Vikan


Vikan - 20.05.1982, Side 26

Vikan - 20.05.1982, Side 26
Framhaldssaga — Ég viiui gjarna heimsækja Tara, sagöi Annika dreymandi, White sneri sér aö rektor. — Við höf- um ekki hugsað okkur að gera neitt til- kall til sverðs Feorníns. En við vildunt ákaflega gjarna fá konungssverðið, ef það er nokkur möguleiki. Rektor hikaði. — Það heyrir nú ekki beinlinis undir mig. Vitanlega ætti það að vera á sama stað og kórónan en... Nú, jæja, ég er ekki rctti maðurinn til að taka ákvöröun i þvi niáli. En má nú ekki bjóða ykkur á safnið og lita á ogam- risturnar þar? Þá sjáið þið með eigin augum hvað þetta unga fólk hafði i höndunum i byrjun. Það var heldur rýrt i roðinu og ég verð að segja að ég dáist að þeim. Allir fylgdusl að á safnið, þar sem fjórmenningarnir útskýrðu lið fyrir lið hvernig þau höfðu fetað sig áfram i þýð- ingu lextans. Útskýringar þeirra vöktu mikla athygli. I’rófessor Wliite bauð tii kvöldverðar á hótelinu og þvi næst kvöddu þau og héldu heim á leið. Vorsólin vermdi og náttúran skartaði sinu fegursta. Þau fóru i næsta al menningsgarð þar sem þau reikuðu um hugsandi i vorbliðunni. — Ég held ég mundi slcppa því að lesa blöðin á morgun, ef ég væri Parkinson, sagði Jörgen. — Hugsið ykkur — eftir allt þetta grobb og þessar hégómlegu ntyndir. Tone var með hugann við annað. — Ég skil ekki ennþá hver Ron var i raun og veru. — Æ, hann getur hafa verið hver sem er, sagði Jörgen sent aldrei hirti um að kafa of djúpt í sálardjúpið. — Nei, hann getur ekki Itafa verið hver sem er, andmælti Tone. — Það er rétt, sem viðsögðum, að hann vissi allan timann meira en við héldum. Það var liann sem fann sverð Feorníns. Hann hlýtur að hal'a þekkt söguna um kórónu Cadalláns. — Já, sagði Martin. — Nóttina sem hæst lét i vindinum, svo að þaut i kletta- skorununt, þá sá ég hann einmitt uppi viðsteinhöfuðið. Hann hefur verið að athuga hvort liann gæti haggað steininum, sagði Jörgen. — Og svo fékk hann okkur fá- vitana til að vinna fyrir sig. — Ég er ekki samþykk þvi að það hafi verið fávitalegt á neinn hátt, andmælti Tone. — En ég hef verið að velta fyrir mér umbúðunum sem hann bar undir slakknum. Ég held raunar ekki að það hafi verið untbúðir. Það var eitthvað annað. harðara.stifara.... Skyndilega greip Annika um höfuðið og hljóp burt frá þeim. — Ég vil ekki heyra nteira, æpti hún. — Ég vil ekki hlusta á ykkur. Martin hljóp þegar á eftir henni. Þau Iturfu von bráðar inn á milli trjánna. — Hvað er að henni? sagði Jörgen skilningssljór. KÓRÓNAN Tone stansaði. Hún var orðin mjög föl. — Mér detlur dálitið i hug. — Hvað þá? spurði Knut. — Nei, það er óhugsandi. Það er al- deilis óhugsandi! — Hana nú! Þú litur út eins og það ætli að liða yfir þig, sagði Jörgen. — Hvaðer eiginlega að ykkur kvenfólkinu? — Ég held að Marlin hafi einnig sinar grunsemdir, tautaði Tone eins og við sjálfa sig. — í gær var hann að tala um ibúðina hans Rons. Hún var svo skelfi- lega köld og tóm, sagði hann. — Já, og hvað nteð það? spurði Jörgen. Tone var sem i öðrum heimi. — Mér var alltaf kalt i návist hans. — Hvers? Martins? — Nei! Nei! Jörgen hrukkaði ennið. — Ég man það núna, þegar þú segir þetta, að við þurftum alltaf að bæta á eldinn þegar hann kom inn. — Ég veit það er eitthvað sem þjakar Anniku, sagði Tone og var nú auðséð að henni leið afar illa. — Ron var sjaldan innan dyra. Oftast skaut hann upp koll- inuni einhvers staðar úti. Og fyrstu nótt- ina, þegar hún sá hann birtast i tungl- skininu, þá kom hann frá trjálundinum. Hann var oft þar. — Hann var hálfgerður útilegumað- ur, sagði Jörgen og hló. En Knut horfði hugsandi á Tone. — Það er eitthvað að úlnliðnum á Anniku. Tone kinkaði kolli. — Hann vildi aldrei koma nálægt okkur. Aldrei. Og hann gat ekki lesið annað en ogam. Og þessi grimmdarvottur í andlits- dráttunum... — Og þetta með bláu logana, sagði Knut. — Ron fullyrti að þeir væru einn- ig i kringum hana, var þaðekki? En hún sá það auðvitað ekki sjálf. — Ég hjó lika eftir þessu, sagði Jörgen, án [tess að skilja raunverulega hvað þau voru að fara. — Hrævareldur er aldrei i kringunt J'ólk. Ég held þetta hljóti að hafa verið eitthvert annars kon- ar rafmagnað fyrirbrigði. Tone gaut til hans augunum. — Hvað svo sem það var þá þori ég að veðja að það var bara i kringunt hann, sagði hún hugsandi. — En Annika veit meira en við. Miklu meira. — Já, sagði Knut. — En ég held við ættum að láta vera að spyrja hana. — Hvað er eiginlega að ykkur? Um hvað eruð þið að tala? spurði Jörgen gremjulega. — Ég skil ekki bofs! Tone hristi höfuðið ákveðin. — Nei, auðvitaðer þetta tóm vitleysa. Viðerum baia að rugla. Við létum hugmyndaflug- ið hlaupa nteðokkur i gönur, Jörgen. En hvaðer nú orðið af Martin og Anniku? M artin hélt utan um Anniku sem skalf og nötraði af ekkasogum. — Svona, svona, hvíslaði hann. — Þú mátt ekki hugsa svona. Mundu aðeins að hann elskaði þig. Mundu að hann bjarg- aði lífi þinu nóttina góðu. — Nei, það var ekki hann sem bjarg- aði lífi minu. Það varst þú sem komst á siðustu stundu. — Jæja, það má vera. En hann var mér þakklátur fyrir það. Hann vildi þér ekkert illt, Annika, hann langaði aðeins að hafa þig hjá sér. Hann var svo ein- mana. Þú verður aðskilja hvað þú varst honum mikils virði. Þetta var aðeins andartaks veikleiki sem hann iðraðist sáran síðar. — En úlnliðurinn... — Hafðu ekki áhyggjur af honum. Hann verður fljótlega jafngóður aftur. — Nei, hann verður það ekki. Þetta hverfur aldrei, sagði hún og grét sáran. — Jú, jú, svona, svona. Hann tók bliðlega um hönd hennar og strauk vöruiium eftir greinilegum fingra- förunum á úlnlið hennar. — Þú verður að gleyma þessu, Ann- ika. Eftir fimmtiu ár, þegar við sitjum saman og horfum á sjónvarpið á milli |ress sem við reynum að lækka roslann i barnabörnunum, þá skaltu hugsa um Fe... um Ron sem kæran æskuvin. Þá geturðu sársaukalaust hugsað um vind- inn á Steinheia og öldugjálfrið og rnána- skinið og ást Rons til þin, innilega blíðu hans og umhyggju fyrir þér. Hún grél við barm hans eins og hjartað væri að bresta. Svo lyfti hún höfði. — Eitt sinn horfði ég á vangasvip hans ... það var dimmt... hann var svo einkennilegur, það var eins og ég sæi i gegnum hann. Og nóttina í trjálundin- um... hann var svo nálægt... þá sá ég alls engaandlitsdrætti! Jörgen, Knut og Tone birtust álengd- ar. Martin bandaði með hendinni og þau gengu hæversklega á burt, án þess Ann- ika yrði þeirra vör. — En þegar hann tók um hönd þina? Þá hefurðu verið nær honum en nokkru sinni. Annika titraði eins og lauf i vindi. — Það var þá sem ég fékk hugboð — um sannleikann! En ég néitaði að trúa þá. Svo afhenti ég honum kórónuna.... ég kraup á kné.... ég rétti hana ósjálfrátt fram, eins og ég væri frammi fyrir.... Ó, Martin, það#é7i/rekki veriðrétt. — Nei, það held ég ekki heldur. Ég tel að Ron sé ungur hugsjónamaður, rétt eins og þú og ég, sem þekkti söguna um kórónuna, og hann þráði að flytja hana aftur þangaðsem hún átti heima. Og svo erum við að setja saman alls konar furðusögur i huga okkar! Hún brosti hikandi. — Trúirðu þessu i raun og veru? — Auðvitað? Hvaðannað? — Nei, vitanlega hefur þú á réttu að standa. En hvað maður getur heimskað sig. Þau risu á fælur. Martin horfði á Anniku, alvarlegur i bragði. — Annika, viltu hugsa um það sem ég sagði áðan — um barnabörnin? Hún gat ekki varist hlátri. — Mér þykir svo vænt um þig, Martin. Mér lík- ar mjög vel við þig. En ég veit ekki... ég á svolítið erfitt með að taka þig alvarlega. Eða... skilurðu... ég á bágt með að taka þvi ser.i sjálfsögðum hlut að þú meinir eitthvað með þessu. Maður sem allar stelpur eru skotnar í! Þú ert alræmdur, Martin! Hún sá að honum féllu orð hennar illa svo að hún reyndi að bæta fyrir þau: — Má ég ekki vera vinur þinn, kynnast þér betur — og þu mér? Ég veit að minningin um Ron á eftir að blikna. það verður ekki eins sárt að minnast hans eftir nokkurn tínta. En í augnablikinu virðist allt svo ómögulegt og erfitt. Skilurðu mig? Hún varð hugsi. — Heldurðu að við fáum að sjá hann aftur? í Tara? Martin horfði á hana þar sem hún stóð og starði út i fjarskann. — Nei, sagði hann hæglátlega. — Nei, viðfáum ekki að sjá hann aftur. En ef til vill skynjarðu hann i vindblænum sem strýkur um vanga þinn og varir. Minnstu hans þá og þiggðu ást hans. Hún kinkaði kolli. — Eigum við nú að fara til hinna? Hann hélt aftur af henni. — Annika. Ron fékk aldrei að kyssa þig. Ég veit að honum fannst við tvö eiga saman. Ég veit að hann hefði ekkert á móti því að ég kyssti þig — frá honum. Hún horfði undrandi á hann. — Lokaðu augunum og ímyndaðu þér aðégsé Ron. — Nei, Martin! — Gerðu eins og ég segi! Hún hlýddi. Svo fann hún varir hans við sinar í fyrstu varlega, bliðlega. Ron, hugsaði hún. Ron... En það var annað nafn semsífellt leilaði frant i hugann. Lengst aftan úr þokukenndum heimi sagnanna. Kossinn varð innilegri. Og Annika varð æ ráðvilltari. Svo faldi hún andlitið við öxl hans. — Nei, þú ert Marlin! En þú ert hreint ekki sem verstur heldur! Reyndu aftur — í þetta sinn sem Martin. Einhvern tíma hlutu draumamir að takaenda. i ■ SÖGULOK. Lj 26 Vikan 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.