Vikan


Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 46

Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 46
Texti: Hrafnhildur Ljósm.: Ragnar Th. Viðtal við Hauk Guðlaugsson, orgel- leikara, kórstjóra, söngmálastjóra og skólastjóra Tónskóla þjóðkirkjunnar: Með vængi á fótunum „Einn kennari minn, sá heimsfrægi orgelleikari Fernando Germani, sagöi eitt sinn aö maður ætti aö hugsa sér aö maður væri með tvo vængi á fótunum,” segir Haukur Guðlaugsson, en Haukur er mörgum kunnur fyrir ötult starf að tónlistarmálum hér á landi. Og hann hefur um árabil verið einlægur aðdáandi hins tigna hljóðfæris er orgel nefnist. Þeir eru ekki margir sem komast með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar tækni og þekkingu á orgelinu. Hann hefur unnið merkt starf sem orgelleikari við kirkjuna á Akranesi og við stjórn kirkjukórsins þar og hefur ferðast víða með hann. Þar á meðal til ísrael, Ítalíu, þar sem kórinn söng við nýárs- messu hjá Páli páfa sjötta, og Þýskalands, ásamt því að fara í ótal söngferðir innanlands. En hvernig fær ungur strákur frá Eyrarbakka slíkan áhuga á orgeli og tónlist sem best er lýst með orðum hans sjálfs: „... mér dettur stundum í hug að ég sé eins og maður sem er í sér- trúarsöfnuði og vill endilega koma öðrum inn á eigin trúarskoðun... ” „Ég byrjaði mjög seint að læra að spila. Ég er fæddur á Eyrarbakka, ólst þar upp en þar var móðurbróðir minn kirkju- organisti. Það var hann sem kom mér af stað og eftir það var eins og ekkert annað kæmist að hjá mér. Þessi frændi minn var mjög nákvæmur maður og hann lagði mikla áherslu á að ég fengi rétta kennslu í píanóleik, alveg frá byrjun. Það er nefnilega miklu 46 Vikan 15- tbl. hægara að byggja ofan á þegar grunurinn er rétt byggður og traustur. Þvi eru fyrstu tvö árin afar mikilvæg.” „... lokatakmarkið er svo auð- vitað túlkunin, tjáningin, sem lœrist að vissu marki, en verður fyrst og fremst að vera meðfœdd. Það kemur hver maður með sinn persónuleika fram í tónlist. En þó að tveir menn leggi sig alla í tónlistina þá er oft eins og annar hafi mun meira að segja. Það er þá vegna þess að persónuleiki hans er mun dýpri og þroskaðri. ” „Seinna fór ég í Tónlistar- skólann í Reykjavík. Þar lærði ég hjá úrvalskennara, Árna Haukur fcrðast um allt á hjóli og hcfur gcrt það i mörg ár. Hann hcfur ckkcrt með bíl að gcra og notfærir sór rútur og flugvclar þcgar þvi er að skipta. Kristjánssyni. Ég hef verið hjá mörgum góðum kennurum síðan, jafnvel heimsfrægum. En það er eins og Árni standi upp úr öllum þeim flokki. Já, það finnst mér. Það er þessi makalaust djúpa tjáning sem hann sýnir í píanó- leik sínum. Það er eins og hann hitti á hinn eina sanna punkt í tónlistinni. Kennslan hjá honum gekk öll út á það að opna sig fyrir tónlistinni. Einn allra mesti píanóleikari sem uppi hefur verið, Busoni, sagði eitt sinn; að maður þyrfti að gleyma höndunum þegar maður léki. Þannig var öll kennslan hjá Árna. Hún var bundin við inni- haldið en ekki fingurna. Þegar maður nær innihaldinu er eins og tæknin opnist og leysist í sambandi við það.” Þegar Haukur hafði lokið námi við tónlistarskólann fluttist hann til Siglufjarðar og gerðist kennari við tónlistar- skólann þar. Þá vaknaði áhugi hans á orgelinu og hann hélt til Þýskalands til að afla sér frekari menntunar. Hann dvaldi um fimm ára skeið í Hamborg og lærði hjá blindum kennara, Martin Gúnter Föstemann. „Það fór mjög vel á með okkur. Sérstaklega hafði það mikil áhrif á mig að finna að það snerist eiginlega allt um orgelið hjá honum. Það komst bókstaflega ekkert annað að. Þá var eins og maður fengi að vissu leyti bergmál frá sjálfum sér. Því oft var það að ég var næstum feiminn við að láta það uppi við aðra hvað ég var upptekinn af orgelleiknum. Hugur minn er alltaf bundinn við þetta hljóðfæri. Og ég hef mikinn áhuga á því að kynna það fyrir öðrum. Orgelleikur og allt sem við hann er bundið gæti alveg verið ævistarf út af fyrir sig. Og endalaust íhugunarefni. Til dæmis greinir menn mjög á um hvernig eigi að spila hin einstöku verk. Bach samdi verk sín án þess að skrifa varla nokkurn tíma hraðatákn í hand- ritin. Þess vegna hefur það iðulega komið fyrir að maður heyrir sama verkið ýmist spilað adagio eða allegro. Og það jafnvel af heimsfrægum lista- mönnum. Persónu- lega finnst mér það bara skemmtilegt. Mér sárnar það ekkert þó ég heyri verk spiluð öðruvísi en ég skynja þau. Ef það er vel gert birtast þau í nýju ljósi. Og það víkkar sjóndeildarhringinn.” Er Haukur kom heim frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.