Vikan


Vikan - 20.05.1982, Side 51

Vikan - 20.05.1982, Side 51
Draumar Leðja og snjór Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig um að ráða tvo drauma fyrir mig sem mig dreymdi fyrir stuttu með stuttu miUibili. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera að synda í vatni sem ég þekki og er í Svíþjóð, með um það bil sjö manneskjum sem ég þekki ekki neitt. Við erum að synda og leika okkur en svo fer vatnið að verða gruggugt og það endar með því að mér finnst það orðið að leðju. Þá heyri ég einn úr hópnum segja að það sé stórhœttulegt að lenda í svona leðju og að margir hafi farist. Mér verður þá litið til hliðar og sé ég hest, jarpan, og liggur hann hálfur upp úr leðjunni og hálfur ofan í henni, en sú hliðin sem stóð upp úr var öll með skrælnaðri, þurri mold sem þornað hafði I sólinni. Mér varð svo um þetta að ég sökk í leðjuna og þurfti að krafsa mig upp. Þegar ég kom upp úr sá ég stóran hól og var hann allur úr mold, allur þýfður og hæðóttur (nokkurs konar eyja) og hann var þurr. Ég synti að hólnum og það var ekki erftt en þegar ég var skriðin upp á hann hitti ég móðursystur mína, sem heitir J., ogfannst mér hún vera að bíða eftir mér þarna. Hún fylgdi mér yfir hólinn og við komum þá að lækjarsprænu sem ég stökk yfr og þá var ég komin á grænt gras. Þar skyrpti ég tvisvar og fyrst kom bara leðja en í seinna skiptið kom hreint munnvatn. Seinni draumurinn er á þessa leið: Mér fannst ég vera að labba í fjallshlíð sem var þakin fann- hvítum snjó, en þvert upp með (í miðri) fjallshlíðinni var mjór troðinn göngustígur sem ég var að labba eftir. Mér fannst eins og einhverjir væru þarna í förinni með mér en ég veit ekki hverjir. Skyndilega kom ég að tveim trjábolum sem lágu í vegi fyrir mér og þar sem stígurinn var mjór ætlaði ég að reyna að fikra mig fram hjá en hrasaði þannig að efri trjábolurinn var á stígnum en hinn hékk niður með fjallinu. Ég reyndi að krækja í trjábolina en þeir rúlluðu alltaf þannig að ég var alltaf að detta lengra og lengra og missa meira tak. Loks sá ég að þetta þýddi ekki svo ég ákvað að leggjast þversum í brekkuna og láta mig rúlla niður, sem ég og gerði. Þegar ég kom niður bratta hlíðina fylgdi mér mikill laus snjór og var það fyrsta sem ég hugsaði að fiýta mér burtu ef ske kynni að kæmi snjóskriða á eftir mér. Þegar ég var staðin upp sá ég í hlíð fyrir framan mig sumar- bústað móður minnar og stóð systir min, sem heitir J., og beið eftir mér. Sumar- bústaðurinn er brúnn og í kringum hann var bara órœkt, það er mold og enginn snjór. Fyrir um það bil 5-6 árum dreymdi mig að ég væri á jörð sem faðir minn á skammt fyrir utan bæinn og var ég þar í litlu hesthúsi ásamt tveim hestum sem faðir minn átti. Annar er jarpur og hinn gráskjóttur, en þarna stóð ég mitt í öllum hrossaskítnum og var með mikla klígju því hendurnar á mér voru svo skítugar. Sérstak- lega var óþægilegt hvað skíturinn var óþægilegur undir nöglunum og ég var alltaf að reyna að naga hann undan með tönnunum og skyrpa, en það gekk ekkert. G. Þig dreymir sterka og eindregna drauma og hér kemur ráðning sem þú ert ef til vill ekki fylli- lega sátt við en mundu að .draumar eru oft til að skýra .veruleikann fyrir fólki og þeir valda engu i sjálfu sér heldur segja manni hvað getur gerst. Fyrst er best að taka drauminn sem þig dreymdi fyrir 5-6 árum. Þar virðist sem þig hafi dreymt fyrir hjónabandi (þínu að öllum líkindum) og þar kemur fram að í þessu hjóna- bandi skiptist á skin og skúrir (eins og í flestum hjónaböndum) og flest bendir til að í þessu hjónabandi sé mikið um peninga, ef til vill peninga- eyðslu, og hjá þér kemur fram viss ótti við að fást við fjármál eins og þau séu þér mjög ógeð- felld. Einhverjar deilur geta verið eða hafa orðið um peningamál og þú ert í einhverri þeirri stöðu sem þér finnst óþægileg og vekur með þér reiði á stundum. Einhver í kringum þig er meira úti á lífinu en þér líkar (varla á það þó við um þig sjálfa þó ekkert sé útilokaö). Drykkja gæti verið með í spilinu. Hins vegar er ákveðin velgengni sterk í draumnum sem þrátt fyrir þessi óþægindi er ótvíræð. Draumanafnið í hinum tveim draumunum (nafn systur þinnar og móðursystur) er ótvírætt gott tákn og reyndar afskaplega sterkt gæfumerki. Þú gætir hafa átt við veikindi að stríða eða ein- hver þér nákominn, jafnvel svo að tvísýnt sé um líf á tímabili. Það líf varðveitist þó eftir draumnum að dæma. Erfið- leikar eru í báðum draumunum, þó greinilegri í þeim fyrri, og ef til vill er einhver þér nærri ekki nógu heill þér. Veikindin gætu hafa breytt einhverju í lífi þess veika. Ef til vill er um atvinnu- missi að ræða og erfiðleikatíma- bil gengur yfir og endar í tví- mælalausri velgengni. Græna túnið handan lækjarins merkir nýtendraðan ástarneista og ekki er hægt að sjá annað en eftir það gangi flest í haginn. Snjórinn i seinni draumnum er afskaplega gott tákn og ef til vill kanntu ekki alveg strax að njóta betri tima þegar þeir koma. En það kemur allt. Skop 20. tbl. Vikan 51

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.