Vikan


Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 34

Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 34
Erlent Umsión: Þórey Sharí Be/afonte- Harper Nafniö Belafonte kallar ósjáHrétt „deijó" fram i hugann. Shari Belafonte er eins og nærri má geta nokkud skyid Harry „Deijó" Belafonte, nánar tiltekið dóttir hans. Shari er 27 ára gömul leikkona og var áður Ijósmyndafyrirsæta og þar áður bankastarfsmaður. Hana dreymdi alttaf um að leika en óttaðist að geta ekki staðið undir sinu fræga nafni og gera föður sinum skömm til. Shari fer með annað aðal- hlutverkið í kvikmyndinni If You Could Scc What I Hcar sem nýveriö var frumsýnd. Myndin er gerð eftir ævisögu blinda poppsöngvarans Tom Sullivan. Shari syngur mest litið. Einu sinni á ári syngur hun þó Hann á afmæii i dag fyrir pabba sinn i simann. Hann býr i New York en hún i Los Angeles og simareikningarnir þar af leiðandi oft svimandi háir. Feðginin eru mjög samrýnd og Shari segist nú loks hafa sigrast á óttanum við að verða pabba kallinum til skammar, enda engin ástæða til. Hór að ofan sjáum við Shari og Harry Belafonte þegar hún var litil, og mynd afhenni eins og hún litur út i dag. Löður sjálfur Sjónvarpsþættirnir Löður eiga sér marga dygga aðdáendur, enda fjalla þeir um daglegar uppákomur á sérstaklega meinfyndinn hátt, En hverjir standa á bak viðallt löðrið? Höfundar Löðursins eru tveir, Susan Harris og Stu Silver. Þau þurfa að semja einn þátt á viku og á föstudögum eru þættirnir teknir upp. Það er þvi nóg að gera hjá þeim og þeim fáu stundum sem eftir eru til ráðstöfunar eyða þau með fjölskyldum sínunt. Stu Silver býr i glæsilegu einbýlishúsi rétt fyrir utan Hollywood. Hann er giftur leikkonunni Deborah Silver og eiga þau eitt barn. Oá sjónvarpsþáltur breskur sem laðaði hesta Breta að tækinu síðastliðinn vetur var Brideshead Revisited. Brideshead Revisited er gerður af Granada-sjón- varpsstöðinni og samsvarar um sex kvik- niyndum að lengd. Þættirnir eru byggðir á samnefndri skáldsögu Evelyn Waugh sem kom út 1945. Sagan gerist á þriðja áratugnum. Aðalpersónurnar eru tveir háskóla- stúdentar í Oxford, Charles Ryder og Sebastian Flyte. Þeir kynnast á fyrsta námsárinu. Charles býr á jarðhæð og fundum þeirra ber þannig saman að Sebastian. vel slompaður eftir ævintýri næturinnar, kastar upp inn um gluggann hjá Charles. Eftir það tekst með þeim mikil vinátta. Þeir eru báðir gefnir fyrir skemmtanir og þá sérstak- lega Sebastian sem er þekktur glaumgosi og skilur bangsann sinn, Aloysius, sjaldan við sig. Charles kynnist einnig hinni kaþólsku fjölskyldu Sebastians. Hún er aðalsættar, foreldrar hans eru skilin. Móðirin og börnin hafa aðsetur á Bridesheadóðalinu. Faðirinn býr hins vegar með annarri konu i Feneyjum. Þættirnir gerast sitt á hvað í Oxford, á Brideshead, í Feneyjum og Lundúnum. Með hlutverk Charles Ryder fer Jeremy lrons, sá hinn sami og lék annað aðalhlutverkið í The French Lieutenant's Woman. Sebastian Flyte er leikin af Anthony Andrews. Diana Quick leikur Júliu systur Sebastians og Lawrence Olivier leikur föður hans. Myndaflokkurinn fékk verðlaut bresku kvikmyndaakademiunnar seni besti sjónvarpsmyndaflokkurinn- Anthony Andrews fékk viðurkenningu sem besti sjónvarpsleikarinn og Jerenh irons hefur sömuleiðis fengið mikið 1° fyrir sitt framlag. í Brideshead Revisited er fjallað un' aðalinn á timum þegar völd og áhh stéttarinnar eru vart nema skugginn u því sem var fyrr á öldum. Engu að siður falla myndir um aðalsfólk, lifnaðarh*111 þess og sérvisku jafnan vel i kramið hJa sjónvarpsáhorfendum. Menn ho aftur til liðinna daga með angurvaerul" söknuði og tekst ef til vill að lo'03 hugann um hrið frá nöturleikn nútimans. Tískan úr myndinni hefur haft slf áhrif. En ekki eru allir jafnánsg1" Strákarnir i hljómsveitinni Moder' Romance hafa til að mynda verið sagð' stæla þá Charles og Sebastian í haf greiðslu og klæðaburði. En u3 Jaymes og Geoff Deane mótmaT hástöfum: „Við höfum litið svona mörg ár. Og ætlum ekki að breyta en þessar ásakanireru óþolandi. Sennilegt er að islenska sjónvatP^ taki Brideshead Revisited til sýning‘rr uth- gerði sjálfsagt margt vitlausara. Að ofan David og Geoff i bresku hljómsveitinni Modern Romance, mynd Charles og Sebastian úr Brideshead Revisited. 34 Vikan 16. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.