Vikan - 29.01.1981, Page 8
Vikan kynnir stórborgir
og þaðekki um neitt skitiri. 100 dollarar
minnir mig hat'i verið hámarkssektin.
Þar við má bæta til marks um hug New
Yorkara til hundahalds. að til skamnts
tíma að minnsta kosti kostaði leyfisbréf i
New York 4 dollara en leyfi til hunda-
Italds 5 dollara.
Að gera bargein
Enginn íslendingur — hvernig sem
liann lætur af gáfnafari sínu og eðal-
borinni menningarleit — kemur i stað
eins og New York án þess að fara í
búðir. Allir ætla að gera kostakaup, eða
það sem heitir á enskri islensku að gera
bargein. Vist er um það, að margt er
hægt að fá við verði sem hér heima þykir
hlægilegt, og sumir komast i þvílikan
innkaupahant að þeir kaupa hluti sem
þeim dytti aldrei i hug að kaupa væru
þeir með fyllilega réttu ráði. Sá sem
kaupir peysu fyrir litinn pening græðir
augljóslega á því, og innkaupahagfræði
innkaupaæðisins segir að sá sem kaupi
fjórar peysur fyrir lítinn pening græði
fjórfalt. Spurningin er bara hvað hann
hefur við fjórar peysur að gera.
í New York eru alltaf einhverjar
útsölur i gangi. Þar má oftast gera kjara-
kaup. Sunnudagsblöðin eru yfirfull af
auglýsingum um útsölur. Sömuleiðis er
hægt að komast að góðuni kjörum i sér
stökum afsláttarverslunum og afsláttar-
deildum stórverslananna. Þar sem heitir
Orchard Street í gyðingahverfinu i
Neðri-austursiðu er rekinn prútt-
markaður, en betra mun að vera dálítið
útsmoginn og séður sjálfur ef gyðingur-
inn á ekki að maka krókinn meira en
kaupandinn.
Þafl er Macy s sem stendur fyrir
göngunni miklu á þakkargjörðar-
daginn, og þarria rétt fyrir jöfin war
búifl afl skreyta húsifl í tilefni
jólanna.
En varið ykkur á búðum sem auglýsa
með stórum skiltum svo og svo mikinn
afslátt af þvi að leggja eigi búðina niður
og allt eigi að seljast. Á Manhattan eru
h6 nokkrar búðir sem veifað hafa þannig
skiltum i mörg ár ef ekki áratugi.
Það hefur yfirleitt aldrei skaðað neinn
afl flýta sér hægt fyrst í stað, meðan
verið er að átta sig á almennu gangverði
á hlutunum. Margur mun komast að
raun um að stóru verslunarmagasinin.
sem héðan sjást í dýrðarhillingum, eru
alis ekki ódýr. Og vert er að muna að við
allt uppgefið verð á að bæta 8%
söluskatti. Kaninn gefur nefnilega upp
falsað verð eins og sum fyrirtæki hér
heima gera líka og endanlegt verð vöru
eða þjónustu kemur ekki fram fyrr en
kemur að skuldaskilum.
Það er annars út í bláinn að ætla sér
að kenna Islendingum að versla. Þeir
hafa yfirleitt takmarkað verðskyn eins
og vonlegt er, eins og sést á því að búðir
hér heima þrífast hlið við hlið með
aldeilis ótrúlegum verðmun á sömu
vörum. Aðeins er rétt að benda fólki á
að láta skynsemina ráða. Við þekkjum
daemi um ungan Islending sem keypti
einar 20 grammófónplötur þegar hann
komst í plötubúð erlendis af því hann
græddi svo mikið á hverri miðað við
verð hér heima, en átti svo ekki málungi
matar á eftir af því hann var búinn að
græða svo mikið. Þar við má svo bæta
að þótt margt sé á gjafverði í New York
miðað við það sem hér tiðkast er ýmis-
legt annað engu betri kaup þar en hér.
Nú eftir heimkomuna höfum við séð
dæmi þess að fólk búsett ytra kaupir hér
eitt og annað í stórum slurkum til að>
ihafa með sér heirn og græðir á því. Ég
hafði líka hugsað mér að kaupa mér
gallabuxur í New York, en fann þar
engar á góðu verði með sniði sem ég
sætti mig við eða úr efni sem mér leist á.
Eftir heimkomuna keypti ég mér svo
þrautprófaða íslenska framleiðslu eftir
bandarísku einkaleyfi og kenndar við
löngu dauðan Austurrikismánn á því
nær sama verði og það sem mér þótti
einna álitlegast í New York og þóttist
gera bargein. Því til hvers er að kaupa
fyrir gjaldeyri það sem maður fær á
sama verði hér heima fyrir krónur?
Sagðirðu bargein? Komdu þá með á
útimarkaðina í Queens. Þangað er
ferðinni heitið í næsta blaði.
New Yorkarar eru duglegir afl
þramma um göturnar sinar og bera
mátulega mikla respekt fyrir bíla-
umferflinni. En allt virflist þetta
ganga áfallalaust og þann tíma sem
vifl vorum þarna sáum vifl aðeins
einn árekstur — og hann ómerkileg-
an.
8 Vikan 5-tbl