Vikan


Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 15

Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 15
Framhaldssaga tæki sem getur opnað dyrnar. Það er bara spurning unt að vera á rétlunt tíma. Þegar vörðurinn er bak við bankann i eftirlitsferð sinni komast menn þinir inn. Þegar þeir eru komnir inn þurfa þeir að glima við dyrnar á fjárhirslunni. Sú hurð er gerð úr sérlega hertu stáli. Þó að unnið væri að því í heila viku og beitt sérstökum verkfærum tækist engum svo mikiðsem aðdælda hurðina." Klaus hreyfði sig óþolinmóður. ..Hirtu ekki um smáatriðin." Rödd hans var hvöss. „Hvernig kem ég niönn- um minum inn?” „Dyr fjárhirslunnar opnast af radd- bylgjum." sagði ég honuni. Hann rifaði litil augun. „Hvaðáttu við?” „Klukkan stundvíslega 8.30 á morgni hverjum. nema á laugardögum og sunnudögum. hringir einhver frá aðal ■ skrifstofunum í Los Angeles töluraðir í sérstakan síma sem er í beinu sambandi við bankann í Sharnville. Þannig fer tölva í gang og opnar þrjá lása hvelf- ingarinnar. Klukkan nákvæmlega 8.35 segir Manson aðra talnaröð í míkrófón i skrifstofu sinni, rödd hans setur aðra tölvu í gang og hún opnar þrjá aðra lása, svo að dyrnar renna upp." Klaus starði á mig og andlit hans var svipbrigðalaust meðan hann velti þessu fyrir sér. „Gæti einhver sem kynni tölurnar farið með þær i míkrófón Mansons og þannig opnað lásana?" „Það var það sem ég meinti með radd- bylgjum. Röddin verður að vera rödd Mansons eða tölvan fer ekki í gang.” „Þú hefur verið ákaflega snjall. herra Lucas." Rödd hans var eilítið hvöss. „Þetta er öruggasti banki í heimi." Hann hugsaði sig um andartak en sagði svo: „Hvað gerist ef Manson fer í fri eða dettur niður dauður?" „Það er búið að sjá fyrir því. Það er til segulbandsupptaka af rödd hans, sem tölvan tekur góða og gilda. Ef hann fer btirt eða eitthvað kernur fvrir liann fær einhver umboð til að nota upptökuna. Það þarf ekki annað en að setja kassett- una í sérstaka, falda rifu og þá opnast fjárgeymslan." „Og hver er þessi einhver?" Ég horfði beintáhann. „Það var ákveðið að það skyldi vera ég, þar sem ég fann upp kerfið." Hann hallaði sér fram. „Ert þú með kassettuna?" „Hún er í bankanum. Ef neyðartilfelli vcrður fer ég í bankann, næ í kassettuna og opna lásana þrjá. Eftirmaður Man sons lætur gera aðra kassettu. Ég breyti tölunni þannig að hún taki rödd hans gilda og þá erum við aftur komnir á upp- hafsreit.” „Það lítur út fyrir það, herra Lucas, að bankinn treysti þér.” „Það eru sex lásar á hvelfingunni. Ég get ekki opnað nema þrjá. Þú gleymir því að hinir lásarnir þrír eru opnaðir með símtali frá aðalskrifstofunni." Ég tók upp sígarettupakka. „Þeir trevsia mér ekki í svona mikilli blindni." „Hvað gerist ef þú dettur niður dauður, herra Lucas, eða ferð í lifstíðar- fangelsi?” „Brannigan veit hvar kassettan er." Hann starði á hendur sinar meðan hann velti þessu fyrir sér. Ég kveikti mér í sigarettu og beið. „Mér virðist L.A.-þátturinn ætla að verða erfiður," sagði hann. „Þér já, en ekki mér. Ég get séð um það. Ég get koniið mönnunt þinum inn i fjárhirsluna, en það er allt að þvi ógerlegt að komast undan með þýfið." Hann yppti öxlum. „Það er þinn hausverkur. herra Lucas. Ég myndi ætla að þú með þina sérfræðikunnáttu fyndir lausn í skiptum fyrir milljón dollara og öll sönnunar gögnin um sekt þina. sem ég hef undir höndum.” „Þannig að það á að neyða mig til að sjá um allt saman?" S. tbl. Vikan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.