hélt ekki að ég myndi nokkurn tima sætta mig við að deyja. En ég er sáttur. Anelevitz hefur kennt mér ýmislegt. Heimurinn fær að vita að við gengum ekki öll burt þegj- andi og hljóðalaust.” Það var kveikt í bakherberginu. „Slökktu ljósið,” skipaði Eva kon- unni. „Ég er að taka til fyrir páskana.” „Taktu til I myrkri,” sagði Eva. „Páskar,” sagði Zalman. „Þeir fara enn að siðum. Ég er ekki að gagnrýna það, Weiss. Ég er bara orðlaus. Kannski þyrftum við færri hefðir, færri bænir — og fleiri byssur.v Gamall maður var að biðjast fyrir i bakherberginu. Hann var með bænasjal, kollhúfu og opna bænabók. Hann beygði sig og sveigði i upphafinni sælu. „Vertu umburðarlyndur, Zalman. Þannig var ævi þeirra. Þau þekktu ekki annað og þetta hélt þeim lengi saman. Kannski tengir það okkur þegar þessu helviti er lokið.” 40 Vlkan 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.