Vikan


Vikan - 29.01.1981, Page 36

Vikan - 29.01.1981, Page 36
 Fimm mínútur með Willy Breinholst Skynsamlegar ráðstafanir Það er virðingarvert þegar ungt fólk er fyrirhyggjusamt. Það láist ungu fólki oft nú á dögum. Þetta á þó ekki við Henrik, þann sem þessi saga fjallar um. Hann sá það í hendi sér að ekki var mikil framtíð í þessu dauðleiðinlega, ótrúlega vanmetna skrifstofustarfi sem hann var í og sem hann hafði verið dæmdur til að halda áfram um ófyrirsjáanlega framtíð ef hann hefði ekki tekið í taumana og gert ýmsar ráðstafanir sem gátu breytt stöðu hans verulega. En það var einmitt það sem hann gerði og við færum okkur aftur í tímann til þeirrar stund- ar þegar einkaritari Multi- bergs, forstjóra stóra iðn- fyrirtækisins, lokar dyrum einkaskrifstofunnar á eftir Henriki. Iðnjöfurinn leit upp og pírði augun á Henrik. — Hana, réttið úr yður! skipaði hann hvössum rómi. Hann var gömul stríðskempa og það loddi alltaf eitthvað hermannlegt í fasi hans frá þvi í gamla daga. Henrik stillti sér upp í réttstöðu til að gefa til kynna að hann hefði meðtekið boðin. — Nafn? hélt iðnjöfurinn áfram stuttur í spuna. — Henrik . . . Henrik Andersen. — Aldur? — 24. — Staða? — Skrifstofublók. — Hvar? — Hjá þessu fyrirtæki. Ég vinn í rekstrardeildinni. — Þér komið hér og ónáðið mig og segist vera í áríðandi erindagerðum. Út með það! En í öllum bænum verið stutt- orður. -Hvað er yður á höndum? Henrik kom einu skrefi nær. — Ég vildi gjarnan biðja for- stjórann um hönd dóttur hans! Multiberg iðnjöfur rauk upp úr sæti sínu. — Hvað meinið þér, maður? Kvænast dóttur minni? Eruð þér bandsjóðandi bullhvínandi vitlaus, maður minn? Hvaða framtíðarmögu- leika eigið þér? Henrik sté einu skrefi nær. — Ja, sem stendur er ég reyndar aðeins venjuleg skrif- stofublók en ég hef góða von um að komast í góða stöðu hér i fyrirtækinu á methraða. Þökk sé ýmsum ráðstöfunum sem ég hef gert, get ég treyst þvi að eiga örugga framtið fyrir hönd- um í starfi mínu, og frama sem er utan og ofan við björtustu vonir manns. Eg á von á að verða boðin staða aðstoðarfor- stjóra þegar herra Eriksson gerist forstjóri útibúsins í Hong Kong. Multiberg forstjóri vissi varla hvað hann átti að segja. Andartak sat hann og klóraði sér í hökuskarðinu með gullsjálfblekungnum sínum — til að vinna tima. í sannleika sagt! Hvílík óskammfeilni, það varð að minnsta kosti ekki af ungu kynslóðinni skafið. — Aðstoðarforstjóri! sagði hann, ekki nema það þó. Ég hef aldrei á ævinni heyrt annað eins. Að koma hingað og bjóða Stjörnuspá llnilurimi 2l.mar\ 20.a iril Þér.verður falið að gera meira en þú ættir að taka að þér á næstunni. Þess vegna væri hyggi legt fyrir þig að reyna að Ijúka sem flestu nú, þvi hætt er við að þú takir flest að þér. Nákominn ættingi fjar lægist þig nokkuð. Ovænt atvik valda þvi að þú þarft að endur- skipuleggja áætlanir þínar að verulegu leyti. Reyndu að stilla þig um að vera fljótfær, eins og vogum hættir til. Sam vinna getur verið til góðs ef þú velur þér rétt samstarfsfólk. N.-iuliA 21.npríl 2l.m;ii Þú hefur fengið margar nýjar hugmyndir að undanförnu. Hins vegar hefur þú ekki fengið tækifæri til að nýta þær sem skyldi. Þú ættir á hinn bóginn að halda öllu góðu um sinn þó þinir nánustu reyni nokkuð á þig. Sponlilrckinn 24.okl. 2.Vnó\. Þú verður fyrir gagnrýni úr óvæntri átt. Þó þú finnir að hún er að hluta mjög ósann- gjörn eru viss atriði sem þú ættir að gefa nánari gaum. Félagslif verður blómlegra i kringum þig þessa viku en oft áður og þú kannt því vel. T\ihur;irnir 22.mai 2l.júni Eitthvað sem þér þykir miður skemmtilegt verður rifjað upp að þér viðstöddum fljótlega. Miklu varðar að þú skiljir að þetta mál kemur þér ekkert við. því of mikið kjaftæði getur komið öðrum I koll. Hoijmtióuriim 24.nó\. 21.dcs Þér er Ijúft að axla þá ábyrgð sem þér er ætluð. Ferskar hugmyndir og skemmtilegur félags- skapur mun setja óvenju skemmtilegan svip á þessa viku. Hætt er við að þú gleymir skilaboðum. kr.'hhinn 22.júni 2.4. juli Smávægileg óþægindi og tafir munu fara mjög i taugarnar á þér þessa viku. Þessi afstaða plánetanna verður ekki lengi og ólíklegt að þú verðir hrakfallabálkur til lengri tinia. Breytingar á högum þínum verða állar til góðs. Sicinöcilin 22.dcs. 20. jan. Þú þarft að taka á honum stóra þinunt til að reiðast ekki illa. Hyggilegast er að reyna að stilla reiðina þvi að nokkru leyti getur verið um misskilning að ræða Reyndu að afla þér upplýsinga og leiðrétta allt sem miður fer. I. jónii') 24. juIi 24. ;igú*t Sumir þeir sem þú hefur mest saman við að sælda munu snúa við þér baki vegna ósann- gjarns söguburðar ef þú ert ekki vel á verði. Þér er alveg óhætt að segja sannleikann því hann skaðar þig ekkert. \;ilnshcrinn 21.j;an. I*>.fchr. Þó þessi vika geti orðið tíðindasnauðá yfirborð inu má vera að hún verði þér hugstæðsiðar. Ákvarðanir sem varða allt lífið kunna að verða teknar. Þú ættir að fara varlega í samskiptum við eldra fólk og einnig það sem er mjög ungt. \lc> jan 24-;ál*úsl 2.Vscpl. ÝmÍ9legt hefur gengið þér i haginn að undan- förnu og ef þú vinnur vel að málum er liklegt að svo verði áfram. Hins vegar þarft þú að hafa meira fyrir þvi en áður. Nýtt fólk kemur til með að hafa mikil áhrif á þig. Fiskarnir 20.fcbr. 20.mars Þreyta og óþolinmæði setja svip sinn á þessa viku. Þú munt finna eitthvað sem.: getur orðið þér til mikils happs I fjármálum. í einkalífinu skaltu gera sem minnst því hætta er á vixlspori og betri tirnar eru mjög skammtundan. 36 Víkan 5. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.