Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 28

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 28
svæfinguna, en allt umhverfis mann eru öll þessi voöalegu, óstjórnlegu lögmál sem yfir- gnæfa tíma og rúm. Hann horfði á hana kross- leggja fæturna og toga í pilsfaldinn um leiö og sást í beinaber hnén. Andardráttur minn hefur leikið um þessi hné, hugsaði hann. Hann tók um dyrakarminn og reyndi aö þrýsta frá sér oröunum sem þegar höfðu mótast í huga hans: Ég á ekki annarra kosta völ. * au komu heim til Brooklyn um miðnætti, fóru hljóðlega upp stigann og hentu farangrin- um í forstofuna. Michael var þreyttur og hann svimaöi eftir allan aksturinn. Hann hafði ekki minnst einu orði á börn eftir að þau fóru frá Moorhead því að hann gat ekki um þau hugs- að. Hugur hans varð galtómur við fyrstu slíka hugsun en eitthvað olli ólgu innra með honum, ólgu sem minnti hann á utanborðsvél sem verið er að setja í gang í fúlu vatni. Allt gat vakið hugsanirnar. Sólin sem braust fram milli svartra skýja sem minntu á skipagöng og lýsti yfir jörðina. Skál með mintukúlum við búðarkassann. Ljós, mjó reimin á sandala Alice. Hann vissi að þetta voru allt tákn sem hann myndi skilja seinna. Alice hafði fátt að segja á heimleiðinni. Hún virtist hvorki hrygg né leið heldur aðeins eins og hún átti að sér að vera, eins og hún sætti sig við að hann lifði fyrir aksturinn einan. Nú fór hún beint inn á baö og Michael bjó til salat, setti í þaö dós af laxi og hitaði brauðsnúða. Hún kom út í vínrauöa sloppnum, bundnum laust í mittið, og ljóst hárið féll niður axlir hennar. Það skein dálítið í annað stinna brjóstið. Michael strauk hendinni gegnum fitugt hárið og óskaði þess að hann heföi líka fariðíbaö. Hann boröaöi hægt og hafði litla matarlyst. Alice einbeitti sér kæruleysislega að matnum eins og hún gerði stundum þegar hún var þreytt og þau tvö ein. Hún tók gulrótarsneiðar úr salatinu með fingrunum, sleikti þá og hafði STUTTOG LAGGOTT SVAR olnbogana á borðinu. Varirnar voru létt aðskildar og augun störðu á skál með fölnuö- um chrysantemum. Hún sneri hoföinu hægt og hann leit beint í fölblá augu hennar. Hann óttaðist að hún ætlaði að byrja aftur og maga- vöðvarnir herptust saman við tilhugsunina. v,Eg elska þig,” sagði hún. Spennan óx eins og hann væri enn að hugsa um hvað hann ætti að gera. Öx og hvarf svo með öllu. Nei, hugsaði hann, ekki enn, en hann fanri til einhvers sem ekki var girnd heldur fremur hitakennd, friðsamleg uppgjöf sem átti ekkert skylt við líkamlega girnd en vakti hana þó. Hann reis á fætur og faðmaði hanaaðsér. „Alice. Eg —” Rödd hans brast. Hann kyssti hána. Hún dró hann að sér þegar þau komu að rúm- inu og þau féllu niður hlið við hlið. Fingur hans og tunga fundu þekkta staði sem opnuð- ust og urðu aö landslagi sem hann haföi aldrei kynnst fyrr. Það var eins og þaö átti að vera. Hann ætlaði ekki að gera neitt því aö það var allt svo fjarlægt og hann var ekki tilbúinn enn. Hann strauk yfir ljóst, rakt hár hennar og minntist kvöldsins þegar Alice sat á milli frænda sinna í hægindastólnum og krosslagði hendurnar eins og lítil telpa. Samt hafði hún snortið vanga sinn eins og kona ein getur gert og hann haföi séð sjálfan sig í hinum dæmda og fagra líkama hennar. Núna leit hann fram- an í hana í veiku skini lampans og hann skildi að hann hafði tekið ákvörðun fyrir löngu og hún hafði aðeins komist upp á yfirborðiö þetta kvöld. Alice færði höfuðið frá honum. „Þú kitlar mig. Ég er að verða blautáhökunni.” Hann reis upp við dogg og brosti til hennar og vissi að hann þurfti ekkert að segja. Hann strauk niður frá mitti hennar og yfir mjaðm- irnar og fann ávala þeirra og beinið undir hörundinu. „Hvað ertu aö gera? Ég er ekki búin aö setja í mig hettuna,” sagði Alice og flissaöi lágt. Hann var líkt og í draumi og hann gat ekki hugsað lengra fram í tímann. Alice hreyfði sig undir honum og hló hátt og jafnvel nú — á þessari stundu — grófst óttinn, sem var að koma upp á yfirborðið, í. sívaxandi svima og því svaraði hann neitandi þegar Alice spurði: „Helduröu aö þig iöri þess?” Þegar hún spurði hann aftur hvort hann vissi hvað hann væri að gera gat hann engu syaraö. Hann hló aöeins og andvarpaði í senn og stundi upp einuorði: „Já.” ^ MHYGGJA OG FÆÐi Eiginmaður, tvö börn, hundur, útivinna verður að píslarvætti nema . . . g stráði raspi og parmesean-osti yfir eldfasta fatið og setti nokkrar smjörklínur yfir. „Það er fýla héma inni,” sagði Tasha dótt- ir hennar sem tróðst fram hjá henni að brauö- ristinni. „Hvaða voða fýla er þetta?” „Ég vona að það verði ekki sem verst,” sagði Meg. „Þetta erkvöldmaturinn. Sérrétt- ur.” „Ekki ætla ég að boröa hann. Hvers vegna ertu eiginlega að búa hann til núna ? ’ ’ „Vegna þess að maturinn veröur of seint til- búinn ef ég byr ja á honum þegar ég kem heim í kvöld, flónið þitt. Manstu ekki hvað við borð- uðum seintígær?” Sonur hennar, Todd, leit inn. „Hvar eru peningar fyrir hádegismatnum mínum?” 28 Vlkan 30. tbl. Höfundur: Barbara Holland „Ætlarðu ekki að fá þér morgunmat?” „Bjóstu eitthvað til? ” „Nei, en þú getur fengið ristaö brauð.” „Ég má ekki vera að því. Þú vaktir mig ekki.” „Eg kallaöi einu sinni á þig,” sagöi hún og náði í budduna sína. Maðurinn hennar gekk fram hjá fyrir aftan hana og kyssti hana á hálsinn án þess að sleppa úr spori. Hann skellti á eftir séc, „Flýttu þér, mamma,” sagði Todd. „Ég missi af skólabílnum. ” „Bíddu,” sagði Tasha. „Hvar er reiknings- bókin mín, mamma?” „Ég hef ekki séð hana.” „Eg fer ekki í skólann án hennar.” Hún stóö og beið eftir að móðir hennar fyndi bókina. Það er erfitt aö kenna gömlum hundi að sitja. Meg leit á klukkuna. Ef hún missti af 8:17 yrði hún að taka 8:30 og kæmi of seint. Aftur. Hún leitaöi í blöðunum frá því í gær en hundurinn flæktist fyrir henni.Hundurinn var ekki búinn að venjast breyttum aðstæðum. Tíkin hékk við fætur Meg allá morgna og augnaráðið var hræðslulegt. Reikningsbókin fannst undir plötuumslagi. Tasha rétti fram höndina: „Eru heima- verkefnin mín í henni ? ’ ’ „Ég gáði ekki að því.” „Ég er farinn,” sagði Todd og skellti á eftir sér. „Bíddu, bíddu,” kallaði Tasha og þaut á eftirhonum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.