Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 9
Húsbúnaður
Sparlök
og himin-
sængur
Samkvæmt gamalli hefð er svefn-
herbergi sá staður þar sem menn
hvílast. Þangað eigum við að flýja
frá dagsins önn, afklæðast og
klæðast (hafa okkar hentisemi þess
á milli). Svefnherbergið á þó aðal-
lega að vera friðaður staður, undir
viktoríanskri vernd, þar sem enginn
má stíga fæti sínum nema íbúar
þess.
Sem betur fer er þetta allt að
breytast. Margir nota svefnher-
bergin sem vinnustað og svefnstað,
jöfnum höndum. Það er tilhögun
sem oft myndast út úr neyð. Því er
nú svefnherbergið að fá uppreisn
æru, ljós eru kveikt, dagsljósið skín
inn, stólar og borð og handhægir
hlutir fylla herbergið.
Svefnherbergið nýtist sem skrif-
stofa, borðstofa og undir allar
daglegar athafnir.
En þó eimir enn af gömlu
andrúmslofti. Því himinsængur eru
komnar í tísku aftur. Útfærslan er
þó æði mismunandi eins og við
getum séð á eftirfarandi myndum.
Allar eiga þessar hugmyndir það þó
sameiginlegt að myndast við að
gera svefnherbergið að þægilegri
umgjörð fyrir ljúfa drauma.
Þctta grindarúm cr úr þykkum furustoðum, 2 1/2
þuml. að þykkt. Þrír láréttir rammar cru uppi-
staðan og haldið uppi af fjórum lóðrcttum stoðum.
Botninn cr styrktur mcð tvcim skábitum. Þcgar
rúmið cr skrúfað saman cr bráðnauðsynlcgt að
hafa hjálparmann til að halda stoðunum.
Bcst cr að láta smið sníða þvcrbitana í rétta
lcngd, það auðvddar framkvæmdina. Notið fimm
tomma boita til að skrúfa saman rétthyrndu
rammana þrjá og fcsta þá við stoðirnar. Vinkil-
járnin cru skrúfuð mcðfram hliðum rúmsins.
15. tbl. Vikan 9