Vikan


Vikan - 29.01.1981, Side 62

Vikan - 29.01.1981, Side 62
Er aö skrifa bók Kæri Póstur. Þannig er mál með vexti að ég er að skrifa bók en vanda- málið er hvað ég á að gera við hana. Mig langar að lála gefa hana út eða að minnsta kosti fá einhvern til aö IIta á hana. Hvert á ég að leita? Ég vil skrifa undir dulnefni. Þú gætir nú. Póstur góður. kannski birt auglýsingu og ef einhver bóka- Leiðrétting: í 2. tbl. þessa árs er sagt frá lögregluþjónum sem voru að Ijúka fyrri áfanga lögreglu- skólans. Eitt nafn var þar mishermt. Maðurinn hér í ræðustólnum heitir Reynir Ragnarsson. og er frá Vík í Mýrdal, eins og áður er getið. Við biðjum hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting: útgefandi hefði áhuga á því að kíkja á söguna látið hann hafa nafn mitt og heimUisfang. Ég er 13 ára. Ekki segja mér að bíða þar til ég verði eldri. Og svo kemur hin sígilda spurning: Hvað lestu úr skriftinni? Ein sem langar að verða rithöfundur Bókaútgefendur eru yfirleitt önnum kafnir og alls ekki víst hvort þeir fást til að lesa eitthvað sem þeir hafa ekki fyrirfram hugmynd um hvað er. Sennilega væri best fyrir þig að velja nokkra þeirra úr (til dæmis eftir símaskránni) og senda þeim bréf, þar sem þú skýrir frá fyrirætlunum þínum og efni sögunnar í stórum dráttum og spyrð hvort þeir myndu hugsanlega vilja sinna þér. Annars hlýtur þú að geta fundið einhvern ráðgjafa heima hjá þér eða i grenndinni, til dæmis einhvern kennarann í skólanum. Kennarar eru oft hjálplegri og vinsamlegri en margan nemandann grunar. En þú ættir að endurskoða þá ákvörðun þína að vilja skrifa undir dulnefni. Þau duttu úr tísku fyrir mörgum árum. Þá endurskoðun að minnsta kosti ættir þú alls ekki að bíða með þangað til þú verður eldri. Skriftin þín segir mér að þú sért drjúg með þig en reynir að bæla það niður eftir bestu getu. Þú veist sjálf hvað þú ert klár og sniðug en reynir að segja það ekki beint heldur láta öðrum eftir að uppgötva það. Þú ert stíflynd og ákveðin og mátt passa þig á að verða ekki skass með aldrinum. Ein í vanda Kæri Póstur! Ég er hérna I vandræðum. Ég er voðalega hrifm af strák sem er svolítið eldri en ég. Þannig er mál með vexti að það var á diskóteki I skólanum í hausl að ég fór til stráksins og bauð honum upp og hann sagði já. Svo hef ég oft verið að revna við hann I frímínút- um. Hann vill alveg hlusta á en hann fer bara svo voöalega hjá sér. Ég hef oft farið til hans á kvöldin. Én hann bara fer svo í 1. tbl. 1981 birtist uppskrift að svefnpoka í barnavagninn. Svo óheppilega vildi til að mynsturteikning féll niður og birtist hún hér með. Við biðjumst innilega afsökunar. hjá sér. Hvað á ég að gera? Eg vona að Helga sé södd og líka þó þetta bréf verði birt. Bæ. bæ. Ein á R. Pósturinn telur Ijóst mál að strákurinn er eitthvað veikur fyrir þér fyrst að hann fer svona hjá sér. Það eina sem þú getur gert í málinu að svo stöddu er að halda áfram að reyna við hann. Þú verður að sýna honum fyllstu nærgætni svo að hann verði ekki hreinlega hræddur við þig og hlaupi burt. En vertu samt ákveðin. Honum líður sjálfsagt mjög illa út af því hve hann er feiminn og þiggur örugglega hjálpina ef þú ferð fínt í sakirnar. Unglingabólurn- ar, kvikmynda- gerð og Bo Derek Kæri Póstur! Þú þarft ekki að birta þetta bréf I dálkinum þínum í Vikunni, en viltu vera svo vænn að svara þessu bréfi. Og hér koma spurningarnar. 1. Hvernig fer ég að því að losna við unglingabólurnar á enninu? Eg get ekki hætt að kroppa I þær. Ég get alls ekki greitt hárið frá enninu til að láta sólina skína á bólurnar. 2. Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig maður fer að því að skrifa handrit að kvikmynd? Gerðu það eins nákvæmlega og þú getur. Ef þú getur þetta ekki. getur þú þá bent mér á einhvern mann hér á íslandi sem getur frætt mig um þetta? 3. Éru einhverjar bœkur til á íslensku fyrir ferðamenn um Kaliforníu og Kentucky? Ef þær eru til, hvaða heita þær og hvar fást þær? 4. Getið þið á Vikunni ekki fækkað framhaldssögunum og smásögum en I staðinn haft þætti um frægt fólk, t.d. Sophiu Loren, Roger Moore, Barböru Bach, Bo Derek. Burt Reynolds, Marilyn Monroe og fleiri. Þakka þérfvrir. H P.S. Hvenær fæddist Bo Derek? Er hættulegt að þvo hárið á hverjum degi ef maður notar milt sjampó? Unglingabólurnar leiðinlegu eru mörgum vandamál. Yfirleitt er þetta aðeins tímabundið og lag- ast með árunum. Mikilvægt er að hreinsa húðina vel. í snyrti- vöru- og lyfjabúðum fást ýmis efni sem ætlað er að bera á bólur og feita húð. Vertu óhræddur við að leita þar upplýsinga. Mataræðið skiptir einnig miklu máli í þessum efnum. Þeir sem þjást af bólum ættu að forðast feitan mat, kökur, sælgæti og gosdrykki (að minnsta kosti neyta jxssa í hófi). Forðast ber eftir megni að kreista bólurnar með eigin höndum en ef þess gerist þörf er ágætt að fara á snyrtistofu (þangað leita bæði konur og karlar). Vendu þig af því að kroppa bólurnar sí og æ. Það gerir illt verra og getur skilið eftir sig ör. Þvi miður hefur Pósturinn fremur litla reynslu í samningu kvikmyndahandrita. Til þess að geta samið nothæft handrit þarf maður nokkra þekkingu á möguleikum kvikmyndavélar- innar og skilning á hinum ýmsu sviðum kvikmyndagerðar. Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur í samráði við grunnskólana í borginni boðið upp á námskeið í kvikmyndagerð. Athugaðu hvort þannig námskeið stendur til boða í þínum skóla. Hér á landi eru margir ágætir kvikmyndagerðarmenn sem ef til vill gætu gefið þér upplýsing- ar, til dæmis Ágúst Guðmunds- son, Hrafn Gunnlaugsson. Þorsteinn Jónsson og fleiri. Ekki þorir Pósturinn að lofa neinu en líklega skaðar ekkert að reyna að ná tali af þeim. Ekki er um auðugan garð að gresja hvað snertir bækur á íslensku um Bandaríkin. „Á langferðaleiðum” eftir Guðmund Daníelsson kom út 1947 og „Bandaríkin — Land og lýður” kom út á vegum Menningarsjóðs 1954. Báðar þessar bækur eru til á Borgar- bókasafninu í Reykjavík. Það eru nú skiptar skoðanir um það eins og annað hvort fækka eigi framhaldssögum og 62 Víkan 5. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.