Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 34

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 34
málaðar varir og ilmvatn og kryddlykt af tyggjói. Hún sveigöist til hans eins og sólblóm fyrir vindi. „Svo ákvað ég að líta inn til Stan og Barböru áður en ég færi heim.” „Nú.” Gretti hún sig ögn? „Eg fékk tebolla þar.” „Jæja.” Hún brosti til hans svo að skein í gulltönnina og beið ekki eftir aö hann færði sig heldur snaraðist fram hjá honum og skildi eftir sig ilminn eins og silkislæðu í loftinu. Hann fyrirleit sjálfan sig fyrir tilfinningar sínar sem voru eitthvað á milli auðmýktar og ofsareiði. Síöari tilfinningin hvatti hann til að rífast við hana og fá hana til að játa allt en hann var líka auðmjúkur því að hann vissi ekki hvað hafði komiö honum til að aka fram hjá húsinu. Scott hafði kannski komið í lögleg- um erindagjörðum. Kannski hafði Scott verið með konuna með sér. Kannski höföu Scott og Celia komið bæði. Kannski var Alex erkibjáni að halda eitthvað annað. A hverju byggði hann eiginlega skoðun sína? Einhverjum furðulegum viðbrögðum? A því hvað Dana sendi Scott oft geislandi sólblómabros? Var einhver straumur milli Scotts og Dönu þegar þau hittust öll og erlendir bílar fylltu inn- keyrsluna? Alex hafði næstum sannfært sjálfan sig um aó þetta væri blátt áfram hlægilegt en svo skildi hann að ef koma Scotts hefði verið lög- leg (ef þannig mátti taka til orða) hefði Dana áreiðanlega sagt fyrir löngu: „Scott leit inn í dag og ég sagði honum að bíða eftir þér því að þú kæmir bráðum heim.” Alex hugsaði málið meðan hann þvoði sér um hendurnar og þurrkaði sér á handklæðinu sem var enn rakt eftir hana. Hann fór inn í eldhúsið. Fyrir utan eldhús- gluggann óx stórt tré og gul blómin lágu á rúð- unni eins og fólk á hleri. Hún hafði náð í bretti og var aö skera avókados. „Hvar er gamli tepotturinn sem amma mín átti?”spurði hann. „A hillunni eins og venjulega.” Hún leit undrandi á hann og tók kjarnana úr ávextin- um. „Hvers vegna ertu að spyrja um tepott- inn?” „Teið lak úr bollanum mínum þegar ég var hjá Barböru og Stan og Barbara sagði aö á honum væri hárfín sprunga og mér datt í hug hvort það væri ástæðan fyrir því að viö notum ekki tepottinn hennar ömmu lengur. Er ekki hárfínt brot í honum líka? Er hann ekki einsk- is nýtur?” Hún lauk við að hreinsa kjarnann úr, þurrk- aöi sér um hendurnar og gekk til hans: „Hvað gengur eiginlega að þér í dag, Alex?” Alex leit í augu hennar og reyndi að finna þar einhver merki um vanlíðan eða sekt. Hún fór aö skápnum, náöi í gamla tepottinn og setti hann á borðiö fyrir framan hann. „Þú getur skoðað hann ef þú vilt. Sprungan er meðfram stútnum en mér finnst svona hárfínt brot ekki gera hann einskis nýtan.” „Það er ekki hægt að nota hann ef hann er sprunginn.” „Enga vitleysu, Alex. Auðvitað er allt í lagi meö hann — það er hægt aö nota hann að vissu leyti og svo skiptir það heldur engu máli. Hann er fallegur. Hann gerir sitt gagn.” Hún kyssti hann undir augað, en þar voru að byrja að myndast hrukkur á þrjátíu og tveggja ára andlitinu. Hann slakaði á og hlustaði á hana syngja einhverja vitleysu um dí-da-dú í samræmi við tugguna. „Þetta sagði Barbara,” sagði hann. „Þetta hvað?” „Að hún vildi ekki henda bollanum þó aö hún vissi að hann væri sprunginn.” „Skynsamlegt hjá henni.” Dana setti avókadann í skál, marði hann meö silfurgaffli og kreisti sítrónu yfir. „Stan og Barbara sögðu aö viö ættum að hittast bráðum.” „Auðvitað.” „Kannski getum viö komið saman. Við tvö, Barbara og Stan og Scott og Celia.” Heimsku- legt að segja þetta. Hann hefði átt að orða þaö sterkara. Hann átti aö segja eitthvað ásak- andi og ganga að borðinu og vita hvort hún kipptist við þegar hann miiintist á Scott. „Auðvitað.” Hún sleikti gaffalinn. „Barbara og Stan spurðu um þig,” sagði hann eins og asni. „Þau spuröu hvers vegna þauhittu þigaldrei.” „Hvað sagðirðu þeim?” „Að þú hefðir of mikið að gera.” „Eg hef það líka. Ég þarf að hugsa um þrjá- tíu þriðju-bekkinga. Barbara þarf bara að hugsa um ostamaura í heimatilbúna ostinum sínum.” „Þetta var ekki fallega sagt, Dana, og ekki sanngjarnt heldur.” „Eg veit það. Barbara er salt jarðarinnar en ég er flögrandi fiðrildi.” „Þú kunnir vel við þau einu sinni.” Dana tók rauðlauk í aðra höndina og hníf í hina. „Ég kann vel við þau, Alex, en mig lang- ar ekki til að rífast aftúr um þetta. Hvers vegna viltu endilega að ég elski þau? Það er ágætt ef þú kannt vel við þau. Segi ég nokkurn tímann að þú ættir að hætta að hitta Barböru og Stan? Nei. Gerðu þaö sem þú vilt! Eg býst við því sama af þér.” „Að þú megir gera hvað sem þig lystir?” „Að ég megi hitta vini mína sem ekki þurfa aö vera vinir okkar.” (Eins og Scott? Það lá við að þetta hrykki út úr honum. Eins og Scott Robinson, sem lagði hrörlegum MG i innkeyrsluna okkar?) Dana sneri sér að honum með hnífinn yfir lauknum. „Á ég aö segja þér i hreinskilni —” (Já, segðu mér í hreinskilni hvort þú heldur við Scott Robinson, Dana.) —„hvers vegna ég þoli ekki Barböru og Stan Doritzer, fyrir nú utan aö mér hundleið- ist þau — sem ætti að nægja.” „Þaö er enginn glæpur að láta sér leiðast.” „Það er engin stórskemmtun heldur en ég gæti þolað það, ef þaö væri allt. Ég get ekki þolað þessa paraveröld þeirra þar sem allir eru eitt en enginn sál út af fyrir sig. Ég er ekki Dana þar. Ég er Dana-og-Alex. Hún er ekki Barbara, hún er Barbara-og-Stan. Þetta er ógeðfellt og síendurtekning og lokar mig inni. Dana-og-Alex og Barbara-og-Stan og -” „Celia-og-Scott?” Hafi hún fölnað var hún fljót að jafna sig og svara: „Kannski öskubuska-og-prinsinn, sama er mér. Mér finnst þetta þjakandi og kæfandi. Eiginmaður og eiginkona. Tvö og tvö. Alltaf þessi pör. Ég hata þaö.” Hún sneri viö honum baki og hann heyrði hana taka utan af lauknum. „Ertu orðin þreytt á að vera par?” „Við hvað áttu?” Lauklyktina lagði fyrir vitin. Dana skolaði á sér augun yfir vaskinum og leit á hann meðan vatnið rann enn niöur vangana. Hún teygöi sig eftir diskaþurrku. „Ég er orðin leið á að lifa lífinu eins og viö sé- um reyrð saman,” sagði hún. „Það er ástæð- an fyrir því að ég get ekki þolað Doritzer- hjónin. Þau mega hafa það þannig en það er ekki til neins fyrir þig að ætlast til þess af mér.” „Það hefur enginn beðið þig um það, Dana.” „Það þarf enginn að biöja, Alex — þaö er gefiö í skyn. Það er hluti sáttmálans. Menn ætlast til þess af manni. Comprende? Mér finnst viö öll hafa verið gelt svo að við getum verið rígbundin og örugg í hjónabandinu.” Hún hló gamla hlátrinum sínum og henti diskaþurrkunni frá sér. „Ertu orðin leið á örygginu? Er ekki betra aö vera öruggur en óánægður?” Brosiö hvarf af andliti hennar. „Hvað viltu aö ég segi, Alex? Að það sé betra að vera gift en dauð?” „Kannski ertu orðin leið á hjónabandinu.” Honum fannst undrunarsvip bregða fyrir á andliti hennar áður en hún sagði: „Hvað gengur að þér, Alex? Hvað settu þau í teið þitt? Edik? Hvað gerðirðu? Sastu þarna við borðið þeirra og dáðist að lífi þeirra og komst heim til að slást við mig? Ég þoli ekki fram- komu Stans. Hann er svo rólegur, svo elsku- legur, svo indæll, svo hugsunarsamur. Hann gerir mig vitlausa! Ég þoli ekki að hlusta á sögur um garðinn hennar Barböru eða bækurnar sem hún skrifar fyrir börn, þar sem allir vondu karlarnir borða hvítasykur. Hvernig geturðu þolaö þau? Þau eru svo heilög!” „Þér skjátlast, Dana. Þannig eru þau ekki.” „Allt í lagi — fyrst þetta er ekki nóg — ég þoli ekki að þau vilja aö ég — nei, andskotinn hafi það, Alex, þau vilja aö við — sitjum þarna opinmynnt og græn af öfund yfir hjúskaparhamingju þeirra. Alex — skilurðu ekki — að við eigum að hugsa: mikið eru Bar- bara og Stan hamingjusöm í hjónabandinu og er það ekki leiðinlegt að við erum það ekki líka. Égneita aðhugsa þannig.” „Þú heldur aö þú vitir allt. Þú vilt heldur — ” „Æ, haltu kjafti!” Hún henti hnífnum frá sér og þeytti lauknum yfir eldhúsgólfiö. „Það var allt í sómanum áður en þú komst heim. Allt. Þangað til þú komst heim frá þessum — englum. Ég ætla að segja þér eitt, Alex — þau eru ekki alfullkomin. Það getur ekki allt veriö í lagi hjá fólki sem leggur sig svo mjög í líma við að telja manni trú um aö allt sé í fínasta lagi. Þú getur trúað því sem þú vilt. Ég ætla útaðganga.” Hún strunsaði yfir eldhúsgólfiö og skellti á eftir sér svo að gleriö hristist í karminum. 34 Vikan 30. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.