Vikan


Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 39

Vikan - 29.01.1981, Blaðsíða 39
Þjóðlífsmynd Kirkjur innanfjalls, þœr sem kristnir gerðu á 11. öld, eru margar fagurlega skreyttar og gefa ekkert eftir þeim kirkjum sem veðrast undir beru lofti. sem við erum stödd í. liggja garigar í allar áttir. Við förum eftir löngum, þröngum gangi sem liggur niður á við, hann er i mesta lagi metra hár. Eftir ganginum liggja op inn til margra hella. Niðri á næstu hæð skoðum við okkur vel um. I einum hellinum af öðrum gefur að lita smáíbúðir með stærri og niinni herbergjum. barnaherbergi. svefn herbergi, eldhúsi og búri. Allir veggir og brúnir eru ávalar. allt mjög skipulags- laust. Gangarnir eru krókóttir og hallandi. smástigar upp og niður. Gluggar eru milli herbergjanna i hellunum. Það er furðulegt að þessir höggnu hellar í sandsteinafjallinu skuli ekki falla saman undan sínum eigin þunga. Veggir og gólf eru ofurþunn og fjallið grafið í sundur til hins ýtrasta. Burðarveggur undir hverju gólfi Nánari rannsókn sýnir að það sem virðist skipulagslaust með öllu er i raun og veru vandlega hugsað. Undir hverju gólfi er burðarveggur. Það er fátt um húsgögn. Hillur og gevmslurými er höggvið inn i veggina. í nokkrum hellum gefur að líta borð og bekki, úr sandsteini. Stór vínker úr leir og hlaða af mottum. Enga menn er að sjá. Á suntrin kýs fólk aðbúa í hellununv i fjallveggjunum. segir leiðsögu- maðurinn. Fimmtíu íbúðir á hverri hæð Að lokum komumst við undir bert loft. Við nemum staðar á klettaþrepi. tíu metra yfir jörð. Fyrir framan er breitt gildrag sem greinist inn á milli fjallanna. Jörðin fyrir neðan okkur er græn, tré og ávaxtagarðar. Hlíð fjallsins er full af hellismunnum. Konur sópa eða úrsteina apríkósur sem þær þurrka í sólskininu. — Hve marga hella er að finna i fjallinu? — Það eru tíu hæðir. segir leiðsögu- maðurinn okkur. Á hverri hæð eru að minnsta kosti fimmtíu ibúðir og þar að auki rúmgóðar geymslur, eldhús og samkomusalir. Forðum daga bjuggu yfir tíu þúsund manns hér í fjallinu, en nú eru ekki eftir nema nokkur hundruð. — Nú verðég að hypja mig og fara að vinna. heldur hann áfram. Þið getið reikað hér um i trjágörðunum. en farið ekki ein inn í hellana. Þið getið villst og það er ekki öruggt að við finnum ykkur fvrren þiðeruðdauðúr hungri. Dúfnaskítur gefur góða uppskeru Við förum í kaðalstiga niður á jörð og tökum að virða fyrir okkur gróður blettina. Við göngum fram hjá skákum, þar sem ræktaðar eru melónur. víndrúfur. ábergínur, laukar og tómatar og nær okkur eru fáein apríkósutré. Nokkrir karlar og konur tina berin í körfur. Þegar við erum alveg að þeirn komin kallar eitt af þeim til okkar. — Gætið ykkar á gryfjunni þarna, segir Fwat. Hún er hundrað metra djúp, segir maðurinn sem hafði varað okkur við. Hún er loftræstingin okkar. Þegar við höfunt etiö okkur mett af aprikósum höldum viðgöngunni áfram. Við förum framhjá gróðurreitunum og lendum i þröngri geil. Allt í einu flýgur upp sveimur af villidúfum, hræddar við okkur innrásarmennina. Fjallveggirnir eru fullir af úthöggnum dúfnaholum. Eins og þjóðsaga — þó sönn Á leiðinni aftur til hellanna sjáum við nokkra gamla öldunga sitja á steinbekk. Við setjumst hjá þeim og þeir bjóða okkur heimatilbúnar sígarettur. — Guð blessi ykkur, langferðagestir. segir öldungurinn sem hefur hvítast skeggið. Ég vona að þið kunnið við ykkur hérna. — Okkur getur ekki liðið betur, svörum við, en við eigum erfitt með að trúa okkar eigin augum. Hvers vegna búið þið hérna i felum í fjallinu? — Góðir bræður, að baki því er mjög löng saga. Það liðu margar klukkustundir áður en hann hafði lokið sögu sinni. Það var frásaga full af spennu, um stríð og hömungar og frábærar hetjudáðir. Til þess að gera langa sögu stutta skal skýrt frá stóru dráttunum i frásögn hans. 5. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.