Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 62
Lausnin á
lukkuplötunni
kemur ekki
fyrr en eftir
sex vikur
Kæra Vika.
Nú verð ég að gefa ykkur
skömm í hött, heldur betur.
Þannig er mál með vexti að í
getrauninni lukkuplatan kom
mynd af Pálma Gunnarssyni.
Ég er alveg viss og sendi lausn
en í Vikunni á eftir, þegar
lausnin átti að birtast, stendur:
„Það er greinilegt að John
Lennon er ekki gleymdur þótt
horfinn sé á vit feðra sinna. ”
Þetta stendur þarna svart á
hvítu. Lengi lifi Vikan.
Bless.
Svona einfalt er málið nú ekki. í
fyrsta lagi gefum við lesendum
tvær vikur til að senda inn
lausnir á lukkuplötunni. Póst-
þjónustan er mishröð og því
bætum við enn nokkrum dögum
við. Um það bil þremur vikum
eftir að viðkomandi spurning
birtist í blaðinu er dregið úr
réttum lausnum. Síðan er Vikan
þrjár vikur í vinnslu þannig að
lausnin á lukkuplötunni birtist
jafnan að sex vikum liðnum.
Að gefnu tilefni er rétt að
benda lesendum á að draga ekki
um of að senda inn lausnir. Það
er i lagi að senda fleiri lausnir
saman í bréfi ef ekki eru liðnar
meira en svona tvær vikur frá
því spurningin birtist í blaðinu.
IMudd_______________________
Kœri Póstur.
Þannig er mál með vexti að
mig langar svo mikið til að
læra nudd en vandinn er að ég
get hvergi fengið upplýsingar
um slíkt nám því þar sem ég
bý er enginn sem hefur glóru
um slíkt nám. Ég er búin að
skrifa Póstinum tvisvar áður og
hef í hvorugt skiptið fengið
nokkurt svar og nú geri ég
þriðju og síðustu tilraun. Ég
ætlaði að athuga hvort
Pósturinn getur hjálpað mér að
fá þœr upplýsingar sem ég þarf.
Fyrst er það: Hvar nudd er
kennt? Hvað er það langt nám
V)g hvar get ég fengið allar upp-
lýsingar sem ég þarf? Ég verð
Póstinum mjög þakklát ef hann
getur hjálpað mér og þá skal
ég seinna meir sjá um giktina
fyrir hann.
Með fyrirfram þökk,
Rósalynd.
Nokkrir hafa skrifað og spurt
svipaðra spurninga og skal
Pósturinn reyna að svara þeim
nú í eitt skipti fyrir öll. Nudd
skiptist í grófum dráttum í
líkams- og partanudd sem fram-
kvæmt er á snyrti- og nudd-
stofum, svo og á sumum heilsu-
ræktarstofum. Hins vegar er það
sjúkranudd. Fyrrnefnda nuddið
er kennt á stofum hérlendis, til
dæmis í Snyrti- og nuddstofunni
Paradís, í Nudd- og gufubað-
stofunni Sauna og Snyrtistofu
Fjólu Gunnlaugsdóttur í
Reykjavík. Námið tekur eitt ár
og að loknu námi fá nemendur
viðurkenningu. Annar kostur og
betri, en dýrari, er að fara utan,
til dæmis til Danmerkur eða
Englands, og nema snyrtingu og
nudd í góðum skólum sem þar er
að finna. Námið tekur yfirleitt
ár. Reyndu til dæmis að skrifa:
London College Of Beauty
Therapy, 31 Brook Street,
London WIY ÍAJ, England,
eða Chapneys College Of
Health And Beauty, Tring,
Herts HP 23 6HY, England.
Skrifaðu á ensku, sendu umslag
með nafni og heimilisfangi þínu
og aðþjóðleg svarmerki með í
bréfinu og ættir þú þá að fá allar
nánari upplýsingar.
Engin reglugerð er til um
nudd eða nuddstofur hérlendis
og ekkert fagfélag. Sigrún
Kristjánsdóttir á Snyrti-og nudd-
stofunni Paradís sagðist góðfús-
lega veita nánari upplýsingar.
Sjúkraþjálfun er hins vegar
löggilt starfsgrein og nám í
sjúkranuddi einn þáttur í því
námi. Sjúkraþjálfun er kennd
við Háskóla íslands og tekur 4
ár. Stúdentspróf er að sjálfsögðu
nauðsynlegt. Nánari upp-
lýsingar um það nám fást i
Háskóla íslands.
Aðdáenda-
klúbbar
Star Wars_________________
Margar fyrirspurnir hafa borist
varðandi leikarana og fleira í
Stjörnustríði (Star Wars).
Pósturinn reynir að sjálfsögðu
að svara þeim eftir bestu getu.
Póstinum tókst og að grafa upp
utanáskrift tveggja „aðdáenda-
klúbba ”:
The Star Wars Contact Club,
Roland Kirkby,
31 Greenway Park,
London S W20 jBQ,
England.
og
Official Star Wars Fan Club,
P.O. Box. 22 San Rafael,
California 94912,
U.S.A.
Skrifið á ensku. Vélritið nafn
ykkar og heimilisfang utan á
umslag og stingið því inn i bréfið
ásamt alþjóðlegum svar-
merkjum (sem jafngilda frí-
merkjum). Þau fást á
pósthúsum.
LUKKUPLATAN
Andlitið er ekki meðai þeirra
þekktustu i poppheiminum — en
nafnið kannast áreiðanlega margir
við. Hann er tæplega þritugur Eng-
lendingur. Fyrir 9 árum vakti hann
mikla athygli fyrir plötuna Tubular
Bells. Nu er þessi plata talin tH
bestu tónverka poppsins. Nýjasta
platan hans heitir Five Miles Out
og samnefnt lag var sýnt i Skon-
rokki fyrir nokkrum vikum.
Skirnarnafnið er Mike en eftir-
nafnið?
Nafn hans er:------------------------------------
Sendandí er:______________________________________
Heimili___________________________________________
Póstnúmer____________________Póststöð_____________
Utanáskriftin er: VIKAIM, Lukkuplatan '82 — 16
PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK.
Vinningshafar
Lukkuplatan '82-10
Á myndinni var Cliff Richard
Eftirtalin fá senda plötu með Cliff Richard:
Einar H. Steinsson, Bókhlöðustíg 13, 340 Stykkishólmi.
Bergþóra Bergsteinsdóttir, Hliðargötu 25, 750 Fáskrúðsfirði.
Elva Ingólfsdóttir, Brimnesvegi 17, 625 Ólafsfirði.
6* Vikan 16. tbl.