Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 21

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 21
I Framhaldssaga _r_ W W BÓR í BLAÐFORMI V Urval VERÐ 36 KR. 7. HEFTI JÚLÍ Karlmanns- I I Tvö andlit tár I ástarinnar Bls.3 I I 5/J. 40 Gáta Callabonna-vatnsins...... 7 Bjarnarárásin................ 12 Dýrgnpir ■ Katrínar-klaustursins..... 18 H KJ'ajUl Velferðarríkið I um þœr? Bls. 38 er hægt að bjarga því?.... 34 ™ r Tvö andlit ástarinnar: 1. Á Gulag................ 40 II. Á hausti lífsins....... 43 Vísindafræði: sjúkdómur ■ Q^nd Úr sem breiðist ut........... 50 ■ úrvaisijðð................... 6i ■ diúpi hafsins Dádýrsriffillinn............. 68 H Skyndihjálp — oghvaðfyrst? ... 110 ■ BÍS. i3 Land uglunnar................116 Bókin: aÖ lUCy Bls. 82 miklum áhyggjum. Ég varð að reka hann vegna drykkjuskapar og ódugnaðar. Eftir því, sem mér er sagt, eyddi hann tímanum mestmegnis í drykkjuskap og þá gjarna í félagi viö Kristján. Nú býr hann í litlum kofa ekki fjarri Hedinge, og þar hangir hann illur út í allt og alla og nennir ekki einu sinni að reyna að verða sér úti um atvinnu. Ég útvegaöi honum vinnu á öðrum búgarði, þegar ég lét hann fara héðan, en hann fékk sparkið eftir örfáa daga. Ég er sannast sagna órólegur út af hon- um. Hann getur fundiö upp á hverjusem er. — Þér hafið annars góðu starfs- fólki á að skipa hér, er þaö ekki? — Jú, vissulega, ég er mjög ánægður meö það. Tessa opnaði munninn, en sá sig um hönd. — Þú ætlaðir að segja eitthvað, sagði hann, sem lét ekkert fram- hjá sér fara. — Nei, þaö var ekkert. Þau voru nú komin alla leið til dyranna, en hvorugt gerði sig lík- legt til að opna þær. — Já, segðuþaöbara! Hann stóð kyrr og horfði á hana með rósemi og festu í augnaráð- inu. — Jæja. Meðan ég lá rúmföst, var ég að velta fyrir mér nokkru, sem skiptir mig afar miklu máli. Ég vissi, að ég var ekki alvarlega veik í það skipti. En ég get oröið það síðar. Og hvað verður þá um Daníel? Höfuðsmaður af Ilmen, má ég biðja yður bónar? — Vitanlega! — Ég legg allt mitt traust á yður. Má ég biðja yður að sjá fyrir Daníel, ef eitthvað kæmi fyrir mig? Þér þyrftuð ekki að annast hann sjálfur, en mér þætti svo vænt um, ef þér vilduð sjá svo um, að hann fengi gott uppeldi og liði aldrei skort. Hann dró andann djúpt. — Þessi orð ylja mér um hjartarætur, Tessa. Ég skal með ánægju taka drenginn að mér, ef eitthvað hend- ir þig. Og mér kæmi aldrei til hug- ar að láta hann frá mér. Þú getur litiö á Hedinge sem framtíðar- heimili hans. Hins vegar vona ég innilega, að ekkert komi fyrir þig. —Þaö er fallega sagt af yöur. — Daníel þarfnast þín, sagöi hann stuttlega, eins og hann heföi skyndilega áttað sig á því, að orð hans mætti skilja á fleiri en einn veg. Svo hikaði hann andartak. — Þú horfðir ekki á málverkið! hrökk út úr honum. Svo hann haföi veitt því athygli. Hann hlaut að hafa staðið nokkuð lengiístiganum. — Mér geöjast ekki að því, sagði hún stutt í spuna, og hann spuröi ekki hvers vegna, þótt hann langaöi til þess. Hann opnaði fyrir henni dyrnar, lét Daníel í fang hennar og sneri við inn í forstof- una. Tessa hallaði sér að dyra- karminum og horfði á eftir hon- um. Baksvipur hans lýsti innri baráttu, stolti og einmanaleika. —'Höfuðsmaður af Ilmen, kall- aði hún, áöur en hún vissi af. Hann snerist á hæli, og hún bar ótt á: — Þrátt fyrir andlitslýtin finnst mér þér miklu viðfelldnari en Kristján. Stundarkorn stóð hann graf- kyrr, án þess að segja orð. Svo brosti hann vantrúaður. — Nei, Tessa, það getur ekki verið. Þetta segir þú bara af meðaumkun. Þú vorkennir mér. — Nei! andmælti hún áköf. — Andlit yðar er miklu áhugaverð- ara, máttugra, karlmannlegra og þokkafyllra. Og úr augum yðar má lesa skilning og samkennd meö öllu, sem lifir. Ég veit, aö þér reynið aö dylja þessa hlýju. En það tekst ekki. Ollum hér þykir vænt um yður. Óllum! Ja, meö einni undantekningu. — Hverersú? — Hún — þessistúlka. — 0, hún, sagöi hann og virtist létt. Hann gat ekki leynt ánægju sinni. Nú gekk hann fáein skref í átt til hennar. — Ég gleymdi að' segja þér, að þú þarft ekki lengur að óttast Jóhönnu á Bjargi. Hún er ekki lengur í lifenda tölu. Augu Tessu stækkuðu. — Já, sagði hann, og einkenni- legt bros lék um varir hans. — Hún var hneppt í fangelsi, og þar var hún böSuð. Það var meira en hún þoldi. Raunar var það henni fyrir bestu. Þaö var grafið og leit- að á bak viö fjóshauginn, og þaö, sem þar fannst, hefði nægt til að senda hana í gálgann. En hún slapp sem sagt við það. Tessa andvarpaði. — Ég get ekki sagt með sanni, að ég finni til hryggðar. En hvað með dýrin? Mér hefur oft orðið hugsað til þeirra. — Þau eru hér — öll saman! Framhald í næsta blaði. 30. tbl. Vikan zi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.