Vikan


Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 17

Vikan - 29.07.1982, Blaðsíða 17
Framhaldssaga Kristján enn! Tessa fann til sárrar hryggöar. — Ég vildi, að ég gæti hjálpaö, hvíslaði hún. Hana langaði svo aö bæta fyrir það, sem hennar ást- kæri Kristján hafði brotið af sér. Höfuðsmaðurinn gekk nokkur skref áfram. — Það geturðu ein- mitt gert meö því að taka að þér kennsluna, sem við töluðum um. — Viljið þér ekki skýra mér frá áformum yðar? — Langar þig að heyra um þau? — Já, svo sannarlega! Nikulás af Ilmen stansaði enn á ný og horfði rannsakandi á hana. — Með ánægju — einhvern tíma seinna. Nú ert þú orðin föl af þreytu. Viö höfum gengið of langt fyrsta daginn þinn á stjái. — Já, þér hafið víst á réttu að standa. — Þessi rödd, tautaði hann með sjálfum sér. — Hvaö sögðuö þér? sagði Tessa. Þaö var ekkert, sagði hann um leið og þau sneru aftur upp að húsinu. — Rödd þín minnir mig bara á manneskju, sem ég missti. Tessa var að því komin að segja, að hún hefði heyrt um hana, en vildi ekki koma enn einu sinni upp um lausmælgi frú Carelius. — Einhverja, sem yður þótti vænt um? spurði hún lágt. — Þá einu, sem ég hef nokkurn tíma kært mig um. Og ef til vill þá einu, sem hefur kært sig um mig. Það fór allt út um þúfur, Tessa. Hún vissi ekki, hvað ég var illa farinn af sárum mínum, en ég hélt, að hún mundi skilja. Og svo missti ég hana. . . en ég veit ekki hvernig. Kannski sá hún mig og varð hrædd, eða að eitthvað hefur komið fyrir hana. Ég er svo óró- legur vegna hennar, finnst ég hafa svikiö hana á vissan hátt. Rödd þín ýfir sárin. Og hún var eins og þú — sterk og sjálfstæð, en þó svo kvenleg. — Við höfum bæði misst þann, sem okkur var kærastur, sagði Tessa blíðlega. — Og víst er það sárt. Ég leit upp til Kristjáns af ‘ Ilmen. Og sárara en að missa hann er að komast að raun um, að hann hafi ekki notið þeirrar viröingar, sem ég taldi honum sæma. — Ég skil. Og fyrir mig er það sárast að vita ekki, hvort hún er lífs eða liðin. Eða hvort hún er í nauöum. Ég hef leitað hennar um allt. En enginn hefur getað sagt mér, hvar hana væri aö finna. — Þetta er hræðilegt! Ég skil vel, hvernig yður hlýtur aö líða. Þau voru komin upp að húsinu, 30. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.