Vikan


Vikan - 25.12.1980, Side 22

Vikan - 25.12.1980, Side 22
Orkideur handa Fjólu Fjóla var 27 ára og laus og liðug á markaðinum eins og sagt er. Jafnöldrur hennar höfðu fyrir löngu fundið sér mann, gift sig, eignast börn og buru, hús að búa í og allt það. Fjóla var ein eftir og á næsta afmælisdegi yrði hún 28 ára. Tuttugu og átta ára. Þá voru bara tvö ár þangað til hún yrði þrítug. Og ef stúlka er á annað borð komin yfir þrítugt þá er ekki mikil von eftir. Þá var alveg eins gott að koma sér fyrir í ruggustólnum, fara að sauma klukkustrengi og klappa kisa sínum. Eina huggunin yrði þá aukakaffitár. Þegar Fjólu varð hugsað til þess hvað biði hennar ef henni tækist ekki fljótlega að finna sér mann til að drösla inn kirkjugólfið var hún lostin skelfingu. Hún fór fram á bað og tók sér stöðu fyrir framan spegilinn og gerði sig sæta og fína og eins unga, kornunga, og mögulegt er með hjálp efna- fræðilegra aðferða. Vandamál Fjólu var eigin- lega það að hún var allt of góð og hjálpsöm. Þegar dyrabjallan hringdi gat hún verið næstum viss um að það væri annað- hvort Sveinn, Knútur eða Valdemar. Það voru reyndar þrír r 'nn í lífi hennar en engu þeirra var nein sérstök alvara. Saga okkar hefst á sunnu- degi og Fjóla átti hálfpartinn von á þeim öllum. Fyrst kom Sveinn. Hann var með tjásulegan blómvönd, sem hann hafði keypt af götusala, undir hendinni. — Hæ, Fjóla, sagði hann og trampaði beint inn, — er ég að trufla? Það var hann reyndar ekki. Ef hann hefði áhuga á að tefja smástund var hún með tilbúna hressingu í glasi handa þeim. Og hún hafði farið í lang- nýjasta og flottasta dressið sitt, ef honum hugkvæmdist nú að stinga upp á göngutúr í góða veðrinu. En honum datt það ekki í hug. Hann var að flýta sér. Hann var varla kominn inn fyrir þegar hann fór úr jakkanum. — Heyrðu, sagði hann. Þú getur víst ekki verið svo væn að gera mér greiða . . . og gerðu svo vel . . . blómin eru nú reyndar til þín . . . jú, þú gætir ekki gert mér þann greiða að lappa aðeins upp á þennan jakkaræfil. Það er saumspretta hérna í hægri handarkrika. Þú værir nú aldeilis væn ef þú gerðir þetta fyrir mig, þetta er reyndar næstum alveg nýr jakki, en . . . . Fjóla lagaði jakkann. Hún var heilan klukkutíma að gera það og allan timann sat Sveinn og glápti á klukkuna. — Sko, þetta er nú orðið stórfínt, sagði hann og reif jakkann úr höndunum á Fjólu um leið og hún var búin að slíta þráðinn og ganga frá. — Og þakka þér kærlega fyrir. — Má bjóða þér í glas eða . . .? Fjóla reyndi að komast að. — Nei, þakka þér fyrir, einhvern tíma seinna. Ég er að flýta mér. Ég ætlaði að reyna að ná á landsleikinn. Hvað er klukkan annars orðin margt? Ég verð að hlaupa. Stjörnuspá llniiiirinn 2l.mars 20.afiril Það er engin ástæða til að vera vonsvikinn þó hátíðahöldin hafi haft nokkuð annan svip en þú áttir von á. Það sent mestu rnáli skiptir er að allir hafa lagt sitt af mörkunt og það er ntikils virði. tiMÍin 24.m-|>i. 2.Vi/ki. Gott andrúntsloft i kringum þig hefur vakið upp rnargt það besta i þér. Láttu það endast yfir hátíðarnar og helst alla ævi. En auðvitað skiptast á skin og skúrir og þú skalt njóta lífsins og alls þess jákvæða I kringum þig. N.iuliA 2l.;>pril 2l.m;ii Þú ert vel að hvildinni kominn og ættir að nýta þér þær fáu hvíldar- stundir sem þér standa til boða. Mikið annríki er á næsta leiti en hins vegar eru líkur á því að þú munir kunna vel að meta það sem veldur því. SporAdrckinn 24.okl. 2.Vuói. Dómharka þin kann að vera særandi, einkurn nú þegar allir eru venju fremur I hátíðaskapi. Þó að þú getir fundið að öðrum eru sleggjudómar óþarfir. Auk þess verður þér eitthvað vel gert og ættir þú að meta það að verðleikum. T\ihur;irnir 22.m;ii 2l.júni Þú ættir að láta eftir þér að vinna úr ein- hverju af því sem hefur verið að safnast upp. Ýmislegt sem þú heldur að liggi á er ekki svo ýkja áríðandi. Og þú ert ckki ómissandi — nenia þinum nánustu sem eiga alla athygli skilið. Hoi>m;ii4urinn 24.nú\. 2l.dcv Sumt af því sem þú verður vitni að er ekki jafnskemmtilegt og annaö. En oft er hægt að bæta úr og einmitt það getur þú núna. Eitt- hvað hefur glatt þig sér- staklega og þú ættir að deila gleði þinni með öðrum. kr.'hhinn 22. júni 2T. juli Vanlíðan veldur þvi að þú hefur ekki notið hátiðanna sem skyldi. Við þvi er ekki nenia eitt að gera og það er að hvilast og hafa samband við þann sem gæti hjálpað. Á hinn bóginn hefur margt gott gerst og bjart framundan. Slcingcilin 22.tics. 20. jan. Viðkvæmni er eðlileg á þessum tima árs og. hrjáir fleiri en þig. Vertu eðlilegur án þess að gera þig sekan um barnaskap. Oft eru menn hreinskilnir ef þeim er sýnd hreinskilni að fyrra bragði. Það sakar ekki að reyna. I.jónid 24. júli 24. ;ii»ú»l Bráðsmellin hugmynd ætti að geta orðið þér og öðrunt heilladrjúg. Þú skalt varast mikla eyðslusemi því pyngjan er ekki sjálfvirkur peningaframleiðandi. Allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur ætti að gefast vel. \alnshcrinn 2l.jan. I*).fchr. Jólin eru klaufalegur tími til að lenda i deilum. Það er sem betur fer auðvelt að lagfæra þetta og þú skalt ekki hika við að gefa eftir gagnvart þeini sem þér er annt um. Réttur dómur þinn verður síðar metinn. misskilningur að ein- hverjum sé I nöp við þig þó hann geti verið stuttur í spuna. Reyndu að unna öllum sann- mælis. Þú virðist kvíða aðgerðaleysi en það er óþarfa kviði. Fiskarnir 20. íchr. 20. mars Gleði og gott skap er ofarlega í huga þinum og þú ert reiðubúinn til að sýna þeim sem minna mega sin vinarþel. Að vísu máttu eiga von á vanþakklæti einhvers staðar en láttu það ekki á þig fá. Sumireiga erfitt. XX Vikan f 2. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.