Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 17

Vikan - 29.01.1981, Side 17
Framhaldssaga Sá hlœr best... undan með þýfið, læturðu þá myrða mig eins og þú lést myrða Marsh?" Klaus horfði rannsakandi á mig en svobrosti hann uppgerðarbrosi, „Mikið ertu tortrygginn, herra Lucas. Hverju stingurðu þá upp á?" „Ég get komið mönnum þínum inn og með svolitlum heilabrotum ætti ég að geta sagt þeim hvernig þeir komast aftur út." sagði ég. „en fyrst verðurðu að af- henda mér skuldabréf upp á tvö hundruð og fimmtíu þúsund dollara. Milljón dollarar er notaleg upphæð. en ég er sannfærður um að ég fæ hana ekki eftir að verknaðurinn hefur verið framinn og þvi erég reiðubúinn aðsætta mig við fjórðung hennar. Ef þú ert ekki tilbúinn að gera þetta læt ég reyna á það. Ég þarf að svara til saka fyrir morð sem ég framdi ekkiogþú færðenga hefnd. en þú verður kominn með Brannigan og lögregluna á hælana. Eftir sex daga kem ég til þín með áætlunina tilbúna: hvernig komast á inn i fjárhirslurnar og burt aftur með þýfið. Þá er komið að þér. Annaðhvort verða skuldabréfin til- búin handa mér eða ég tek ekki þátt i einu eða neinu." „Og hvernig á ég að vera viss um að þú hverfir ekki með upphæðina. herra Lucas?” „Ég geri það naumast meðan þú ert með Glendu sem gísl." Ég reis á fætur. „Hugleiddu þetta. Klukkan níu næsta fimmtudagskvöld bið ég eftir að Joe sæki mig til þín. Þá verð ég búinn að ganga frá minum hluta samkomulags- ins. Þú verður búinn aðsjá um þitt." Mér fannst ég hafa meiri stjórn á martröðinni þegar ég gekk út úr her- berginu og fram i anddyrið. Benny hallaði sér upp að vegg og stangaði úr tönnunum. Hann rétti úr sér þegar hann sá mig. Ég gekk framhjá honum. opnaði útidyrnar og gekk út i hlýja nóttina. Joe sat I bílnum og lék á munnhörp- una. Égsettist inn. „Éörunt nú. Joe." sagði ég. „og ekki spara hestöflin." Hann flissaði og setti bilinn í gang. Þegar ég gekk inn i skrifstofuna mína á mánudagsmorgni leit einkaritari minn, Mary Oldham. upp frá skrifborði sinu. „Góðan daginn, herra Lucas." „Sæl. Mary! Hvernig er pósturinn?" „Það er mikið af honum. Hann er á skrifborðinu þínu." Stutt þögn, svo sagði hún: „Þetta er hræðilegt með Thomson lögreglustjóra, finnst þér þaðekki?” Ég stansaði eins og ég hefði rekist á múrvegg. „Thomson?" Ég sneri mér við og horfði á hana. „Hvaðkom fyrir?” „Það var i útvarpinu. herra Lucas. Heyrðirðu þaðekki?" „Hvað kom fyrir?" Ég heyrði að rödd min var hvell. VID DJÓDUM YDUR LÍKAMSRÆKT Örvum — endurnýjunarmátt líkamans. Æfingar og slökun til viðnáms hrörnunar, viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Yógostöðin HEILSUDÓT, Hátúni 6 a, simi 27710. ✓ „Það var seint í gærkvöldi: ökumaður sem stakk af frá slysstað. Veslings maðurinn var á leiðinni i bílinn sinn þegar bíllinn ók á hann af ásettu ráði. Það eru þrjú vitni sem segja að billinn hafi farið upp á gangstéttina. Thomson lögreglustjóri gat engan veginn komist undan honum." Það næddi um mig köldu. „Er hann — er hann dáinn?" „Hann er þungt haldinn. Hannerá spítala. Það er sagt að ástandið sé alvar- legt.” Ég heyrði þurrlega rödd Klaus segja: Haföu ekki áhyggjur af lögreglustjóran- um. Eg sá fyrir að hann myndi valda okkur erfiðleikum og ég skal sjá um hann. Hann var sem sagt búinn að því. Ég stóð þarna og fann hvernig blóðið hvarf úr andliti mínu, en tók mig svo á. taut- aði að mér þætti þetta leitt og fór inn á skrifstofuna mina. Ég settist við skrif- borðið mitt. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að hugsa, áður en Bill Dixon kom inn. „Ég er á leiðinni til Érisco. Larry." sagði hann og setti skjalabunka á borðið mitt. „Meiri vinna handa þér. Lowson vill fá okkur til að sjá um skrifstofutæk- in fyrir sig. Það liggur á því eins og vana- lega. Hér eru allar nánari upplýsingar." Hann leit á mig. „Fengum við iánið frá Brannigan?” „Ég komst ekki til að hitta hann,” sagði ég, „en hann gerir það. Hafðu engar áhyggjur af því." Hann brosti breitt. „Þaðer þinn hausverkur." Hann leit á úrið sitt. „Ég verð að þjóta. Leiðinlegt með Thomson. Mér geðjaðist vel að honum. Hann var lögga af lífi og sál.” Ég kólnaði upp. „Ertu búinn að frétta meira? Ég heyrði ekki annað en að á hann hefði veriðekið." „Ég heyrði það í útvarpinu á leiðinni hingað." sagði Bill. „Hann dó fvrir hálf tíma. Það sem fer alveg með mig eru fífl- in þrjú sem sáu bílinn aka á hann og enginn þeirra náði bílnúmerinu eða einu sinni lýsingu á bílnum. FramK ,nœslab,aði 5. tbl. Vlkan X7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.