Vikan


Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 63

Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 63
Pósturinn Hvað er hægt að gera við stórt nef? Kæri Póstur. Ég er með svo miklar áhyggjur út af nefinu á mér en það er allt of stórt. Mér fmnst ég líða fyrir það, allavega er ég með mikla minnimáttarkennd út af nefinu. Ég hef heyrt talað um lækna sem laga til nef með skurð- aðgerð. AJ' því ég á heima úti á landi þá hleyp ég ekki í tíma til þessara lækna (of dýrt). Er rétt að sjúkrasamlagið borgi þessar aðgerðir? Hve lengi er verið að þessu? Er þella mikil aðgerð og hvert ber manni aö snúa sér I byrjun? Ég Það eru margir sem líða fyrir ýmiss konar útlitsþætti af því tagi sem þú lýsir. Fæst af þessu er þó hægt að nefna lýti og venjulega veitir enginn þessu athygli nema sá sem hefur. Ef til vill er þetta vegna þess að okkur hefur verið innrætt að allir ættu að vera sem líkastir, sléttir og felldir, en mikið væri tilveran litlaus ef allir væru eins. Hver og einn hefur sitt einkenni, bæði í útliti og per- sónuleika. Ef þú hefðir ekki þetta mikla nef, sem þú lýsir, værir þú allt öðruvísi í útliti og þú getur ekki neitað því að ef því væri breytt myndir þú missa nokkuð sem er þitt sérkenni og þú ættir að geta verið stoltur af. Það útheimtir ef til vill svolítið hugrekki að geta borið höfuðið hátt, verið ánægður með sig og leyft persónutöfrunum að njóta sín þrátt fyrir einhverja „missmíð” frá náttúrunnar hendi. Til gamans má benda á ýmsa, bæði konur og karla, sem eru stórskornir í andliti á ýmsan hátt en brosa engu að síður framan í heiminn svo þeir eru fallegir. Póstinum dettur í fljótu bragði í hug Ringo Starr, Barry Manilow, B.A. Robertson, Donald Sutherland og konur eins og Barbra Streisand og Bette Midler svo einhverjir séu nefndir. En ef þú líður virkilega fyrir þetta er rétt að hafa samband við lækni. Þú getur fyrst rætt málið við lækninn á staðnum og fengið tilvísun á sérfræðinga hér fyrir sunnan sem fram- kvæma slíkar aðgerðir, en það eru þeir Knútur Björnsson og Árni Björnsson. Báðir þessir læknar eru i læknaskránni í símaskránni og væri þá rétt af þér að hringja fyrst í þá og ræða málið. Svona aðgerðir eru umfangsmiklar og dýrar en sjúkrasamlagið greiðir þær eins og aðrar læknisaðgerðir enda eru þær ekki framkvæmdar fyrir neinn hégóma. Til þess að minnka nefið þarf að brjóta það upp og viðkomandi getur verið nokkuð lengi að jafna sig eftir aðgerðina. En hugleiddu málið vel og vandlega áður en þú lætur til skarar skríða. Adam Ant Hæ, hæ, kæri Póstur. Við erum hér tvær trylltar í Adam Ant. Við lesum Vikuna og okkur þykir hún frábœrt blað. Við þökkum kærlega fyrir frábært plakat aJ'Adarn Ant og góðar upplýsingar. Við höfum engin ástarvandamál eða útlits- galla. Við vonum að þú komir þessu bréfi okkar á J'ramfœri og látir Helgu ekki fá það. Þannig er mál með vexti að við erum alveg trylltar I Adam Ant og okkur langar að biðja þig að reyna að útvega okkur utan- áskrift aðdáendaklúbbs Adams eða þá utanáskrift Adam and the Ants. Okkur langar að spyrja þig hvað þessi nöfn merkja: Margrét, Sigríður og Ingi. Jæja, þá höldum við að það sé ekki fleira. Ef bréflð lendir hjá Helgu sendum við bara annað alveg eins. Með von um svar og þökkum frábært blað og frábœr plaköt. Adam Ant Það er ekki á hverjum degi sem við taum svona þakkarbréf og eins og sjá má hafði Helga enga lyst á því. Utanáskrift aðdáendaklúbbs Adam and the Ants hefur birst oftar en einu sinni en látum hana flakka rétt eina ferðina enn. Adam and the Ants Fan Club, Bivouac J2/1/82, P.P. Box. 4QT, London W1A 4QT, England. Skrifið klúbbnum á ensku og sendið fjögur stór umslög og alþjóðleg svarmerki (jafngilda frímerkjum). Skrifið nöfn ykkar og heimilisföng utan á umslögin. Sendið auk þess ávísun eða það sem kallað er international postal order (fæst í Lands- bankanum) fyrir 3 sterlings- pundum og stílið ávísunina á Antclub. í staðinn ættuð þið að fá fréttabréf, merki, límmiða, litmynd af Adam svo og félags- skírteini. Listi yfir fáanlegar „Adamvörur” fylgir. Margrét er grískt nafn að uppruna og merkir perla. Sigríður merkir sú sem sigur verndar en merking nafnsins Ingi er óviss. Eitthvert samband gæti verið milli nafnsins og Yngvi en ásinn Freyr var stundum nefndur Yngvifreyr. Skop X6. tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.