Vikan - 29.01.1981, Page 2
Margt smátt
Hún amma mín
þaö sagði mér .
■ ■
Gömul ensk húsráð
Til þess að kaka haldist mjúk við
geymslu í dós er ágætt að setja smávegis
af púðursykri eða lítinn bita af afhýddu
epli á botninn.
Blómkál verður fallega hvítt ef smávegis
af mjólk er hellt saman við vatnið við
suðu.
Ef Tjómi vill ekki þeytast er heillaráð að
setja nokkra dropa að sítrónusafa saman
við.
Til þess að koma í veg fyrir að feiti
spýtist i allar áttir við pönnusteikingu er
gott að setja dálítið salt á pönnuna.
Kaffi og teílát úr postulíni verða oft
brúnleit vegna tanníns, sem er efni i
kaffi og tei. Hreinsið brúnkuna burtu
með því að hella heitri upplausn af vatni
og matarsóta í ílátið. Látið standa yfir
nótt og skrúbbið að morgni. Skolið vel á
eftir.
Glös verða skínandi hrein ef þau eru
skoluð upp úr vatni sem I er dálítið af
lyftidufti, síðan eru glösin látin standa til
þerris.
Hreinsið svartleitar silfurskeiðar með
því að nudda á þær salti.
Ryðbletti er hægt að fjarlægja úr fatnaði
á eftirfarandi hátt: Vætið blettinn með'
sítrónusafa, setjið rakan klút yfir og
pressið með heitu strokjárni.
Dökka : bletti eða „brunabletti” í fatnaði
má afmá með ýmsum ráðum. Bleytið
Ijósari bl^i í mjólk, nuddið hvítar flíkur
með sítrónusafa og hengið til þerris í
sólskini (ef það er fyrir hendi). Dökka
bletti í líni má nudda með lauk og gegn-
bleyta síðan í köldu vatni.
Hellist rauðvín niður í dúka eða fatnað
skal strax strá yfir blettinn salti og láta
það liggja þar til saltið hefur dregið í sig
litinn. Sópið saltinu burt en þvoið
dúkinn eða flíkina svo fljótt sem verða
má.
Dökka hringi á viðarborðum má
fjarlægja með því að nudda þá með
valhnetukjarna þar til hringirnir eru
horfnir. Látið hnetuolíuna liggja á í
nokkum tíma og fægið síðan með
þurrum klút.
Ódýr leið til að vatnsverja leðurstígvél
er að hreinsa þau vel og vandlega og
þekja síðan með þykkri sápufroðu. Látið
standa í um 12 tíma og þá þurrkað af.
íransstjórn vill skjóta
lausn á gísladeilunni
Ja, héma! Allt vilja þeir skjóta, þessir íranar!
2 Vikan S.tbl.