Vikan


Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 44

Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 44
Texti: Jón Ásgeir Vonandi fer ekki fyrir neinum eins og fyrir Vestur Þjóðverjanum Giinther Ruschenbeck. Eftir að hafa mænu- skaddast þannig að hann var lamaður lá hann á spænsku sjúkrahúsi i nær hálfan mánuð áður en systur hans tókst að koma honum á sérhæft sjúkrahús í Vestur Þýskalandi. Gúnther lést, — ekki vegna slyssins heldur vegna ófull- nægjandi meðferðar og óþarfa tafa við heirnflutninginn. „Hefðum við fengið hann til meðferðar fyrr hefðum við bjargað honum,” segja vestur þýsku læknarnir í Karlsruhe-sjúkrahúsinu. Hvað skal gera? íslendingurinn, sem lendir í slysi eða veikist erlendis, hvað verður um hann? í fyrsta lagi verður hann að leggja út fyrir öllum kostnaðinum sjálfur ef hann er staddur utan íslands og annarra Norður- landa. Þegar heim er komið getur sá, sem lent hefur í þess háttar vandræðum erlendis, leitað eftir endurgreiðslum á útlögðum sjúkrakostnaði. Um þá hlið verður nánar fjallað síðar í þessari grein. 1 öðru lagi verða menn að vona að þeir meiðist ekki né sýkist alvarlega og að þeir séu heppnir með heilbrigðis- þjónustuna á staðnum. Vestur- Þjóðverjinn Gúnther, sem við höfum minnst á, gat enga björg sér veitt sjálfur, hann lá hreyfingarlaus á sjúkrahúsinu á nteðan systir hans barðist við skrif- finnskuna heima fyrir og á Spáni. Heppnari var vestur-þýsk stúlka sem lenti í mótorhjólaslysi á Ibiza. Vini hennar lókst að koma henni til heima- landsins fjórum dögum eftir slysið. Á sjúkrahúsi i Túbingen i Vestur-Þýska- landi kom í Ijós að i djúpu sári á læri stúlkunnar var ennþá drulla frá slys- staðnum. Spænsku læknunum hafði einnig yfirsést sýking í vefinum við mjaðmarliðinn sem hafði brotnað í slysinu. Afleiðing sýkingarinnar, sem smitaði út í kviðarholið, var alvarleg fyrir vestur-þýsku stúlkuna, hún var sex vikur i lífshættu og alls fimm mánuði á sjúkrahúsi. Góð og slæm hcilbrigðisþjónusta Heppin var hún að komast heim, til að njóta góðrar umönnunar. Heil- brigðisþjónustan í sólarlöndum er nefni- lega afskaplega misjöfn. í ntörgum löndum hafa á undanförnum tuttugu árum risið miklar ferðamannamið- stöðvar en ekki að sama skapi heilsu- gæslumiðstöðvar. Þegar Spánn, með 35 milljónir íbúa, tekur við 38 milljónum sumargesta liggur á stundum við að heil- brigðisþjónustan á ferðamanna- stöðunum hrynji eins og spilaborg. Sjúkrahúsin yfirfyllast, sjúklingar verða að liggja á göngunum, læknar eru störfum ofurhlaðnir þannig að þeim verða á mistök sem myndu sæta mála ferlum í heimalandi sjúklingsins. Mörg hundruð íslcndinga lcita til lækna crlcndis á sumri hvcrju vcgna sjúkdóma cða slysa sem þcir hafa lcnt í. Fróðir mcnn telja að allt að fimm próscnt allra scm ferðast crlcndis þurfi að lcita læknishjálpar. Og það cr alls ckki lcttur lcikur. 44 Vikan 1$. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.