Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 22

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 22
Texti: Þórey Ljósm.: Ragnar Th M ikið er á sig lagt til að öðlast hina eftirsóttu líkamlegu fegurð. Hér fyrr á öldum þekktist það meðal heldra fólks að konur báru svokallaö belladonna í augun. Við það víkkuöu sjáöldrin og augun virtust stærri og fegurri. Sá var galli á gjöf Njarðar að um leið og sjáöldrin víkkuðu dapraðist sjón- in og konugreyin stauluðust um hálfblindar. En hvað gerði það til? Dæmi um hjálpartæki i sögu kvenlegrar fegurðar eru reyrð lífstykki, krínólín, tíu hæða hár- kollur, mjóir pinnahælar, þröngir skór og þannig má lengi telja. Flest þessi pyndingartól heyra fortíðinni til. Nýjasta tækni og vísindi hafa á hinn bóginn haft sín áhrif á þessu sviði sem öðrum. Snyrtistofurnar eru sem óðast að vígbúast nýjustu rafmagnstækjum í viðureigninni við óvini fegurðarinnar. Eitt slíkra tækja er svonefnd djúp hreinsivél. Hún hefur verið í notkun erlendis um nokkurt skeið en hefur litið sem ekkert verið kynnt hérlendis. Eins og nafnið bendir til er tækinu beitt við hreinsun húðar. Við hreins- unina er notaður galvanískur rafstraumur. í stuttu máli er aðferðin sú að á húðina er borin basísk lausn. Eigandi húðarinnar heldur á jákvæðu rafskauti en neikvætt rafskaut (það virka) er borið við húðina. Straumurinn þrengir lausninni djúpt ofan í húðina. (basíska lausnin dregst að jákvæða rafskautinu). Blóðrás örvast og húðop víkka. Hreins- unin er tvíþætt. Annars vegar virkar basíska lausnin eins og sápa í fljótandi formi. Hún losar um og mýkir fituna sem oft situr þykk og hörðnuð í húöopunum og skolar henni út. Hins vegar auðveldar þetta venjulega hreins- un með efnum og „kreistingu". Að hreinsun lokinni er skipt um virkt rafskaut. Gagnverkandi straumur dregur saman húðop og letur blóðrás. Þessi aöferð hentar bæði þurri og feitri húð. Kostirnir eru þeir að húðin opnast miklu betur en með nokkurri annarri aðferð. Hreinsiefni og næring ná þannig dýpra inri í húðina. Þroti og roði í húð að lokinni hreinsun er hverf- andi. Aðferðin er algjörlega sársauka- og hættulaus. Galvaniskur rafstraumur og hátíðnibylgjur eru einnig notaðar í því skyni að auðvelda næringu og mýkjandi efnum leið inn í húðina Húðin er síöan nudduö eins og í venjulegu andlitsbaði og loks settur mýkjandi maski á húöina. Þessi meðferð hjálpar húðinni að halda betur sinum náttúrlega raka og mýkir hana, en þurr húð er einmitt eitt al- igengasta húövandamál hér á landi. Nauðsynlegt er að taka Hér gefur afl Hta Kötka Ólafsdóttur fyrir og aftir afl gerviaugnhérin voru þrndd ó. Augnahéra ésetning kostar 11&-130 kr. hjé snyrtistofunni Ásýnd og endist 4-6 vikur. Tæknin í þjón- ustu fegurðar 22 Vikan 5. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.