Vikan - 29.01.1981, Side 18
Höfundur: Magnús Gestsson Teikn.: Nanna Kristjana Skúladóttir
Vikan muna halda áfram aö hirta sögur úr
smásagnasamkeppninni, sem haldin var á
síðasta ári. Auk þeirra sagna. sem til verðlauna
unnu, hafa verið valdar nokkrar sögur í viðbót
til birtingar, og birtist sú fyrsta þeirra í þriðja
tölublaði þessa árs. Hér kemur önnur. Rétt er
að taka fram að röðun þessara smásagna er alls
ekki tilraun til gæðamats, heldur ræður kylfa
kasti um röðunina: sögurnar eru dregnar af'
handahófi úr bunkanum hverju sinni.
GENGI
Who is the third that
walks beside vou?
Wiiiiam Burroughs
Einhverstaðar í lævísu miðviku-
daxkvöldi þegar morgundagurinn getur
hæglega verið helgidagur eða fyrsti maí
sitja þrír félagar á kaffihúsi & sötra úr
fyrstu bollunum. Þeir þegja en annað
slagið berst þeim ómur af röddum stráx
& stelpu sem sitja hinum megin í salnum
& virðast una sér vel í aðsópandi munaði
veitinganna.
Tveir þeirra kunningjanna sitja
saman. Stjáni sem fékk sér kringlu með
kaffinu & Egill en hann gumsar tiu
sykurmolum í bollann án þess að hika.
Hvaðsem því liður er hann staðreynd &
leikur eða ekki það sem hann er. Sá
þriðji lætur sér nægja kaffið svart &
sykurlaust.
— Þetta er skíta kaffi en sykurinn
bætir þaðsegir Egill.
— Algert skólp en það er i lagi vegna
þess að hér höfum við þó frið fyrir
tónlistarglamri leggur hinn þriðji til mál-
anna.
— O sei sei já & það held ég svara
hinir tveir áhugalausir.
Við þessi orð fellur samtalið um sjálft
sig niður í bollana. Þcir hræra upp i
þeim en ekkert verður úr frekari sam-
ræðum. Þá hlæja þeir að vitleysunni.
Skyndilega vippar hinn þriðji fótun-
um upp í bekkinn & sker þögnina.
— lsland úr NATÓ. Herinn burt.
— Áfram ísland bætir Egill við.
— Kjarnorkusprcngjur NEI TAKK
segir Stjáni með þungri áherslu.
— Lifi óræktin.
— Ár trésins.
— Fínt. Flott. Tré ársins.
— Anarki.
— Kommúní.
— Sósjalí.
— Leppalúðar & finngálkn.
— Þjófabæli & ræningjasvæði.
— Lygamerðir & sakkarin.
— Frjáls verðmyndun.
— Verðmyndað frelsi.
— Gluggar.
— Hver drepur hvern?
— Kapítal. Kapital.
— Niður meðallt & alla.
—Taflfélag Reykjavíkur.
— I put a spell on you ’cause you’re
mine, segir ungi maðurinn við ungu
stúlkuna sem veit ekki hvað hún vill eða
vill ekki það sem hún veit að er. Samt
situr hún brosandi gegnt honum & er
góð með sig. Drottningarleg svipbrigði
hennar gefa allt & ekkert til kynna. Það
er eitthvað við hana. Eitthvað tryllt.
— Mér líkar við þig þó ég skilji þig
ekki til fulls. Kannski skilur maður
aldrei konu. Þú ert alltaf fjarri þarfnist
ég þín & berð fyrir þig fáránlegar afsak-
anir vilji ég hitta þig. Veistu . . . Ég vil
ekki vera bara einn af aðdáendum
þínum. Það má enginn vera nema ég. Þú
& ég. Ég elska þig. Sendu mig ekki inn í
nóttina.
— Ég vildi að ég væri hjá stelpunni
þarna hinum megin segir hinn þriðji &
dreymir þangað um stund. Um hvað
getum við annars talað? Ekki er hægt að
eyða tímanum i frasapíp. Við verðum að
kryfja málið til mergjar.
— Hver veit? Hver veit? En ég ætla
að ná í meira kaffi. Á ég að fá fyrir
ykkur líka segir Egill.
— Það er rangt af þér að vera eigin-
gjarn. Fólk á aldrei að vera afbrýðisamt
vegna þeirra sem þaðelskar.
Hann situr þögull með hönd undir
kinn & horfir á hana. Að lokum rýfur
hann þögnina. Hikandi i fyrstu en vex
svoásmegin.
— Jahá. Þú segir það. Þú ert ósann-
gjörn. Nærri þvi köld. Ég veit svei mér
ekki. Þaðer hægara sagt en gert að vera
ekki afbrýðisamur. Að minnsta kosti
hvað mig varðar & þú hefur verið óspör
á tilefnin. Hvernig er hægt að kynnast
konu sem er eins & flöktandi fiðrildi eða
strá i vindi? Þér þykir þetta kannski
brenglað. Sama er mér. Ég á kröfu i þig
hvort sem þér likar belur eða verr.
Hversvegna í anskotanum heldurðu að
ég hafi mætt i diskótekið helgina eftir að
ég kynntist þér fyrst? Eða var þetta allt
uppgerð hjá þér? Þykistuleikur? Plat? Ef
svo er legg ég til að þetta fjandans diskó
verði lagt í eyði.
— Kannski & þó. En þú ert ekkert
ósanngjarn við mig er það?
— Hvernig þá?
— Þú gætir boðið mér oftar út. Gefið
mér blóm eða hvaðsem er. Sýnt lit.
— Já það er kannski rétt en ...
— Þú verður að gera þér grein fyrir
þeim mun sem er á móðurást & ást konu
sem þú hittir á veginum.
— Hérna er kaffið segir Egill um leið
& hann kemur. Við hvað eruð þið svona
uppteknir? Segið ekki orð en starið út i
loftið eins & svefngenglar & þú þarna
nafnlausi. Hvað huxar þú?
— Hvað er annað hægt að gera á
svona kvöldi en dingla sér glápa & segja
ha & já & allt það rugl svarar hann.
— Eigum við að tala um afgreiðslu-
stúlkurnar stingur Stjáni upp á. Til
dæmis hvor er fallegri & hvort æskilegt
sé að þær noti tyggjó. Mér finnst það
bjánalegt. En ykkur?
— Sama er mér svarar Egill & kveikir
sér í sígrettu.
— Er ég ástfanginn spyr hinn þriðji.
— Heldurðu að við getum sagt þér
það.
— Mér er sama hvað hver segir en ég
elska hana. Kosti hennar & galla.
Vandinn er bara sá að ég verð að panta
hjá henni tima með löngum fyrirvara.
Sumar stelpur eru þannig. En mér finnst
hún hafa breyst undanfarið. Hún er ekki
eins innileg & i fyrstu. Kannski er þetta
aðeins andartaks hliðarspor til að sigrast
á einmanaleikanum.
— Heyrðu. Ég gæti best trúað að þú
sért farinn að örvænta um að þurfa að
eyða æfinni einn & konulaus. Sumir
virðast vera dæmdir til þess segir Egill.
— Bull. Það hafa ýmsir meiri
áhyggjur af þvi en ég. Annars er
furðulegt að allt þetta skuli gerast þegar
ég er að losna undan ýmsum þrúgandi
tengslum. Hún er allt sem huxast getur.
Mig dreymir hana stundum.
— Ef þú ætlar að kynnast þessari
stelpu nánar verður þú að vera bæði
frekur&ákveðinn.
— Þaðer örugglega rétt hjá þér.
— Jæja. Vorum við ekki að tala um
afgreiðslustelpumar. Þessi Ijóshærða er
nú dáfögur segir Stjáni.
— Hvað um þessa skolhærðu sem
situr þarna hinum megin spyr Egill hinn
þriðja líkt & hann gruni eitthvað. Við
Stjáni getum skipt þeirri ljóshærðu á
milli okkar.
— Ég tók eftir henni á undan þér segir
Stjáni.
— Farið þið i sjómann upp á þetta eða
sá sem er á undan getur boðið henni i
bió. Einn tveir þrír af stað.
— Haltu þér saman. Hvað myndir þú
gera ef þessi stelpa sem þú ert að röfla
um segði við þig: Ég get ekki hitt þig
oftar bless pundar Stjáni á hinn þriðja.
— Hvað ég myndi gera? Fara í fýlu
auðvitað & huxa málið. Hafa svo
samband við hana & biðja um skýringu.
Nú & ef við ákveðum að hittast aftur
má reyna endurtekninguna eða eitthvað
nýtt. Fari allt út um þúfur er líklega ekki
um annað að ræða en vona að maður
18 Vikan 5. tbl.