Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 51

Vikan - 29.01.1981, Side 51
Draumar Þrjú egg og gifting Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig tvo eftirfarandi drauma sem ég vona að þú getir ráðið fyrir tnig. Hér kemur sá fyrri: Mér fannst ég standa við hátt borð og á því lágu þrjú egg sem mér fannst ég eiga. Tvö þeirra voru sérlega falleg, hvít og slétt. en það þriðja var stærra, allt hrukkótt og útmakað af hænsnaskít. Mér fannst ég legg/a Ijóta eggið til hliðar því ég vildi það ekki, það var svo Ijótt. Mér fannst ég taka annað fallega eggið og brjóta það. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum því það innihélt bara hvítuna. Eg tók hitt og það fór á sömu leið, eingöngu hvítan. Ég var lengi að hugsa mig um þar til ég tók Ijóta eggið og braut það. bar í voru þrjár fallegar eggja- rauður og ég man að ég varö mjög hissa. Hinn draumurinn var þannig: Mér fannst ég standa fyrir framan stóran sérlega fallegan spegil I útskornum ramma og ég var I brúðarkjól. Kjóllinn var hvítur og ég hafði aldrei séð svona fallegan kjól, allan I blúndum, og ég var með langt slör. Það stóðu þrjár saumakonur I kringum mig og voru að laga kjólinn, mæla slörið upp og gera hann sem fallegastan. Maðurinn sem ég átti að giftast var enginn annar en Kristján Eldjárn! Mér fannst þetta fáránleg tilhugsun. Klér fannst hann vera svo valdamikill um allan heim og þar að auki svona miklu eldri en ég. (Eg er rétt 21 árs.) Mér fannst ég líta I spegilinn og fara að snökta. Þá fannst mér móðir mín (Á) leggja handlegg- inn á öxl mér og segja að þetta yrði allt I lagi. 1 því er stór útskorin hurð opnuð og Kristján gengur inn. Mér fannst hann vera dökkur I andliti með stóran hvítan blett á neftnu. Eg fór að hágráta og þá rétti hann mér fallegan blómvönd. Eg vaknaði hágrát- andi. Með fyrirfram þökk. ÁSA Báðir draumarnir eru skemmti- lega skýrir og táknrænir þó erfitt geti verið að segja um hvað þeir boða nákvæmlega. Að dreyma egg er yfirleitt alltaf fyrir ein- hverju í sambandi við ástamál, vini eða fjölskyldu, sumir segja þó fyrir peningum. Heil og óskemmd egg eru talin fyrir góðu en fúl egg fyrir fölskum vinum. Fallegu eggin tvö eru fyrir vonbrigðum, hið þriðja og ljóta merkir uppfyllingu óska þinna. Ekki treystir draum- ráðandi sér til að segja af um hvort eggin tákni ástarsambönd en þó er það ekki ólíklegt. 1 þessum draumi felst ábending til þín um að ekki sé allt sem sýnist og ber þér að fara varlega i dómum þínum um aðra. Nokkuð svipað felst í seinni draumnum, það er ábending ti) þín um að flana ekki að neinu og að oft fer öðruvísi en ætlað er. Bæði spegillinn og hurðin tákna ókomna tíð. Grátur í draumi er alltaf fyrir góðu. Brúðkaupið sem bíður þín í draumnum svo og hinn sérstæði brúðgumi boða að þú standir brátt á tímamótum í lífi þínu og þurfir að taka ákvörðun um eitthvað sem leggur þér ábyrgð á herðar en færir þér engu að' síður mikla gæfu. Blómvöndurinn er gæfu- merki, en sem fyrr sagði er ekki hægt að segja hvort þetta á við ástamálin eða eitthvað annað. Ljúfur draumur Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráðafyrir mig draum sem mig dreymdi nýlega og er á þessa leið. Mér fannst vera kvöld og klukkan vera svona milli 9 og 10. Eg vissi að strákur (ég kalla hann X) sem ég þekki og er pínulítið hrifin afvarað vinna. Hann vinnur I trésmiðju. Eg fékk lánaðan bílinn hjá pabba og fór út. Eg stoppaði fyrir utan sjoppu og fór inn (I rauninni er engin sjoppa þarna). Eg keypti mér gos- flöskur og fór svo út. Þegar ég kom út sá ég að það var búið að leggja vörubíl fyrir aftan mig. Þessi bíll var frá trésmiðj- unni sem X vinnur I og var hlaðinn timbri. Eg var að furða mig á hvers vegna ég sá hann ekki. Það var pottþétt að hann væri á bílnum þó ég hefði ekki séð hann. Þegar ég kom inn I bílinn var X þar og hafði falið sig þar til að koma mér á óvart. Hann var I mjög góðu skapi og virtist vera glaður vflr að sjá mig. Sjálf var ég ofsalega ánægð en það var eins og ég væri hálftreg tilað sýna það. X bað mig að keyra sig niður I vinnu. Eg var ekkert hissa þó hann væri að biðja mig um far þó hann væri sjálfur á bíl. Þegar við komum I smiðjuna kvssti X mig ogspurði hvort ég nennti að keyra hann heim. Mér fannst það sjálfsagt og X œtlaði aðeins að hlaupa inn og áður en hann fór út sagði hann að ég væri perla. Eg beið á meðan og var ofsalega glöð yflr því sem hann sagði en var samt að pæla í hvort hann meinti þetta. X kom út og með honum þrír menn sem hann bað mig að keyra heim líka. Mér sárnaði því nú hélt ég að hann væri bara að notfæra sér mig til að keyra þá heim en trúði því samt varla því hann var svo innilegur þegar hann talaði við mig og viðmót hans hafði ekki breyst frá því fyrst. Ég keyrði einn mannanna heim. Mér fannst einhvern veginn að við X værum bara tvö I bílnum jafnve! þó hinir væru þar ennþá. Ef það skiptir einhverju máli þá bað X um að vera keyrður síðastur heim. Með þökk fyrir ráðninguna og ágætt blað. S. N. Þetta er allljúfur draumur og ekki laust við að hann beri vott um óskhyggju. Draumar af þessu tagi eru oft lítt marktækir vegna þess hve nátengdir þeir eru hugsunum í vökunni og eru nánast dagdraumar. Á hinn bóginn má segja það að bjart er yfir þessum draumi og ekki óliklegt að þú og strákurinn X eigið eftir að hafa sitthvað af hvort öðru að segja í náinni framtíð. Skop He.vrðu elskan, það er spurt eftir Jósep Sveinssyni. Ert þú hann? Ég veit að þú lætur mig fá riflega eyðslupeninga Siggi. En þú vinnur svo mikið aftur I póker . . . 5. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.