Vikan


Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 28

Vikan - 29.01.1981, Qupperneq 28
landsmanna undantekningar- laust, og skuli hinn mikli fjöldi fátæklinga á hverjum stað nákvæmlega athugast og skrá- setjast." Þeir Árni og Páll sendu svo í október 1702 öllum sýslu- mönnum bréf um töku mann- talsins. Gáfu þeir nákværn fyrir- mæli og varð það almennt manntal, sem náði til allra landsmanna án undan- tekningar. Hver nraður var talinn sérstaklega rneð nafni og öðrum einkennum. Mannfjöldinn á öllu landinu reyndist vera 50.358. Manntalsgögnin frá 1703 hafa varðveist svo vel að ekki vantar einn einasta hrepp. Gögnin virðast fálækleg í samanburði við manntöl nútím- ans. þau rúmast í einum pakka sem vegur þrjú og hálft kíló. „Það voru ekki til nein prentuð evðublöð þá til þess að útfylla. svo að hver hafði þann hátt á því. sem honum sýndist. hvernig skýrslan var skrifuð.” segir Þorsteinn Þorsteinsson í formála að Manntali á íslandi 1703. Hreppstjórar sáu um skráningu í sínum hrepp og venjulega voru allir íbúar hreppsins skráðir á örfáum smáblöðum. í Grímsstaðaannál er sagt frá fyrirskipunum Árna og Páls um manntalið og sagt að uppskrifaðir skyldu meðal annars „húsgangskarlar og kerlingar. samt ogsvo land hlauparar og þjófar”. Lýkur frásögninni af manntalinu með þeirri athugasemd. að „þá var pappír dýr í sveitum viöa. er öllu þessu var aflokið”. Vandlega undirbúið Manntalið sem núna fer fram er að ýmsu leyti ólíkt því sem gert var 1960. Þá fóru teljararnir í hvert hús og skráðu sjálfir allar upplýsingar um íbúana. Þurftu teljararnir að handskrifa sjálfir allar upplýsingar urn íbúa. Notað var eitt eyðublað fyrir hvert hús og þar sem upplýsingar voru skráðar af' teljurum gefur augaleið að eyðublöðin voru allfyrirferðarmikil. Núna eru evðublöðin mun handhægari og að mestu fyllt út með því að krossa í þar til gerða reiti. Manntalið 1981 hefur verið vandlega undirbúið. Guðni Baldursson bjá Hagstofu íslands hefur borið hitann og þungann af öllu undirbúnings- starfinu. Hann hefur frá 1973 átt sæti í samnorrænni nefnd, „Nordisk udvalg for befolkningsstatistik”, og er manntalið í ár unnið nreð hliðsjón af reynslu á Norður- löndum. Efnahags- og félagsmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna gefur á tíu ára fresti út „meginreglur og tillögur um gerð manntals og íbúðaskrár” og segir Guðni að höfð hafi verið hliðsjón af þeim tillögum. Spurningarnar á manntalseyðu- blöðunum miðast því að miklu leyti við að hægt sé að gera alþjóðlegan samanburð þegar niðurstöður liggja fyrir. Guðni Baldursson hefur unnið samfellt að undirbúningi manntalsins frá síðasta hausti. Guðni hannaði ásamt öðrum eyðublöðin sem notuð verða og segir að með aðstoð félagsvísindadeildar Háskóla íslands hafi verið gerð sérstök könnun til að fullhanna eyðu- blöðin. Dugir þessi ítarlegi undir- búningur? „Það stendur allt og fellur með samvinnu almennings,” segir Gunnar Eydal. „Ég vonast til þess að menn hafi áhuga á manntalinu og sýni teljurum skilning. Samvinna almennings er for- senda þess að manntalið takist.” Rétt er að geta þess að hverjum einstaklingi fæddunt 1968 eða fyrr er lögum samkvæmt skylt að svara öllum spurningum teljaranna. í þriðju grein manntalslaganna segir: „Hver maður er skyldur til að sjá svo um, að hann sé skráður á manntal, og til að láta í té allar þær upplýsingar unr sig, sem skýrslueyðublöð segja til unt.” Algjört trúnaðarmál „Öll þau 30 ár sem ég hef starfað á Hagstofunni hefur ekki komið fram ein einasta umkvörtun um að Hagstofan léti öðrum I té persónubundnar upplýsingar. Ég minnist ekki eins einasta þess háttar tilfellis,” segir Klemens Tryggvason hagstofustjóri. Eitthvað hefur borið á því " að menn óttist að þær upplýsingar sem þeir gefa i manntalinu kunni að verða notaðar gegn þeim af öðrunr ríkis- eða bæjarstofnunum. En allir þeir sem rætt var við vegna manntalsins leggja þunga áherslu á að persónubundnar upplýsingar verði ekki afhentar neinum, hvorki einstaklingum né stofnunum. Trúnaður við einstaklinga er reyndar lögbundinn í manntals- lögunum, en þar segir í 9. 28 Vikan S.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.