Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 51
Draumar
Sonur
Mig langar að biðja þig að
skýra þennan draum sem mig
dreymdi. Hann er þannig að ég
var nýkomin af fæðingardeild
(ég er fjórtán ára) og var svaka
ánægð því égáttifallegan son.
Hann var með lítið svart hár,
svo var hann með svo dökkblá
augu og dökkar augabrúnir,
hann var algjört æði. Eina sem
ég man var að allir sögðu að
hann væri svo líkur mér og
mér fannst það líka. Þegar ég
hugsa um þennan draum get ég
ekki annað gert en að tárfella,
ég vildi að ég hefði aldrei
vaknað frá þessum draumi.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
X.
Þessi draumur er fyrir litlu, en
öllu mjög góðu, nema hvað þér
hættir til að vera of ósjálfstæð.
Og eitt svona utan dagskrár, það
er gott að dreyma svo fallegt að
mann langi ekkert til að vakna,
en reyndu bara að láta lífið vera
jafnfallegt og draumurinn var.
Að hekla teppi
Kæri draumráðandi!
Ekki er langt síðan þú réðir
fyrir mig draum sem angraði
mig en reyndist ekki nei-
'kvæðrar merkingar. Núna
dreymdi mig annan draum sem
einnig veldur mér áhyggjum og
égerað velta fyrirmér
hvort boði að dvölin hérna
megin sé að styttast.
Þannig var að mér fannst
koma til mín kona sem látin er
fyrir nokkrum árum. Hún hét
S. Þarna var breitt rúm og hún
sat á því í nokkurs konar Ind-
verjastellingum, heklandi blátt
teppi með fastalykkjum.
Byrjaði á dökkum lit en endaði
á Ijósum því sá dökki var ekki
til í verslunum lengur. Og hún
segir: „Þegar ég er búin með
þetta teppi ætla ég að bjóða
þér á Hótel Klett. ” „Klett, ”
segi ég, „alltaf eru að koma
nýir og nýir veitingastaðir. ”
Lengri varð draumurinn ekki.
Það er ástæðulaust að gera því
skóna að draumurinn boði
andlát þitt því ekkert táknanna
bendir til þess. Hins vegar
geturðu búist við einhverjum
breytingum á lífsháttum og þá
frekar til batnaðar. Bæði nafn
konunnar og litur teppisins boða
bjartari tíma og einnig nafnið á
hótelinu, sem felur í sér mikið
jafnvægi á komandi tímum.
Einnig er til í dæminu að þarna
sé um veðurspá að ræða og mun
þá sumarið verða slæmt í
upphafi en betra þegar lengra
líður. í lokin skal ítrekað að þótt
fólk dreymi framliðna þarf það
ekki að vera óheillamerki og alls
ekki að dreymandinn eigi
skammt eftir ólifað.
Barnsfæðingar
og fleira
Kæri draumráðandi!
Mig langar mjög mikið að
biðja þig um að ráða fyrir mig
drauma, sem mig dreymdi
nýlega með stuttu millibili. Ég
var stödd í húsi, sem ég veit
ekki hvar er. Mamma mín og
systir hennar voru þar líka.
Mamma var að spyrja systur
sína, hvort hún vissi ekki að -
(ég)X vœri búin að eignast
aðra dóttur. En mér fannst eins
og hún vissi ekkert um það en
létist vita það. Og hún byrjaði
að spyrja um stelpurnar. Mér
fannst ég ekki alveg átta mig
sjálf á því hvar þær væru.
Þegar ég svaraði stóð ég út við
glugga og horfði út um hann.
Mér fannst þetta vera litlar
rúður og tvöfaltgler, sem var
orðið mjög matt og mikil
óhreinindi á milli. Einnig var
gluggapósturinn mjög lélegur.
Ég sagði að eldri dóttirin,
tveggja ára, væri á dagheimili,
en hin, nýlega fædd, enn á
sjúkrahúsi. Og ég vissi ekkert
meira um þær. Seinna fannst
mér vera hjá mér strákur,
góður vinur minn. Ég hef ekki
hitt hann lengi, við sváfum
saman á mjóum sófa, sem var í
herberginu.
2.
Ég var nýbúin að eignast
dóttur og móðir mín œtlaði að
passa hana, því að ég og
kærastinn minn Q, ætluðum að
fara til Reykjavíkur. Ég geri
mér ekki alveg grein fyrir því
hvar ég var stödd. En samt
finnst mér ég hafa verið í kaup-
staðnum, þar sem móðir mín
býr. Við vorum að verða sein
að ná jlugvél, en vorum að
bíða eftir fósturföður Q. og
konu hans, því þau ætluðu
með okkur suður. Svo komu
þau og Q. kynnti mig fyrir
þeim. Ég tók í höndina á þeim
en þegar ég lít á fósturföður Q.
þá sé égfrekar myndarlegan
mann með dökkt skegg, og
þegar hann brosir þá er vinstri
framtönn hans brunnin inn að
miðju. Sem mér fannst mikið
lýti. Eg vil endilega sýna þeim
dóttur okkar, en hann verður
bara hissa og segir Ha! barn
strax fætt, eftir fimm mánuði.
Þá er eins og ég og Q höfum
verið saman í fimm mánuði, en
hann á barnið. En svo spyr Q
hvort þau séu ekki að koma.
Við vorum orðin smá stressuð.
Þau ætluðu að fara í nokkrar
heimsóknir og heimsækja
mann sem ég þekki mjög vel.
Hann liggur í sófa í stofu hjá
sér og er nokkuð ruglaður. en
býðst samt til að fara að laga
kaffi. þegar hann uppgötvar
hvaða gestir eru komnir.
Þú mátt búast við að verða fyrir
leiðinlegu umtali í þinn garð sem
þú skilur ekki undan hvaða
rótum er runnið, og það kemur
mjög illa við þig og jafnvel svo
að þér hættir við að draga þig
allt of mikið inn í þína skel og
forðast samneyti við annað fólk.
Nú er ekkert sem bendir til þess
að umtalið illa sé af gefnu tilefni,
svo ætli það sé ekki hún gamla
Öfund sem er á ferðinni.
Einhver hluti þessara leiðinda
gæti beinst að því að reyna að
skaða þig fjárhagslega. Þú skalt
standa keik og viðbúin gegn
þessum óþverra og svara fullum
hálsi en gættu þín að færa góð
rök fyrir máli þínu.
Seinni draumurinn er dálítið
margslunginn og gæti vel verið
fyrir hinu sama, en svo virðist
sem eitthvað, sem ekki beinlínis
kemur Q. við, verði honum til
óþæginda og trafala, en prýðileg
tákn í þessum draumi eins og
hinum benda til að hér sé um
tímabundna örðugleika að ræða
í báðum tilfellum og að Q ætti
að gæta vel að vinavali og þú að
því hvernig fólk talar og verja
þig vel.
XS.tbl.Vlkan 51