Vikan


Vikan - 20.05.1982, Page 15

Vikan - 20.05.1982, Page 15
Undir Bakkanum „Hvað ég nota í beitu? Það er kolkrabbi og síld. Er að reyna að fá þann gula. Þetta fer á bátinn Fram, sem er sjö tonn. Þar er einn á sjó og annar í landi. Óðinn sonur minn er á sjónum en ég sé um að beita hérna í skúrnum. Reyndar er ég fæddur og uppalinn hér á staðnum og fólkið mitt er í sveitunum í kring. Ýmislegt hefur breyst með árunum, sjáið til dæmis gömlu Kaupfélagshúsin hérna fyrir ofan. Þau þykja nú ekki samkvæmt nýjustu kröfum í dag en þóttu góð áður. Þetta var mikið stökk úr gömlum torkofum og upp í fjögurra hæða hus eins og þau eru. Og menn voru ekki að kvarta þá, báru 200 punda sekki frá Kaupfélagsbryggj- unni og upp á efstu hæðina. Þetta voru harðir karlar. Ef þið ætlið að skrifa um Húsavík verðið þið að vita eitthvað um staðinn. Hingað kom fyrstur Garðar Svavars- son og dvaldi einn vetur þar sem gamli barnaskólinn er. En bræðurnir Höskuldur og Héðinn settust að á Héðins- höfða og í Skörðum, sitt hvorum megin við Húsavík. í Landnámu segir að Höskuldur hafi tekið land í Skörðuvík, sem finnst ekki núna. Af ýmsu öðru segir svo í Landnámu og Sögu Húsavtkur sem þið verðið að fá ef upplýsingunum á að vera treystandi. Og svo ætt- uð þið að tala við hann Árna i næsta skúr. Hann er ættaður úr Látrum, af þekktu aflakyni." UndirBa. skipta nút Jónsson et 20. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.