Vikan


Vikan - 29.10.1981, Qupperneq 10

Vikan - 29.10.1981, Qupperneq 10
Texti: Guðfinna Eydal t V v SH° Skólamál hafa verið talsvert til umræðu á undanförnum mánuðum. Menn hafa meðal annars rætt um skóla- starfið og mikilvægi þess að foreldrar kynntust sem best hvernig lífi barna i skólum sé háttað. Það má fagna því að skólamenn reyni að kynna foreldrum vinnustað barna sinna þar sem mikill hluti af lífi barna eftir sex ára aldur fer einmitt fram innan veggja skólans. Líðan barna í skóla og reynsla þeirra af skólastarfi hefur oft úrslitaáhrif á framtið bama og hvemig þeim vegnar I lífinu. Margir öðlast jákvæða reynslu af skóla en margir fá einnig neikvæða afstöðu til alls sem heitir skóli. Slík neikvæð viðhorf geta erfst frá foreldrum til barna og endurtekið sig kynslóð eftir kynslóð. Margir reyna sína fyrstu ósigra I skóla, bæði I námi og félagslega. Oft hefur sú gagnrýni komið fram að aðal- áherslan I skólastarfi sé á námslega þátt- inn en andlegri liðan og félagslegri aðlögun sé ekki nægjanlega sinnt. Vitað er að margir nemendur eru beittir andlegu ofbeldi af hendi félaga sinna. Þeir nemendur sem verða fyrir slíku eru oft mjög neikvæðir gagnvart skóla og foreldrar þeirra eiga einnig oft erfitt með að skilja af hverju hræðsla og neikvæði barnanna stafar. 0 Hvað er ofbeldi barna? Allir kannast við að sumum börnum er strítt í skóla. Sum eru lögð í einelti og jafnvel barin af skólafélögum. Sum börn eyðileggja gjaman hluti eða föt fyrir skólafélögum sínum. Orð eins og stríðni hefur oft verið notað yfir margs konar afbrigðilega hegðun. Margar erlendar þjóðir hafa hins vegar ákveðið orð yfir börn sem ráðast að öðrum börnum og eru enska orðið „mob" eða skandi- navíska orðið „mobbing” þekktust. Þessi orð geta merkt að hópur safnist saman um eitthvað sem hann á sameiginlegt, eins og að ráðast að einhverjum ákveðnum einstaklingi. Árásin þarf hins vegar ekki að vera framkvæmd af hóp, eitt eða tvö börn geta lagt barn I einelti. Andlegar og líkamlegar misþyrmingar á meðal barna hafa verið mönnum mikið áhyggjuefni þar sem þær virðast hafa aukist á síðastliðnum árum. Viða um hinn vestræna heim eru framkvæmdar rannsóknir á þessum fyrirbærum til þess að reyna að hjálpa þeim einstaklingum sem hlut eiga að máli og komast að þvi í hverju vandinn liggur. Orsakir ofbeldis Dan Olweus, prófessor i sálarfræði I Bergen, hefur gert víðtækar rannsóknir á ofbeldi barna í skólum. Nefnd verða nokkur atriði sem hann hefur bent á I þessu sambandi. Stærð skóla virðist ekki hafa mikil áhrif á hvort börn ráðast hvert á annað. Börn með sérstakt útlit, til dæmis feit börn, rauðhærð börn eða málhölt börn virðast heldur ekkert frekar vera iögð i XO Vikan 44. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.