Vikan


Vikan - 15.04.1982, Side 42

Vikan - 15.04.1982, Side 42
Fimm mínútur meö Willy Breinholst (L ' ~~~ J 1V / 'V y Frábær hugmynd Adamsen, hinn ungi forstjóri, hafði tekið við stóru vélaverk- smiðjunni eftir föður sinn sem var af gamla, góða skólanum. Og þegar talað er um gamla, góða skólann skilja allir að gamli Adamsen var á móti öllum nýjum hugmyndum, hvaða nafni sem þær nefndust. En Adamsen hinn ungi sá málin ekki í sama ljósi. Það varð að vera eitthvert frumkvæði, nýjar og ferskar hugmyndir, sköpunargáfa, hagræðing. Ef maður vildi koma miklum gróða upp í enn meiri gróða, fylgjast með í harðri samkeppni, þá þýddi ekki að hanga bak við mahóniskrifborðið með þumal- fingurna hangandi í vestinu og púa havanavindla daginn út og daginn inn í þeirri góðu trú að allt gengi af sjálfu sér. Adamsen hinn ungi hafði ekki vermt sessurnar í forstjóra- stólnum í marga klukkutíma þegar eldskýr heili hans var búinn að unga út frábærri hugmynd. Auðvitað varð að setja upp hugmyndapott eins og hjá öllum almennilegum fyrir- tækjum. Hann fékk sér kassa með áletruninni TILLÖGUR og hann var settur upp á vegg við dyrnar að einkaskrifstofu hans. Þá gátu þeir sem voru í tengslum við raunveruleikann og framleiðsluna sett smámiða í kassann varðandi framleiðslu- aukningu, annað gott og ferskt og auk þess létt á hjarta sínu. Eftir eina viku tæmdi Adamsen, hinn ungi forstjóri, tillögukassann eftirvæntingar- fullur. Hann var fullur af litlum miðum. Hann leit á nokkra þeirra með hraði. — Ætti ekki að setja betri hlíf á vélarnar? Maður á alltaf á hættu að lenda með ermarnar í þeim og festast. — Væri ekki ráð að hengja einhver nútímalistaverk upp í kaffistofunni, í staðinn fyrir allar þessar hundleiðinlegu til- kynningar og aðvörunarspjöld? — Það verður útilokað að halda bónuskerfinu í vélasalnum nema reykingar verði leyfðar þar á ný. Vinnugleðin er alveg í lágmarki. — Tveir klósettkassar á karla- klósettinu eru í ólagi. Hvenær á að gera við þá? — Það er svo sem nógu margt talað um nauðsyn góðra tengsla milli yfir- og undirmanna, en þau myndu stórbatna ef við fengjum fleiri kaffipásur. — Væri ekki hægt að leyfa konum sem vinna hjá fyrir- tækinu að fara tuttugu mínútum fyrr heim á föstu- dögum svo þær gætu komist á þægilegum tíma í innkaupin? Adamsen, hinn ungi forstjóri, vöðlaði gremjulega saman miðunum og fleygði þeim í bréfakörfuna. Það var ekki vit í einni einustu hugmynd. Bæði undirmenn og yfirmenn höfðu gjörsamlega misskilið tillögu kassann. Hann var ekki að leita eftir þess konar hugmyndum. Viku seinna tæmdi hann tillögukassann á nýjan leik. Enn var ekki eina einustu almenni- lega hugmynd að finna, ekki einu sinni tillögu sem taka mætti til athugunar. Sendillinn hafði misskilið tilgang kassans ótrúlega illilega. Hann hafði krotað á miða: — Væri ekki frábær hugmynd að láta mig fá 100 króna kauphækkun á mánuði 42 Vikan If. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.