Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 3

Vikan - 29.01.1981, Side 3
Margt smátt í þessari Viku Vigt í sokkabandabelti Ég ætla að senda þennan brandara að gamni mínu. Ég er gamall berkla- sjúklingur og var á Vífilsstöðum. fyrir 20 árum. Ég var veik í mjöðm og ég gat ekki farið fram úr rúminu. Eitt sinn um jól fengu allar stúlkurnar að fara heim til sín nema ég af því ég var svo veik. Daginn eftir að allir fóru kom myndar legur maður inn til mín, gráhærður. Ég held að þetta sé læknir og hann spyr mig hvað ég heiti. Ég segi honum það og hann spyr mig hvað sé að mér. Ég segi honum að ég sé mjög veik i mjöðm. Þá segir hann við mig: Ég get læknað þig. góða mín, bíddu aðeins, ég kem strax aftur. Þegar hann kemur aftur er hann með gamla borðvigt og gamalt sokka- bandabelti utan yfir vigtina. Svo segir hann við mig: Lyftu nú mjöðminni upp. ég ætla að láta vigtina á mjöðmina á þér. Ég var svo veik að ég botnaði hvorki upp né niður í þessu. 1 því kom hjúkrunar- konan og segir við mig: Vina min. þetta var veikur maður. sem er hér á hælinu. og hann var að læra læknisfræði. Og þetta er alltsatt. Matthildur Þ. Matthiasdóttir, Kirkjuvegi 66, Vestmannaeyjum. Einn brandari til: Einu sinni var gömlurn manni kennt barn ungrar stúlku. Það fór i mál og þegar hann mætti fyrir rétti sagði hann: „Það getur ekki verið að ég eigi barnið. þetta varekkinema lOmínútur.” „Mikið andskoti er kalt." „Þaðgerir frostið." Og svo var það Hafnfirðingabrandarinn: 5. tbl. 43. árg. 29. jan.1981. Verð 18nýkr. GREINAR OG VIÐTÖL: 4 New York: þaö er eins gott aö þekkja áttirnar. Vikan kvnnir stórborgir. 8 Stæltir vöðvar. Vikan kynnir líkamsrækt og þjálfun. 22 Tæknin í þjónustu feguröar. 24 Er þetta bara úturdúr? Viötal viö myndlistarmennina Magnús Kjartansson og Árna Pál. 26 Manntal fyrr og nú. Viö segjum frá manntalinu 31. janúar og útskrýrum þaö. 30 Fyrsta konan seni varð ráöherra. 38 Tvö þúsund ár undir jörðinni. Sagt frá sérkennilegu samfélagi. „Sérðu dauða fuglinn þarna?" „Hvar ?????” Borgarbóka- safnið — stór- kostleg þjón- usta_____________________ Alltaf er verið að þusa og þrasa um lélega þjónustu hér og þar, og oft auðvit- að með réttu. En hér er ein skemmtileg saga af því gagnstæða. Blaðamaður lenti í þvi að muna óljóst kvæði nokkurt og vanta tilfinnanlega smákafla úr því. Hann brá á það ráð að hringja niður á Borgarbókasafn og segja nafn bókar. höfandar og kvæðis og biðja síðan stórs greiða. Vel var tekið í mála- leitan. Bókin var því miður i útláni en samþand var gefið við lesstofuna. Þar var málaleitan einnig vel tekið og í gegn- um simann var kvæðið lesið fyrir blaða- manninn. Þetta verður að kallast vel gert, og þökk sé Hrafnhildi og Önnu á Borgar bókasafninu. Fleiri kannast við einstaka þjónustu safnsins. Skipið sem sökk Skemmtiferðaskipið Bremen kom meðal annars til lslands á ferðum sínum um höfin. Eitt sinn var þetta stærsta vestur þýska skemmtiferðaskipið. Vestur-Þjóð- verjar seldu Bremen og átti ferli þess að Ijúka á Formósu, þar sem það skyldi rifið í brotajárn. En Ægir greip i taumana. Óveður skall á þegar verið var aðdraga Filipians Saudi I (eins og skipið hét þáorðiðl til Formósu. Leki kom að skipinu og þótt veðrið væri gengið niður tókst ekki að bjarga Filipians Saudi I frá hinni votu gröf. Þar sem skipið var í drætti var fátt manna um borð, er óhappið varð, og björguðust þeir auðveldlega. Síðan var kirfilega ljósmyndað hvemig skipið fór að því að sökkva. Þær myndir birtum við i þessu blaði á bls. 46. en leyfum okkur raunar að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn í leiðinni. 42 Eiríkur á Brúnum og Paradísarheimt. Annar hluti. SÖGUR: 13 Sá hlær best .... Framhaldssaga. 18 Gengi. 36 Skynsamlegar ráðstafanir — Willy Breinholst. ÝMISLEGT: 2 Margt smátt. 32 Suzy Quatro í miöri Viku. 34 Peysa úr lamaull. 41 Hann kom mönnum til aö hlæja. 46 Skipagaman. 49 Klúbbsamloka í Eldhúsi Vikunnar og Klúhhs matreiöslumeistara. VIKAN. (Jtgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar Hreiðarsson. Blaðamenn: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Jón Ásgeir Sigurðsson, Þórey Einarsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson. RITSTJÓRN í SIÐUMÚLA 23, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Birna Kristjánsdóttir, sími 85320. AFGREIÐSLA OG DREIFING í Þverholti 11, simi 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu 18,00 nýkr. Áskriftarverö 60,00 nýkr. á mánuði, 180,00 nýkr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega oðá 360,00 nýkr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverö greiðist fyrirfram, gjalddagar nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift í Reykjavik og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málefni neytenda er fjallað í samráöi við Neytendasamtökin. Forsíða Sá sem prýðir forsiðuna okkar að þessu sinni heitir Viðar Guðjohnsen og eins og sjá má er hann allvel að manni. Við erum með fleiri myndir af honum og starfi hans inni i blaðinu. Ljósm. Ragnar Th. 5. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.