Vikan


Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 24

Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 24
Höfundur: Rex Digger Smásagan Dauði milljóna mæringsins u yrnar á þakhæðinni opnuðust en öryggiskeðjunni hafði verið krækt, svo ekki var hægt að komast inn. Lása- smiðurinn og konan sem var húsvörður horfðu á hvort annað. „Frú Leclerc hlýtur að vera heima,” sagði hús- vörðurinn. „Ég er margbúin að hringja dyrabjöllunni til þess að afhenda henni póstinn.” Nú hringdi síminn, en enginn svaraði. „Opnaðu strax. Sprengdu keðjuna. Hér er ekki allt með felldu.” „Flýtið ykkur nú ög verið þið ekki í allan dag að ganga frá þessu.” Dumont lögregluforingi horfði óþolinmóður á ljósmyndarana og fingrafara- sérfræðingana. Suzanne Leclerc lá i dökkbláum morgunslopp á hvítum leðursófanum. Lítið borð á hjólum var við hlið sófans og þar á voru flöskur með viskii og koníaki ásamt einu glasi. Hálfur vindlingur var í öskubakkanum. „Hún hefur reykt og drukkið viski,” sagði læknirinn. Hann hafði lyktað af glasinu án þess að snerta það. „Hún var ein, er það ekki rétt?” Dumont kinkaði kolli. „Hér á efstu hæðinni eru allir gluggar lokaðir, því hiti, loftræsting og þvíumlíkt er allt sjálf-stillt. Þess utan var öryggiskeðjan krækt. Húsvörðurinn segir að frú Leclerc hafi komið heim úr ferðalagi í gær og síðan hafi hún ekki orðið vör við nokkurn mann sem hafi komið eða farið frá henni. Getið þér áttað yður á dauðaorsökinni?” „Það er roði á húðinni sem gæti verið i sambandi við zyankalium-eitrun, en með vissu er..„” „Já, ég veit, þetta kemur i Ijós við krufninguna," drundi í Dumont. Hann benti aðstoðarmanni að koma til sín og taka glasið, flöskurnar og allt sem á borðinu var og koma þvi á rannsókna- stofu lögreglunnar. Læstu svo íbúðinni og innsiglaðu hana. Ég ætla að tala við húsvörðinn. Mennirnir tveir, sem sátu við skrif- borð Dumonts, voru afar ólíkir. Luc Leclerc var þritugur. Hann var sonur Marcel Leclerc af fyrra hjónabandi. Faðir hans lést fyrir fimm árum. Frá hvirfli til ilja hvíldi yfir honum einhver kæruleysissvipur. Hann var einkaerfingi föður síns og fékk öll auðæfin að stjúpu sinni látinni. Þó var undanþegin ein milljón franka. Þá átti geðlæknirinn Serge Vallois að erfa sem þökk l'yrir góða læknishjálp við Suzanne. Hann var þrjátíu og sex ára, afar hlédrægur bæði i framkomu og klæðaburði. „Datt yður i hug að hún myndi fremja sjálfsmorð?” spurði Dumont dr. Vallois. „Sannast að segja datt mér það ekki í hug. Hún var ekki þunglynd og þjáðist ekki af neinum dapurleika. Þó er ómögulegt að útiloka allt slíkt.” „Og hvað finnst yður?” spurði Dumont Luc Leclerc. „Mér fannst hún stundum einkennileg,” svaraði stjúpsonurinn. „Virðist þetta vera sjálfsmorð?” hélt hann áfram. „Já. Frú Leclerc var fertug. Hún var milljónamæringur. Var um morð eða sjálfsmorð að ræða? Dumont lögregluforingi áttiað ráða gátuna. Orsök dauðans var eitur. Við fundum það í glasi hennar. Það var örlítið viskí og vatn i þvi. Enginn nema hún sjálf hefði getað látið eitrið í glasið, því hún var alein. Það var enginn hjá henni.” Hann trúði ekki sjálfur þvi sem hann sagði. Vildi aðeins sjá viðbrögð þeirra beggja, því það voru aðeins þeir tveir sem högnuðust á dauða Suzanne. Að sjálfsögðu hefði einhver getað heimsótt frú Leclerc án þess að hús- vörðurinn hefði tekið eftir því. Þessi einhver hefði þá getað komið eitrinu í glas hennar. Frá Cannes, þar sem frú Leclerc hafði verið i fríi, hafði hún haft samband við lögfræðing sinn og ákveðið að hitta hann daginn eftir heimkomuna. Hún ætlaði að breyta erfðaskrá sinni. Meira vissi lögfræðingurinn ekki. — Siðan hafði Dumont kynnt sér ýmislegt um efnahag beggja erfingjanna. Lux Leclerc starfaði ekkert, en var fjárhættuspilari og kominn i miklar skuldir. Serge Vallois var einnig í fjárhagsörðugleikum. Hann hafði lítið að gera og tekjurnar þvi smáar. Þess utan hafði hann tapað á hlutabréfabraski. „Ég þarf að spyrja einnar spurningar enn.” Lögreglu- foringinn leit fyrst á stjúpson Suzanne og svo á lækninn. „Hvar voruð þið i fyrrakvöld milli klukkan átta og ellefu?” „Gjörið svo vel, hér er koníakið yðar." Barþjónninn, sem var farinn að grána í vöngum, setti glasið fyrir framan Dumont. Hann dreypti á glasinu. „Þér voruð einasti vinur frú Leclerc, var ekki svo, herra minn?” „Kallið mig heldur Maurice, það er þægilegra.” Flestir viðskiptavinirnir voru farnir, svo enginn ónáðaði þá. „Já, það var góður kunningsskapur okkar á milli,” sagði Maurice. „En áður en Suzanne fór til Cannes rauf hún þessa vináttu." „Hvers vegna, rifust þið?” spurði Dumont. Húsvörðurinn hafði sagt honum frá þessu. Maurice leit undan um leið og hann sagði: „Ég játa að ég varð óþarflega hávær. Hún hafði gefið mér vonir um að hjálpa mér að eignast gistihús eða veitingastað. Um ástir eða hjónaband var alls ekki að ræða. En allt I einu kom einhver dyntur í hana og hún tjáði mér fyrirvaralaust að hún gæti ekkert fyrir mig gert og að frá hennar hálfu væri kunningsskap okkar slitið.” Ef til vill ætlaði frú Leclerc að arfleiða Maurice að einhverri fjárupphæð, þó að hann væri eldri en hún. En Maurice hélt áfram: „Þvi leitið þér ekki morðingjans meðal þeirra sem hagnast á dauða frúarinnar?” „Þeir hafa báðir fjarvistar- sannanir,” svaraði Dumont. Maurice hafði enga. Hann átti frí þennan dag. Um kvöldið var hann einn heima hjá sér. „Ég elskaði Suzanne ekki vegna auðæfa hennar. Þegar hún kom hingað óvænt, settist við barinn, brosti og bað um viski með ís...” Nú var sem Dumont vaknaði allt í einu og því greip hann fram í. „Drakk hún alltaf viskí með vatni?” Maurice jánkaði. Dumont lögregluforingi beið i horni ibúðarinnar á bak við dyratjald. Morðinginn hlyti að koma og fjarlægja þau sönnunargögn sem hann hafði skilið eftir sig. Loksins opnuðust dyrnar. Dumont hafði látið rjúfa innsiglið. Hann heyrði að gengið var inn i anddyrið og í áttina að eldhúsinu. Hann heyrði ennfremur að kæliskápurinn var opnaður. Dumont greip skammbyssu sína. Skrefin nálguðust. Hann rykkti tjaldinu frá. Maðurinn i rykfrakkanum hrökk við. Hann stóð kyrr á miðju baðherbergis- gólfinu. Svo sneri hann sér snöggt við. í hægri hendi hélt hann á skál með is- teningum í. „Ég bjóst við yður,” sagði Dumont. „Þessum ísmolum getið þér rólegur kastað i salernisskálina. Var það ekki ætlun yðar? Þér ætluðuð að fjar- lægja einu sönnunina sem til var gegn sjálfsmorðs-ályktuninni og þar með ryðja úr vegi síðustu hindruninni til þess að fá hinn svo mjög nauðsynlega arf. En þessir molar eru aðeins frosið vatn. Alla hina, þá sem þér útbjugguð i fjarveru stjúpu yðar, tókum við og rannsökuðum og þeir voru allir blandaðir eitri. Þér urðuð að eitra alla molana í skálinni til þess að vera öruggur um að frú Leclerc dæi þetta kvöld, því næsta morgun ætlaði hún að breyta erfðaskrá sinni. Þetta vissuð þér, þvi þér höfðuð marg- hringt til hennar og aflað yður upp-' lýsinga. Hótelið í Cannes tjáði mér að þér hefðuð marghringt i hana. Komið þér með mér, Leclerc. Menn mínir bíða niðri. I I 24 Vikan X6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.