Vikan


Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 42

Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 42
Fimm mínútur meö Willy Breinholst (L ' ~~~ J 1V / 'V y Frábær hugmynd Adamsen, hinn ungi forstjóri, hafði tekið við stóru vélaverk- smiðjunni eftir föður sinn sem var af gamla, góða skólanum. Og þegar talað er um gamla, góða skólann skilja allir að gamli Adamsen var á móti öllum nýjum hugmyndum, hvaða nafni sem þær nefndust. En Adamsen hinn ungi sá málin ekki í sama ljósi. Það varð að vera eitthvert frumkvæði, nýjar og ferskar hugmyndir, sköpunargáfa, hagræðing. Ef maður vildi koma miklum gróða upp í enn meiri gróða, fylgjast með í harðri samkeppni, þá þýddi ekki að hanga bak við mahóniskrifborðið með þumal- fingurna hangandi í vestinu og púa havanavindla daginn út og daginn inn í þeirri góðu trú að allt gengi af sjálfu sér. Adamsen hinn ungi hafði ekki vermt sessurnar í forstjóra- stólnum í marga klukkutíma þegar eldskýr heili hans var búinn að unga út frábærri hugmynd. Auðvitað varð að setja upp hugmyndapott eins og hjá öllum almennilegum fyrir- tækjum. Hann fékk sér kassa með áletruninni TILLÖGUR og hann var settur upp á vegg við dyrnar að einkaskrifstofu hans. Þá gátu þeir sem voru í tengslum við raunveruleikann og framleiðsluna sett smámiða í kassann varðandi framleiðslu- aukningu, annað gott og ferskt og auk þess létt á hjarta sínu. Eftir eina viku tæmdi Adamsen, hinn ungi forstjóri, tillögukassann eftirvæntingar- fullur. Hann var fullur af litlum miðum. Hann leit á nokkra þeirra með hraði. — Ætti ekki að setja betri hlíf á vélarnar? Maður á alltaf á hættu að lenda með ermarnar í þeim og festast. — Væri ekki ráð að hengja einhver nútímalistaverk upp í kaffistofunni, í staðinn fyrir allar þessar hundleiðinlegu til- kynningar og aðvörunarspjöld? — Það verður útilokað að halda bónuskerfinu í vélasalnum nema reykingar verði leyfðar þar á ný. Vinnugleðin er alveg í lágmarki. — Tveir klósettkassar á karla- klósettinu eru í ólagi. Hvenær á að gera við þá? — Það er svo sem nógu margt talað um nauðsyn góðra tengsla milli yfir- og undirmanna, en þau myndu stórbatna ef við fengjum fleiri kaffipásur. — Væri ekki hægt að leyfa konum sem vinna hjá fyrir- tækinu að fara tuttugu mínútum fyrr heim á föstu- dögum svo þær gætu komist á þægilegum tíma í innkaupin? Adamsen, hinn ungi forstjóri, vöðlaði gremjulega saman miðunum og fleygði þeim í bréfakörfuna. Það var ekki vit í einni einustu hugmynd. Bæði undirmenn og yfirmenn höfðu gjörsamlega misskilið tillögu kassann. Hann var ekki að leita eftir þess konar hugmyndum. Viku seinna tæmdi hann tillögukassann á nýjan leik. Enn var ekki eina einustu almenni- lega hugmynd að finna, ekki einu sinni tillögu sem taka mætti til athugunar. Sendillinn hafði misskilið tilgang kassans ótrúlega illilega. Hann hafði krotað á miða: — Væri ekki frábær hugmynd að láta mig fá 100 króna kauphækkun á mánuði 42 Vikan If. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.