Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 27

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 27
Smésaga „Minn er heiðurinn,” tautaði Michael. Frú Larsen faðmaði hann að sér og sagði: „Viltu ekki búa hér allt árið? Þá gætiröu kannski fengiö tengdaföður þinn til að fylgja þínu fordæmi.” Bróðir Alice og mágkona hennar voru að sýna barninu lauf af hlyn í stofunni. Telpan var aðeins tæplega eins árs og horföi hrifin á þau. I hvert einasta skipti sem Michael sótti bolla og diska sá hann hana stara stórum, brúnum augum á pabba sinn sem sönglaöi: „Sko, laufin litlu.” Mamma hennar var feim- in bóndastúlka sem hélt sig viö hlið mannsins í veislunni. Michael haföi eilitla ánægju af aö sjá að hún virtist enn feimnari við Larsen- hjónin heldur en hann. Nú hélt hún á barninu í kjöltunni og brosti óstyrk til gráðhærðs, feit- lagins manns sem stóð handan við borðstofu- borðiö. „Er hún ekki sæt! ” sagði maðurinn. Mágkona Alice hló og sagði: „Þeim líst á þig, Jennie. Sérðu, hvað allir eru hrifnir af þér?” Michael sneri sér aftur að diskunum. Hann stakk höndunum niður í heitt sápuvatnið, þvoði sleipa diskana og reyndi að hugsa um allt bæði meö og á móti svo aö hann gæti komist að niöurstöðu sem væri hans eigin ákvörðun. Þaö var þetta litla kraftaverk — því að ekki gat hann sagst vera ónæmur fyrir henni. Jenny var með mjúkt, brúnt hár — mamma hennar kallaði hana biðukolluna og stakk hárinu undir húfuna þegar það slapp fram eins og það gerði yfirleitt — og hönd sem greip ótrúlega fast og ákveðið um fingurinn á manni. Allt það jarðneska tók viö þegar kraftaverkið fór að fölna. Þaö varð að aga barn, senda það í skóla og til tannlæknis, kenna því að binda skóreimar og þakka fyrir sig. Vildi hann gera það? Michael þvoði diska, skolaði af þeim sápuna og vissi ekki hvað hann átti aðgera. Þaö kallaði einhver á hann. Hann átti að koma út í garðinn, þar átti að taka fjölskyldu- mynd. Hann fór frá diskunum og út. Frændi stóð gleiður neðst í stiganum út að túninu. Hann starði inn í vélina og veifaði til Larsen- fólksins, sem stóð skammt frá, því að hann var að reyna að fá þau til að standa þéttar saman. „Komdu til okkar,” öskraði John Lar- sen. Utstæð blá augun og hátt ennið voru miðpunktur hópsins. Alice hafði dregið upp pilsið og kraup á kné við hlið hópsins og Michael tók sér stöðu fyrir aftan hana. Amma Larsen var á hægri hönd hans og bisaði við að halda jafnvæginu á háu hælunum. Michael fannst yfirleitt skemmtilegt aö vera innan um þessa afkomendur víkinganna. Eftir fjögur ár fannst honum hann enn vera eins og geit í nautabópi. Núna fann hann til herpings fyrir brjóstinu. Hann langaði mest til að taka fyrir andlitið eöa stökkva frá þeim. Það var ekki fyrr en búið var aö taka mynd- ina, frosin brosin horfin og allir farnir að hlæja, sem hann fann að hann óttaðist þessar myndir sem átti að geyma handa komandi kynslóð. Hvaö hefði forfaðir hans sagt — Rabbí Abraham Lowenthal frá Frankfurt, samtíma- maður Moses Mendelsohns? Það var að vísu efnilegt líffræðilega séð að blanda saman Lowenthal og Larsen en menningarlega séö gat það orðið hroðalegt. Hann hafði búið í hamingjusömu hjónabandi með Alice Larsen en það var annaö með börnin. Michael gekk um garöinn og brosti viðutan við ljóshærða tengdafólkinu. Þetta var ekki aöalvandinn því að Alice var ekki sérlega trúuö. Hún sagðist ekki vilja skipta um trú — því að hún heföi ekki eytt meirihluta unglingsáranna í uppreisn gegn einni trú til að skipta yfir í aðra tíu árum síðar — en hún vildi gjarnan ala barn upp eftir gamalli hefð og hún kunni vel við siöi gyðinga. Kannski rabbíinn gamli hefði skiliö að gamlar venjur áttu ekki lengur við ef hann hefði komið til nýrri tíma og séð þotur, síma, tölvur og annað slíkt — nú gat enginn verið einangr- aður. Hann myndi bæta við kyniö, ekki draga úr getu þess. STUTT OG LAGGOTT SVAR Gr estirnir höfðu dregist saman í hópa eftir kynjum. Karlmennirnir stóðu viö bílskúrinn og höfðu hendur í vösum. Þeir kvörtuöu und- an byggingarkostnaði, vöxtunum, olíuverð- inu. Konurnar hnöppuðust kringum Larsen ömmu sem sat stíf og teinrétt í sólstól því að hún neitaði að setjast í sófann eins og væri veriö að bjóöa henni leg í líkkistu. Hún brosti til þeirra allra, hverrar fyrir sig, og hallaði svo undir flatt þegar konurnar voru að tala um allt sem þær höfðu fengið að borða. Allar höföu þær hjálpað til og nú hrósuðu þær hver annarri en gerðu lítiö úr eigin framlagi, svo ákaft að loks hlógu þær allar. Alice stóð yst í hópnum og leit af og til til karlmannanna og svo tómlega á Michael. Hann hitti hana milli bílskúrsins og matarborðsins úti. „Amma þín lítur vel út.” „Já.” Alice hló. „Þetta er í fyrsta skipti sem hún hefur ekki tekiö mig á eintal. Eg held að hún hafi sífellt minna og minna að segja viö ræfilinn hana sonardóttur sína.” „Það er tími til þess seinna. Hún talar við þig-” „Kannski. Ég á ekki heima hér lengur eða nokkurs staðar annars staðar. í Boston líður mér líkt og hippa frá mið-vesturríkjunum. Hérna er ég sú f ína og flotta. ’ ’ „Og allt þetta hef ég gert þér?” Systir Alice kom meö barn í burðarpoka á maganum. Alice beit andartak á jaxlinn en brosti svo. „Hæ, Elizabeth,” sagöi hún við barnið. Það var aðeins þriggja mánaða. Vangi þess hvíldi við viöbein móöurinnar og sólin skein á hnakkann. „Lifir hún lætin af?” spurði Alice. Systir hennar var með Larsen-ennið og út- stæðu, bláu augun og hún sagði frá matar- og svefnsiðum Elizabeth í löngu máli, lýsti gráti hennar og magaverkjum. Sagöi hvað hún væri hrifin af bílferðum, fyrsta brosinu og því hvað hún væri þæg í margmenni. „Við sjáum nú til hvernig hún verður á morgun,” sagöi systir hennar að lokum og ranghvolfdi í sér augunum. Michael hló og Elizabeth geispaði og fór að gráta. „Æ, æ,” sagöi systirin. „Kom- inn tími fyrir matinn.” Mæðgurnar fóru heim að húsinu og barnið hágrét. Alice brosti ekki lengur. Fyrst hélt hann að hún væri reiö því að hún herpti saman varirn- ar og nasavængirnir voru þandir, en svo sá hann að hún virti hann aðeins fyrir sér óhvik- ulu augnaráði og hann hugsaði: Hvers vegna sérðu mig ekki í friði? Hann fann sér til undrunar að hitinn steig til höfuðs honum og hún snerist á hæli og gekk aftur til kvennanna við borðið. Um stund skynjaði hann aðeins rakann og hitann sem lagði frá grasinu. Það hræðilegasta var ekki að hún skyldi geta hugsað sér að fara frá hon- um — því að það vissi hann — heldur að hún gat ekki látið þetta eiga sig. Eitt andartak hafði hann óttast að hún tæki af honum völdin. Og þá hvað? Þá heföi hann ekkert — enga Alice, ekkert rifrildi, ekkert val. Næstu klukkustundirnar þvaðraöi hann eitt- hvað við fólkið, borðaði kvöldmat, þvoði upp fleiri diska, heilsaði nýjum gestum og kvaddi aðra, en innst inni hnipraöi hann sig saman og reyndi aö búa sig undir það augnablik er ein- hver slægi hann til jarðar með nokkrum högg- um. Seinna um kvöldiö fann hann hana inni í skálanum. Þar var hún að ræöa sperglarækt- un við tvo frændur sína. Hún sat í hnipri i hægindastól og hafði hendurnar í kjöltunni og hún var þögul og inn í sig eins og lítil stúlka sem vill ekki vekja á sér athygli eða er sann- færö um að hún eigi hana ekki skilið. Michael brosti til hennar en hún skipti ekki um svip. Frændinn sem hafði tekiö fjölskyldu- ljósmyndirnar spurði: „Ertu enn í skólanum, Alice?” og málrómurinn var allt í senn glað- legur, lítillátur og ógnandi. Alice hló, strauk yfir hárið og jánkaði þessu. „Þaö er gott,” sagði frændi hennar og hló líka. Mennirnir tveir fóru aftur að ræöa garðyrkju. Michael stóö í gættinni og hugsaði: Hvernig dirfist þið að koma svona fram við hana? Og svo nei. Þessi orð stöfuðu af reiöi hennar því að hann var einn þeirra — hann vildi líka kæfa hana með sperglum og raunsæi. Hann brosti til hennar, ekki til að gleðja hana heldur til að fá hana til að fela óhamingju sína svo að hann neyddist ekki til að sjá hana. Því að þannig var þaö. Viðutan, angurvær svipurinn á and- liti hennar minnti hann á andlit barns eða gamals bónda. Þessi svipur var ekki honum að kenna og hann hafði e"kkert vald til aö taka hann af andlitinu. Um leiö og hann viöur- kenndi svip hennar gat hann ekki lengur hugs- að um sársauka hennar sem eigin veikleika. Hann varð að finna hann eins og hann var — sársauki hennar ekki síður en hans — því að hann elskaði hana og ást er ekki aöeins missir úr fjarlægð heldur líka missir á hlutföllum. I ást hagar maður sér eins og við á, líkt og ófús sjúklingur á skuröstofu bregst við eftir 30. tbl. Vikan Z7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.