Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 14

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 14
Höfundur: James Hadley Chase Þýöandi: Magnea Matthíasdóttir vinna fyrir hann í tvö ár. Hann hefur enn ekki misstigið sig. Áður en ég fór að vinna fyrir hann var ég alltaf að lenda i fangelsi, og almáttugur minn, ég hata fangelsi. Ja.... herra Klaus er snjall náungi.... virkilega snjall.” „Það geta allir misstigið sig,” sagði ég. „Kaliforníubanki gæti verið fyrstu mis- tökin hans.” „Ekki ef þú ert til að segja okkur hvernig við förum að, herra Lucas. Foringinn útskýrði það allt. Ef eitthvað gengur úrskeiðis þá verðið þið ungfrú Glenda ekki til lengur. Þaðer þitt mál að sjá um þetta.” Hann hló. „Og ég er viss um að þú vilt ekki láta Benny stúta öðru hvoru ykkar." „Ég get sagt Klaus hvernig hann kemst inn í bankann,” sagði ég, „en það gæti mistekist samt, Joe. Þú gætir fengið tuttugu ár.” Joe leit á mig og var hættur að brosa. „Hættu nú þessari þvælu. Ég fer i fangelsi i tuttugu ár og þið ungfrú Glenda lendið í sex feta djúpri holu.” Hann hallaði sér fram og setti kassettu- tækið af stað. Nú fylltist bíllinn af óþýðum jassi og þannig lauk samræðun- um. Við komum að húsinu. Harry var til staðar til að opna hliðið. Benny beið og fylgdi mér inn í stofu. „Sjúss, skepna?” spurði hann. „Foringinn er upptekinn.” „Nei, ég vil ekkert.” Ég settist. Ég beið í tíu mínútur eða svo áður en Klaus birtist. Hann gekk að skrifborð- inu og settist þar. „Til hamingju, herra Lucas. Þú værir ekki hingað kominn nema þú hefðir ákveðið að vinna með okkur. Það eru góðar fréttir. Ég sé að þú ert jafngreind- ur og ég hélt.” „Ég vona að þú sért jafnsniðugur og svarti strákurinn þinn heldur að þú sért,” sagði ég. „Þú hefur svolítinn vanda við að glíma. Vitleysan var að senda Glendu hingað sem fréttaritara. Það er komið upp. Eftir að hún talaði við Manson um öryggiskerfi bankans er Thomson viðbúinn þvi að á hann verði ráðist. Rauða ljósið logar. Thomson er hættulegur... ” Ég hélt áfram og sagði honum frá grunsemdum Thomsons um Glendu, hvernig hann hagaði sambandi við FBI, hvernig hann komst að þvi að hún var ekki á sakaskrá og frá þeirri hugmynd hans að Manson eða mér eða þá okkur báðum kynni að verða rænt til að fá upplýsingar um öryggiskerfi bankans. Klaus sat kyrr og horfði á mig, litlar hendur hans hvíldu á skrifborðinu og grá augun voru sem ísmolar þegar þau horfðu á mig. „Hafðu ekki áhyggjur af lögreglu stjóranum,” sagði hann. „Ég sá það fyrir að við myndum eiga i erfiðleikum með hann og ég skal sjá um hann. Það sem þú átt að gera, herra Lucas. er að segja mér hvernig hægt er að komast í fjár- hirslur bankans.” „Setjum sem svo að þú komist inn i fjárgeymslurnar," sagði ég. „Við Manson myndum báðir liggja undir grun. Þar sem Manson hefur flekklaus- an feril slyppi liann. en Thomson veit að ég átti í sambandi við Glendu og grunaði mig fyrstan allra. Þannig að áöur en cg slæ til vil ég vita hvað ég fæ út úr þessu.” Þunnar varir hans brostu. „Ég bjóst við því að þú segðir eitthvað þessu likt. herra Lucas. Þú verður aö sjálfsögðu efstur á skrá yfir grunaðu. Þú þarft að fara frá Sharnville þegar eftir innbrotið. Ég er búinn að segja þér aðég er rikur maður. Ég hef engan áhuga á þeim peningum sem menn mínir hirða í bankanum. Það eina sem ntig langar að igera er að lækka rostann i Brannigan. Það eru að minnsta kosti þrjár milljónir dollara i fjárhirslunum. Ég er búinn að Sá hlær best... segja mönnum mínum að þú eigir að fá milljón af þvi, þannig að þið Glenda getið farið eitthvað og notið afraksturs- ins. Ég myndi stinga upp á Suður-Amer íku. Þar yrðuð þið bæði örugg. Þið gætuð lifað allgóðu lifi á milljón dollur um.” Ég trúði honum jafnvel og ég trúði á jólasveininn. „Með þessum skilyrðum." sagði ég. „skal ég segja þér frá öryggiskerfi bank- ans.” Aftur horfðu ismolarnir á mig. „Þaðer þaðsem ég vil vita." „Hefurðu komið i bankann?" Hann hristi höfuðið. „Veiki bletturinn á öllum bönkum er að hópur manna ryðjist þar inn og taki fanga," sagði ég. „Það getur ekki komið fyrir í þessum banka. Tölva sér um allar hreyfingar á innstæðum. Viðskiptavinur kemur inn í salinn, skrifar undir ávísun með sérstökum penna fyrir tölvuna. lætur ávisunina í rifu og fær út peninga. Ef hann er að leggja inn fyllir hann út sérstakt eyðublað, lætur peningana í rifu og fær út kvittun. Starfslið bankans sést ekki nema í innanhússsjónvarpi. Glæpa- hópur getur engan veginn komist að þvi. Fólkið er á annarri hæð, þar sem reiðu- féð er, og það er engin leið fyrir óvið- komandi að komast að þvi. Viðurkennd- ir viðskiptavinir fá lítið rafeindatæki sem gerir þeim kleift að komast upp á aðra hæð. Ef tækið týnist eða því er stolið gerir sjónvarpsskermurinn varð- manni viðvart um að þetta sé ekki við- skiptavinurinn og þá er ekki hægt að nota lyftuna.” Klaus lyfti hendinni. „Ég hef engan áhuga á að taka gisla, herra Lucas. Ég vil að menn minir komist i fjárhirslurnar og geti tæmt þær. Segðu mér nú hvernig slikt væri mögu legt.” „Bankanum er lokað klukkan fjögur á föstudögum. Starfsliðið fer heim í kring- um hálfsex. Bankinn er opnaður á mánudagsmorgnum klukkan niu,” sagði ég. „Það er ekki nema einn vörður á vakt vegna allra rafeindatækjanna. Hann skiptist á við þrjá aðra verði. Hann fer i eftirlitsferðir fyrir utan bank- ann. Hann er með upphitað skýli hjá inngangi bankans en gengur umhverfis hann á klukkutíma fresti. Inngangurinn í bankann eru styrktar stáldyr sem Ijós- myndavélar fylgjast með. Þaðer enginn vandi að komast inn í anddyrið. Ég á Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess aó frelsi geti viðhaldist í samfélagi skynsanit fólk \elurtnuist tiyggingaíélag svMvi\\itim,(,i\(,tii (,*r SÍMI81411 14 Vikan S.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.