Vikan


Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 27

Vikan - 22.04.1982, Blaðsíða 27
Háskólakórinn á írlandi „It's a long way to Tipperary" — But / AM THERE! Allir isiendingar þekkja lagið og textann en fáir hafa komið til Tipperary. Þórey fékk sér auðvitað eina flösku af Guinness. í boði John Bolgers, varaborgar- stjóra Kilkenny. Hann hafði aldrei borið embættistákn borgarstjóra áður. Til hægri á myndinni er eigin- kona Bolgers og sonur, vinstra megin Þórey, Kristín og Chris. , ' . KiHarney bæjar er rúmlega ''ma aks(ur frá Cork gegnum |(jllagar SVeitir Cork og Kerry sýslnanna. rnan fney vötnin hafa heillað margan oröiðnmn °8 ófá málverk og Ijóð hafa s,Und nar til. Búðargluggi írlands er ferðaUm sa8t, þangað fara flestir þeir sUmmenn sem koma til írlands á r0eStu . ^ veturna liggur bærinn að Eýj-i 1 /iVala og bíður næstu tarnar. kórsQn'1^11 i^úamir þiggja íslenskan krájn ,g ^113 iaugardagskvöld i mars, kórfub a^' *3etur eins og oftar. Svo var tires^ °'a'e'*(ur milli heimaliðs og kr að er ekki að sökum að spyrja og '"'átiast mútmælaganga til að ^Obby e'lt ár Var i'^ið frá Því ^iðUrð anc*s Þóf mótmælasvelti sitt. ^flýsj (Uni a^ s*tta okkur við ósigur og Verið i s n*e'*CUnum sem ráðgerðir höfðu ^Ustrj n°lrum sal sem tilheyrir munka- "Pp j m 'it'ega vitleysa að troða ekki tttrt þgð e.SSU ^já munkunum sem lauk ityrja ^ eyti sem tónleikarnir áttu að ar Var fullt hús. En svona getur verið erfitt að sigra heiminn, Killarney var ekki unnin, aðeins Danny Mann kráin. írann þarf á taka á heimavelli. Sunnudagur á slóðum Kcrry-manna Sunnudagurinn var frídagur og ekki ónýtt að vakna upp i glampandi sól og bliðu. Flestir bjuggu á international Hotel í miðbænum en nokkrir voru á farfuglaheimili í stóru húsi rétt fyrir utan bæinn. Á móti klausturaganum þar kom dásamlegt útsýni yfir vötnin þrjú og bæinn sjálfan. Sunnudagsbíltúrinn var „Kerry- hringurinn”, hefðbundinn ferðamanna- hringur um frekar hrjóstrugt landslag en fallegt. Þarna er meginuppspretta hinna frægu Kerry-brandara sem taka á sig ýmis gervi i öðrum löndum. Hafnar- fjarðarbrandarar heita þeir á íslandi. Kerry-menn þykja skrítnastir manna á írlandi og þurfa því að þola að vera hafðir að háði og spotti. Mest er þetta öfundsýki þvi af öllum góðum írum eru Kerry-menn liklega bestir. Og þeir eiga líka einhver frjósömustu héruðin og fegurstu. Skortur á kvenfólki er eigin- lega eina vandamálið þarna, annar hver bóndi er semsé piparkarl og mömmu- drengur. Mildi að ekki fækkaði kven- röddum kórsins á áningarstöðunum i Waterville og Sneem svo ekki sé talað um á pissistoppinu skammt fyrir utan Sneem. Þá held ég kindakíkirinn hefði komið bændum vel ef myrkrið hefði ekki verið skollið á. í Limerick og Kilkcnny Mánudagur og lifið gekk sinn gang að öðru leyli en því að Háskólakórinn skellti sér yfir til Limerick, drottningar- innar við Shannon-fljótið. Við reistum þessa borg eins og margar aðrar á írlandi, við sem í upphafi 9du aldar komum í vikingagervi frá Norður- löndunum, drepandi, nauðgandi og meiðandi. Nú komim við með friði og heldur framlág sum. Kvefskratti hafði verið að grafa um sig i kórnum og tals- verður slatti var illa haldinn. Sá góði maður John Ruddock, skólastjóri í Villier’s skólanum þar sem sungið var, dreif heilan hóp til læknis og með lagni hans fékk okkar fólk forgang. Þetta var aðeins byrjunin á þvi sem skólastjórinn átti eftir að gera fyrir okkur þvi eftir tón- leikana var heljarinnar boð þar sem krakkarnir i skólanum þjónuðu af mikilli list. Kannski var þó best af öllu að hita- stigið i skólahúsinu var talsvert fyrir ofan irskt meðallag, öfugt við það sem reyndist á farfuglaheimilinu og gisti- húsunum um nóttina. Tónlistarfélagið í Limerick sá um tónleikana. í salnum þarna hafa margir heimsfrægir listamenn verið og i gesta- bókinni fannst einn með íslenskt heimilisfang, sjálfur Vladimir Ashkenazy. Fulltrúar íslands eru ekki af verri endanum. Kilkenny nýtur þeirrar sérstöðu irskra smábæja að kallast borg eða „city”. Þar búa um 12 þúsund manns. Varaborgar- stjóri tók á móti kórnum og bar embættistákn borgarstjóra yfir axlirnar i fyrsta skipti á ævinni enda hafði hann ekki áður gegnt jjcyldum borgarstjórans sjálfs. Fyrir móttökuna snæddum við miðdegisverð á hóteli — kjúklingur! Hreint ekki svo slæmur kjúklingur — og soyabaunalaus. Svona i framhjáhlaupi mætti nefna að allmargir höfðu fengið sér kjúkling i Limerick daginn áður og jafnvel í Kellarney þar áður. Í Kilkenny eru 8 kirkjur og ein sex trúfélög. Tónleikarnir voru haldnir i einni aðalkirkjunni, St. Canice’s kirkjunni frá því um 1200. Faðir Chris er þar „Dean” eða einhvers konar prófastur. Hjá fjölskyldu hans og nokkurra annarra yfirmanna kirkjunnar gistum við um nóttina. Gestrisni þessa ágæta fólks verður vist ekki of mikið lofuð. Háöldruð nunna kom á tónleikana í Kilkenny, Colum Banus að nafni. Hún hafði verið á íslandi fyrir 3 árum og átti þaðan góðar minningar. Marga vini sagðist hún eiga þar og bað fyrir kveðjur til þeirra, sérstaklega til fjölskyldu Daviðs Schevings. Útvarpsupptaka, þjóðlagaklúbbur og meira af kjúklingum Eins og aðrir vaknaði Séamas bilstjóri um morguninn sæmilega hress. Hann var að spauga með það kvöldið áður að hann ætti von á eldingu af himnum á hverri stundu til að refsa sér. Hann fór nefnilega inn í St. Canice’s kirkjuna og það var i fyrsta skipti á ævinni sem hann steig fæti inn í kirkju mótmælenda á írlandi. Yfirleitt er kaþólskum lítið um kirkjur mótmælenda gefið. 16. tbl. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.