Vikan


Vikan - 20.05.1982, Qupperneq 24

Vikan - 20.05.1982, Qupperneq 24
Framhaldssaga KÓRÓNAN á ég aö segja — grimmd? — i svipnum. Háriö var dökkt með koparrauðum gljáa.... — Ron? hrópaði Tone upp yfir sig. — Maðurinn stansaði hjá mér og heilsaði. Hann talaði sérkennilega gel- iska mállýsku. Hann spurði hver ég væri og virtist hæstánægður með svar mitt. Mér til ólýsanlegrar undrunar rétti hann þvi næst fram slíkan dýrgrip að ekki á sinn lika, konungskórónu, og bað mig varðveila af alúð. „Þvi hér í Temair á hún heima,” sagði hann. Temair er hið fornirska heiti á Tara. „Ég hef leitað hennar áruni saman,” hélt hann áfram. „Ég gaf aldrci upp vonina um að finna hana og hérer hún nú." — Kórónan! sagði Martin fagnandi. — Hún er þá i góðum höndum. — Þvilík ósvifni! hrópaði Parkinson. — fann þessa kórónu, það er hér sem hún á heima. Hún verður vonandi flutt hingaðsem fyrst. — Nei, sagði White Ijúfmannlega. — Hana látum við aldrei af hendi. — Ungi maðurinn sagði mér margt meðan við reikuðum um Tara þctta kvöld, hélt hann áfram. Hann sagði mér allt sem gerðist hér i Noregi. Ég hef skrifað niður alla frásögn hans og hér með afhendi ég hana rannsóknarlögregl unni. En hann lagði á það mikla áherslu að |rað væri þctta unga fólk hérna, Ann ika, Tonc, Martin og Jörgen — og raun ar einnig að hluta til Knut — sem ætti allan heiðurinn af þvi að hafa uppgötvað þetta alll saman, þýtt ogamristurnar og fundið bæði sverðin og kórónuna. Eink um vildi hann nefna framlag Martins... — Það er vissulega áhugavert, greip rektor frani í. — Ég fékk einmitt í dag bréf frá prófessornum ykkar, Martin og Annika. Hann hafði lesið allt um málið i blöðunum og hann vildi láta það koma l'ram að hann hefði mikið álit á Martin Öyen. Hann kvaðst þess fullviss að hann hefði verið fær um að leysa þessa gátu. Hins vegar kvaðst hann ekki hafa mikla trú á hæfileikum Parkinsons. — Nei, þvi get ég trúað, sagði Parkin- son hvasst. — Prófessorinn er auðvitað öfundsjúkur yfir velgengni minni. White tók upp þráðinn aö nýju. — Þessi ungi maður sýndi mér blað, sem hann hafði i fórum sinuni, með nöfnum og heimilisföngum tveggja þessara ung- menna. Martin kinkaði kolli. — Ég lét hann hafa þau svo að hann gæti haft samband viðokkur. — Ég skil. En svo lagði þessi ungi maður á það þunga áherslu að tvær manneskjur, Parkinson og Lisbeth, ættu ckkert gott skilið. Hann kvaðst hafa heyrt þau tala um að þau yrðu að kom- ast yfir þessar fornminjar hvað sem það kostaði. Og hann fullyrti að Parkinson hefði atdrei ráðið fram úr neinu sjálfur. Hins vegar hefði hann hvaðeftir annað reynt að stela frá þeim. Mér skildist að laust prófessorsembætli kæmi hér eitt hvað við sögu. — Þetta er lygi! skrækti Parkinson. Hann lýgur. Rektor, þið hljótið að skilja að þetta svokallaða vitni er einskis virði. Ron var i vitorði með þessum fjórum. l*ctta er samsæri gegn mér. Þctta er ekk ert annað en hrein og klár öfundsýki. Maðurinn er njósnari, hann er hættuleg- ur.... Parkinson var óslöðvandi. Tone virti liann fyrir sér með íhygli. Hann hafði eitt sinn varpað því fram að Ron væri ckki heill á geðsmunum. Sá ætti ekki að kasta steini er i glerhúsi býr, flaug henni nú í hug. Málið var raunar i hálfgerðum hnút. Þá fékk Martin skyndilega hugmynd. Hún var eiginlega hlægilega einföld og hann furðaði sig á að engum skyldi hafa dottið hún fyrr i hug. Að visu hafði til þessa enginn utan þeirra séð kórónuna eigin augum. Nú aftur á móti... — Parkinson, sagði hann. — Þú full- yrðir sem sagt að þú hafir fundið kórón- una og haft hana með höndum? — Vissulega! — Og að við höfum stolið henni frá þér? — Það veistu jafnvel og ég. Reyndu ekki að hvítþvo þig af þvi. — Prófessor White, sagði Martin án þess að skeyta um móðgunaryrði Parkinsons. — Þú hefur séð kórónuna, er þaðekki? — Jú, vissulega, ég er hér með myndir af henni. Hann seildist i innri jakkavasa sinn en Martin bandaði frá sér. — Nei. biðum aðeins. Ég legg til að við öll, sem vorum á Steinheia, nema Knut teiknum kórón una eins og við teljum hana vera. Síðan getum viðlitiðá Ijósmyndirnar. í þögninni sem fylgdi var þungur andardráttur Parkinsons auðheyrilegur. Taugaóstyrkur hans fór ekki fram hjá neinum. — Ja. ég gengst inn á þetta, sagði hann loks. — En ég meiddi mig i þumal- fingrinum i gær og auk þess er unnusta min miklu færari að teikna en ég svo að ég vil að hún teikni kórónuna fyrir mig. Þetta sagði hann þar sem það var Lisbeth sem legið hafði á glugganum og séð þegar þau unnu að hreinsun kórón- unnar á Steinheia. — Þið verðið bæði að teikna, sagði lögreglufulltrúinn. — Hvort fyrir sig. — En ég get það ekki. Þumalfingur- inn.... — Nú, jæja þá, þið getið þá hjálpasl að, sagði lögreglufulltrúinn óþolinmóð- ur. — Ég legg til að allir skrifi svo undir teikninguna úr hvaða efni kórónan er, bætti White við. Tiu minútum síðar lágu fimm teikningar á borðinu. Pjórar þeirra voru áberandi likar. Sú fimmta, teikning Parkinsons og Lisbethar, var vissulega áþekk en liktist þó öllu meira hinni þekktu búrgúndisku kórónu. Þau tvö höfðu hvislast mikið á meðan Lisbeth teiknaði. — Jahá, sagði rektor stuttur i spuna. — Ég sé að þið hafi skrifað hér „járn". Parkinson. — Já, aðsjálfsögðu! — Það hafa þau hin ekki gert. Gelum við fengið að sjá ljósmyndirnar núna, prófessor? Prófessor White lagði þær á borðið og allir lutu yfir þær. Við þeim blasti kóróna Cadalláns konungs, hvílandi á kóngabláu flaueli. Allir viðstaddir gripu andann á lofli. — Er þetta járnkóróna, Parkinson? spurði lögreglufulltrúinn silkimjúkri röddu. S yndaselirnir tveir voru teknir höndum og fluttir á brott. Loks kom Annika sér að þvi að bera fram spurningu sem brunnið hafði á vör- um hennar allan timann. — Prófessor While. Kom ungi mað- urinn, sem þú hittir, með þér til Noregs? White brosti vingjarnlega við henni. — Þú ert Annika, er það ekki? Nei, hann kemur ekki oftar hingað. En hann bað mig fyrir kveðju til ykkar og sérstak- lega til þin. Annika. „Biddu hana að gleyma mér ekki,” sagði hann. „Og biddu hana að fyrirgefa mér.” Annika brá hönd fyrir augun. — Þökk fyrir, hvislaði hún. — Ég skil ekki hvers vegna hann er alltaf að biðja þig um fyrirgefningu, sagði Tone en systir hennar svaraði engu. — Ég bauð honum vitanlega að koma með, sagði White. — En þá brosti hann aðeins. „Timi minn er á enda," sagði hann. „Það verður gott að fá hvildina.” Og það verður að segjast eins og er að maðurinn leit sannarlega ekki hraust lega út. Annika greip um hönd Martins og þrýsti hana fast uns hún náði aftur stjórn á sér. — En segið mér nú, sagði rektor ákaf- ur. — Hversu gömul er þessi kóróna eiginlega? Tilheyrir hún ef til vill hinum horfnu munum irsku krúnunnar? — Nei, hún er miklu eldri. Heima i Dublin er nú verið að reyna að komast að einhverju sem skýrt gæti sögu henn- ar, svo og Cadalláns konungs, eða CATUVELLANOS, sem nefndur er i textanum. Að nokkrum tíma liðnum gerum við svo þennan fund opinberan við hátíðlega athöfn. Og þá viljum við gjarna fá þessa ungu vini okkar i heini- sókn, svo og alla þá sem unnið hafa að lausn gátunnar. Flugferðir og uppihald verða að sjálfsögðu ókeypis. Hvað segið þið um það? — Við þiggjum vitanlega þetta góða boð með þökkum, sagði Martin. Skop 24 Vikan 20. tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.