Vikan


Vikan - 13.01.1983, Síða 16

Vikan - 13.01.1983, Síða 16
Við rákumst á þessar myndir í frönsku tískublaði. Ekki fylgdi það sögunni hvort hægt væri að rekja ættir yfirhafnarinnar til íslands. Hins vegar minnir flíkin óneitanlega á það sem í daglegu tali er nefnt Álafoss- teppi! Er líkast því að franskurinn hafi keypt nokkur slík og gert úr þeim glæsilegustu yfirhafnir. Ef til vill getum við hér á norðurhjara veraldar farið að dæmi þeirra og notað værðar- voðir á nýjan máta. Hvað sem því líður er þetta ein stað- festing á því hve íslenska ullin býður upp á marga möguleika til fatagerðar af fínasta toga. Oft þurfum við útlend- inga til að sýna okkur fram á það!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.