Vikan


Vikan - 20.05.1982, Síða 13

Vikan - 20.05.1982, Síða 13
Úr rfki náttúrunnar Fíflasnafs Hreinsið blómin vel og vandlega í rennandi vatni. Þerrið mesta vatnið af og setjið blómin í krukku. Hellið klára- víni yfir blómin og lokið með þéttu loki. Látið við svo búið standa í 1 -2 vikur. Þá er vökvinn siaður frá og settur á flöskur. Tilbúið til drykkjar. Fíflavín 1 fjóra lítra af víni þarf um 2 I af fifla- blómum. Þvoið blómin vel og vandlega í rennandi vatni. Leggið þau þvi næst í bleyti í bala og merjið tvær campden töflur (sótthreinsandi töflur) í vatnið. Hreinsið síðan með rennandi vatni. Best er að nota dós af sterkum vinberjasafa sem uppistöðu i vínið. í heildós þarf um hálft kíló af sykri til þess að vinið verði hálfsætt. Best er að nota sauterne-geril. Bætið blómunum út í bruggið þegar fyrsta stig gerjunarinnar (þegar gerjunin er mest) er gengið yfir. Best er að hafa blómin i hreinni grisju og binda eitthvað þungt við þannig að grisjupokinn sigi til botns. Blómin eru höfð í brugginu i um þaö bil viku. Vindið grisjupokann vel og vandlega til þess að ná sem mestu af essens úr blómunum. Að öðru leyti er farið eins að við bruggun á fiflavini og við bruggun á víni úr vinberjasafa eða ávöxtum. Ekki verður því nánar lýst hér en handhægar upplýsingar má fá úr ýmsum bókum. Athugið að í það minnsta ár liður áður en vinið er tilbúið til drykkjar. Bætið hvítlauk og saxaðri steinselju saman við. Skerið beikonið i litla bita cg steikið við fremur litinn hita. Þeytið eggin lauslega og bætið 1 msk. af oliu saman við. Saltið (notið mjög lítið salt eða sleppið því alveg ef beikonið er mjög salt) og piprið. Steikið eggjakökuna á pönnu við fremur lágan hita. Þegar kakan byrjar að hlaupa er blómum og beikoni hellt út á. Kakan brotin saman og borin fram meðbrauði. Fíflakaffi Úr fíflarótinni má búa til ágætt og heilsusamlegt „kaffi” eða nota rótina sem kaffibæti. Takið fremur stórar plöntur upp með rótum og skerið ræturnar af. Hreinsið ræturnar vel með rennandi vatni og bursta. Skerið þær í litla bita og setjið f ofnskúffu. Hitið ofh- inn í 200°C. Ristið rætumar í um það bil klukkustund eða þar til þær eru brúnar og stökkar. Maliö síöan í raf- magnskvörn eða i höndum. Setjið 4 desertskeiðar af duftinu í heitan ketil og hellið 1/2 1 af sjóðandi vatni yfir. Látlð trekkjast dálitla stund og sykrið ef vill eða notið hunang. 20. tbl. Vikan 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.