Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 41
Framhaldssaga
KÓRÓNAN
Hann horfði tortrygginn á Parkin-
son.
— Þetta er allt í lagi, Ron, sagði
Martin. — Parkinson og Lisbeth vinna
með okkur núna. Það var best þanntg.
— Já. einmitt, sagði Ron þurrlega.
Svo sneri hann sér beint að Martin og lét
sem Parkinson væri ekki til. — Hvernig
list þér til dæmis á orðið „DUNIl”?
Gæti ekki verið það að ræða?
— DUNII? Dunini — mans? sagði
Parkinson samstundis.
Ron lét sem hann heyrði ekki til hans.
Hann beiðeftir að heyra álit Martins.
Annika kíkti yfir öxlina á Martin. —
Jú, gæti ekki þetta verið hluti af D?
— Vissulega, en það gæti verið hluti
af svo mörgu öðru, sagði Martin. —
Auðvitað gætir þú haft á réttu að
standa, Ron, og ef mér leyfist líka að
vera vitur eftir á, þá verð ég að viður-
kenna að mér hafði dottið þetta orð i
hug. En „mans”? Ég sá ekkert vit í því.
— Þá er eftir ,,.EN..”, sagði Annika.
— Hvað færðu út úr þvi, Ron?
— Eftir að hafa grannskoðað það,
sem eftir er af máðu táknunum, giska ég
helst á QENNU, sagði Ron hægt.
— „QENNU DUNU”? sagði Martin
hugsandi. — Chiunn duini á fornírsku.
Mannshöfuð? „Við höfum falið kórón-
una og sverðið undir mannshöfðinu
á....” Nei, þetta er geðveikislegt! Höfðí
hvers? Cadalláns? Nei, Ron. nú erum
viðá villigötum.
Annika var niðursokkin i athugun á
steininum sjálfum. Hún sat á hækjurn
sér fyrir framan hann en gætti þess vel
að skemma ekki blómin sem hún hafði
gróðursett i minningu Feornins.
— Nú þegar ég hef heyrt skýringu
Rons finnst mér ekkert annað konia til
greina, sagði hún.
— Auðvitaðekki, sagði Jörgen. — Þú
ert greinilega undir hans áhrifavaldi.
Martin kraup við hliðina á Anniku.—
Lausnin er alls ekki heimskuleg, Ron,
hún virðist raunar eiga vel við hér. Það
er bara þetta fáránlega „höfuð".
Annika þreif allt i einu i handlegginn
á honum svo að minnstu munaði að þau
misstu bæði jafnvægið. Þau gripu unt
steininn til að rétta sig af.
— Hvað er að þér? spurði Martin.
Annika starði fram fyrir sig. Hún
minntist dagsins sem þau komu til
Steinheia. Hún sá Martin fyrir sér þar
sem hann stóð og hallaði sér upp að
steini og horfði út á hafið.
— Manstu ekki? Uppi á klettasyllunni
beint fyrir ofan húsið? Þar er steinn sem
litur út eins og mannshöfuð.
Já, alveg rétt! hrópaði Tone upp
yfir sig.
Martin var alveg ringlaður. — Ég
man ekki...
— Nei, vegna þess að þú stóðst og
hallaðir þér upp að honum, sagði
Jörgen. — Annika hefur á réttu að
standa.
— Parkinson, sagði Martin og sneri
sér að kennara sínum. — Nú átt þú
næsta leik. Hvað er klettasylla á forn-
irsku?
Parkinson fór hjá sér. Hann leitaði ör
væntingarfullt i heilabúinu. — Ja, það
eru náttúrlega orð yfir klett eða berg
eða...
— Nei, klettasylla! Ég sagði kletta
sylla! Getur enginn hjálpað mér?
Annika?
— Nei, ég hef ekki orðið.
Smám saman rofaði til í huga
Martins. — „Tsleib”?
- Einmitt! sagði Parkinson. — Ég
var kominn með það fram á varirnar.
— Hvað getur það þá verið á gamla
ogammálinu? Við verðum að þýða aftur
á bak núna, skiljið þið.
t>etta lítur vel út, sagði Jörgen. sem
horl'ði á blaðið í höndum Martins —
Þarna höfum við L og B, og livað var
það sem þú sagðir — tsleib'! — það hefur
báða þessa stafi þó að þeir séu kannski
ekki á réttum stöðum.
— Nei! sagði Martin og réð sér varla.
— Nei, vitið þið nú bara hvað! Ég held
við höfum orðið. Hvernig er það,
Parkinson, ætti ekki tsleib að vera eitt-
hvað nálægt SLEBE á þessu forna máli?
Parkinson kinkaði spekingslega kolli.
— Ef við göngum út frá að táknin
hafi....
Jörgen flýtti sér að koma i veg fyrir
fyrirlestur sem enginn hafði áhuga á: —
Við trúum þvi sein Martin segir. Það
sakar að minnsta kosti ekki að lita á
steininn þann arna.
Annika þaut á fætur. — Komið þið
öll, nú skulum viðsjá!
Þegar þau komu út úr trjálundinum
benti hún áköf upp á klettasylluna beint
upp af húsinu.
— Sjáið þið þarna uppi!
kkur
þá eru þad vorverkin í gardinum
verkfærin
einnig mikið
úrvai gróðurhúsa
rrrfffrt
'BYGGiNGflUQRURj Tryggvn Haoneseooar
SlOUMÚLA 37-SlMAR 83290- 83360
15. tbl. Vikan 41