Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 6

Vikan - 29.01.1981, Side 6
Eins og að lenda í Kópa- voginum. Manhattan skiptist lika í Uppborg, Miðborg og Niðurborg (Uptown Midtown — Downtownl. Uppborg er fyrir ofan 59. stræti en Niðurborg fyrir neðan 34. stræti. Það er aðeins í Niður- borg sent bregður úl al' bessu fastskipu lagða reitakerfi þvergatna og eivenjúa. Satt að segja er vandratað fyrir ókunnuga á köflum þar i Niðurborg, einkum á tveim stöðum: þar sem heitir Greenwich Village og eins í hverfinu umhverfis Wall Street. Þarna heita göturnar hver sínu nafni og fastmótað kerl'i l'innst ekki i einu vctfangi að minnsta kosti. Þetta er eins og fyrir ókunnuga að lenda í Kópavoginum. Best að hafa með sér kort og kunna að snúa því rétt. Annað sem getur ruglað ókunnuga við fyrstu sýn er að tvö númeruð eivenjú heita sinum eigin nöfnum ogeru iðulega við gatnamót merkt eingöngu þeim. Þannig heitir Sjötta eivenjú Avenue of the Americas. Fjórða eivenjú Park Avenue. Þar við bætist að Madison Avenue hefur verið skotið inn langsum milli Fjórða og Fimmta eivenju og I exington Avenue milli Þriðia og Fjórða (Park) eivenjú. Þetta getur leikið grandalausan dálítið grátt i fyrstu af þvi maður heldur í einfeldni sinni að það sé kappnóg að telja. En þessar undan- tekningar (og ntunið líka hvernig Broadway álar sig á skál eru svo fáar að þær er auðvelt að læra. Leigubílar og neðanjarðar- brautir Fjarlægðir eru talsvert miklar á þessari eyju og það getur orðið þreytandi að þramma hana daginn langan. En hægt er (nema á mestu annatímum) að ná sér í leigubil og láta skutla sér. Þeir cru auðþekktir, allir skerandi gulir og í að sitja kvíðir maður því mest að þeir muni hrynja áður en komið er í áfanga- stað. En það er mesta furða hvað þeir hanga, eins og farið er með þá; leigu- bílstjórarnir halda margir hverjir að þeir séu í einhvers konar bilaleik eða kappakstri. Lika er mjög auðvelt, og ódýrt eftir því, að fara flestra sinna ferða i neðanjarðarbrautunum. þar kostar 60 scnt skreppurinn og þegar maður er á annað Ixirð búinn að Ixrrga sig niður i jörðina gæti sá verið allan daginn ;ið þevsasl nteö neðun iarðarbrautum sem þannig væri stemmdur. Kerfið er nokkuð víðtækt og gott og þessi ferðamáti fljót legur. þótt hann geti orðið dálítið eftir- minnilegur á annatímum, þegar fólk treðst svo svakalega inn í lestarnar að og leigubílarnir oft á tíðum (að minnsta kosti lestarnar) og náttúrlega talsvert ódýrari, því ofan á ökugjaldið sem mælirinn sýnir ber að gjalda þjórfé, sem samkvæmt túristaupplýsingum á að vera 20% af ökugjaldi. Þar að auki er forvitnilegt að sjá mannlífið eins og það birtist i almenningsfarartækjunum. Sé farið eitthvað að ráði út fyrir Manhattan er ekki talið ráðlegt að taka leigubíla þangað, nema farið sé á ein hvern alþekktan stað. Sagt er að þeir þekki Manhattan eins og handarbakið á sér en lítið þar utan við, en láti það ekki uppi heldur þvælist með mann von úr viti og það án þess að spvrja vegar þangað til ökugjaldið hleypur á tugum dollara ef ekki komið upp í hundrað. Maður heyrir meira að segja hroll- vekjandi sögur af þvi hvað kostað hafi fyrir ferðalanga að taka leigubíl utan af Kennedyflugvelli inn í miðborg, af því að leigubílstjórarnir hafi farið kráku- stigu — af stigamennsku eða fákænsku. Skoðunarferð gefur yfirsýn Mörgum Islendingum þykir fyrir neðan sína virðingu að fara i skoðunar- ferðir — tala um það með fyrirlitningu að þeir láti sko ekki smala sér á ein- hverja túristastaði, heldur séu af alkunnum, íslenskum stórgáfum færir um að finna allt af sjálfum sér og séu auk þess yfir það hafnir að hafa gaman af því sama og annað fólk. Þó er það nu svo um stóra staði, að það gefur býsna góða yfirsýn yfir þá að fórna nokkrum tíma í góða skoðunarferð og þótt ekki sé viða stansað er farið fram hjá og bent á ýmislegt sem stórgáfaður landinn á þá kannski auðveldara með að leita uppi sjálfur eftir á og kanna á eigin spýtur og telja sér trú um að hann sé nú svei mér þá eitthvað annað og merkilegra en túristi! Mælt var með Grayline Tours, sem aðsetur hafa á Sjöunda eivenjú milli 51. og 52. þvergötu. Að fenginni reynslu komum við meðmælunum á framfæri og styðjum þau. Þar er hægt að fá ferðir um parta af Manhattan brot úr degi eða ferð sem gefur heildaryfirsýn yfir eyjuna og tekur bróðurpart úr degi, og þar er meira að segja hægt að fá kvöldtúr ef maður vill sjá eitthvað al' næturlifinu nteð allt sitt á sæmilega þurru. Þjónustan er á þokkalegu verði og leiðsögumennirnir fróðir um ólíklegustu atriði. En það er til marks um gagnsemi ferða af þessu tagi að okkur er kunnugt um jafnvel gamalreynda ferðakappa sem gist hafa New York oft og iðulega en segjast hafa fengið algerlega nýja hugmynd um Manhattan með þvi að skreppa í svona ferð. Líka má benda á skemmtisiglingu maður hlýtur að undrast hvort nokkurn tíma verði hægt að ná þvi úr aftur. En það hefst, viti menn, og ekki hafa áhyggjur af þvi þótt þú getir ekki með nokkru móti strokið þér um nefið af þvi þú getur ekki hrært legg né lið í þröng- inni — þú getur einfaldlega núið þvi við öxlina á þeim sem er fyrir framan þig; hann getur heldur ekki rönd við reist. Einnig ganga strætisvagnar eftir eivenjúunum endilöngum og kostar það sama og í lestarnar. 1 báðum tilvikum er Ixst að vera dálítið birgur af sérstökum peningum, sem fást á brautarstöðvunum og gilda aðeins i þessar lestar og strætis- vagnana, því annars þarf oft að bíða í biðröð á stöðvum neðanjarðarlestanna eða hafa tilbúið nákvæmlega það sem við á í strætó, því þar er ekki skipt. Satt að segja mælum við með því að nota frekar almenningsfarartækin eftir þvi sem hægt er, þau eru fullt eins hraðfara Þótt Súpermann væri tiltölulega aftarlega í skrúðgöngunni miklu á Broadway fór þeim mun meira fyr- ir honum. Hann var meira en í stil við húsin í kring og þurfti að hafa á honum földamörg stög svo hann stigi ekki of hátt til lofts. Á efri myndinni blasir hann við i allri sinni dýrð en á þeirri neðri er hann kominn fram hjá og þá er hægt að gera sér grein fyrir fyrirferðinni með þvi að bera hann saman við fólkið. 6 Vikan 5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.