Vikan


Vikan - 13.01.1983, Síða 18

Vikan - 13.01.1983, Síða 18
 Tötvuspá Vikunnar fyrír áríð 1983 Við tölum um tölvuspá Vikunnar af þeirri einföldu ástæðu að spáin byggir á útreikningum sem nú á dögum eru fram- kvæmdir að meginhluta í tölvum. Spáin sem hér liggur fyrir er ekkert merkilegri en önnur mannanna verk, jafnvel þótt tölvur komi við sögu. Það eru menn sem segja tölvum fyrir verkum og mata þær á upplýsingum, spurningunni hverju tölvurnar spái má því einfaldlega svara: það fer eftir því hvað þær fá að vita og hvernig þeim hefur verið sagt að vinna úr upplýsingum. Eins og endranær í framtíðarspám Vikunnar munum við feta hinn gullna meðalveg á milli öfganna. Hver kannast ekki við Pollýönnu-aðferðina? Helstu einkenni hennar eru að Pollýanna hlustar ekki á aðra. Hún breiðir yfir hvers kyns misfellur, allt er i stakasta lagi. Pollýanna sættir sig þannig í raun við allt — sama hvað gengur á. Á hinn bóginn þekkjum við líka aðra tegund hlustunar- leysis. í Grikklandi til forna bjó maður sem hét Prókrústes. Hann tók oftsinnis við ferðamönnum til gistingar. Prókrúst- es átti járnrúm af tiltekinni stærð. Ef menn pössuðu ekki i rúmið hans tók hann þá og teygði, eða skar af þeim eftir því sem við átti. Prókrústes var gjörsamlega ósveigjanlegur, hann útrýmdi misfellum — sætti sig alls ekki við þær. Hér á eftir verður einkum leitað fanga í skýrslum Þjóð- hagsstofnunar og annarra ríkisstofnana, ennfremur blaða- fregnum af þróun efnahagsmála, svo og viðamikilli skýrslu nefndar sem Carter Bandaríkjaforseti skipaði en niðurstöð- ur hennar hafa hlotið nafnið „Global 2000". Við munum hvorki fara að hætti Pollýönnu, breiða yfir misfellur og segja að allt sé í góðu lagi, né heldur munum við reyna að þröngva þessum upplýsingum í járnslegið fleti kenninga. Hugsum okkur þorp þar sem búa 100 manns. Af öllum íbúunum hafa 24 þaö ágætt. Þeir vinna sér inn 90 til 360 þúsund krónur á ári hverju og líða því aldrei hungur. Börnin í þessum hópi hljóta öll staðgóða menntun og geta reiknað með að ná 70 ára aldri. Þessi hópur 24 manna brúkar helming allrar uppskerunnar og fjóra fimmtu hluta allrar orkufram- leiðslu. Auk þessara 24 búa 23 aörir við alveg þolanleg kjör, þeir komast af. Þeir 53 íbúar þorpsins sem eftir eru búa við kröpp kjör. Þeir ná um það bil 8000 króna árstekjum, líða næringarskort og eiga oft við sjúk- dóma að stríöa. Enginn þeirra á þess kost að sækja skóla. Fjórða hvert barn úr þessum hópi deyr fyrir fimm ára aldur. Hungur- vofan ógnar 20 af þessum 53 fátæklingum og fæstir þeirra verða eldri en 50 ára. Aö sjálfsögðu krefjast fátækl- ingarnir í þessu þorpi að gæðunum sé skipt með réttlátari hætti og þeir benda réttilega á aö í raun sé til nóg fyrir alla. Þeir vilja hafa áhrif á skiptingu heimsins gæða. Svar hinna ríku felst í huggunar- orðum og ölmusum. Sá voldugasti þeirra, Sam frændi, gefur þeim meira aö segja góð ráð: „Treystið ámarkaðsöflin.” Einmitt. Þorpiö, sem hér hefur verið lýst, er í raun og veru til. Þetta er samandregin lýsing á ástandinu í heiminum — sam- kvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í skýrslunni „Global 2000”. Skýrslan var tekin saman af nefnd á vegum Jimmy Carters, þáverandi Bandaríkjaforseta. A síðasta ári létust 55 milljónir manna sökum næringarskorts, fleira fólk en allir sem dóu í síðari heimsstyrjöldinni. I Afríku, Asíu og Suður-Ameríku deyja árlega tugir milljóna manna úr næringarskorti. Ekki nóg meö það, samkvæmt vitnisburði Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) búa 1400 milljónir manna við stöðugan næringarskort, frá fæðingu til snemmbærs dauða. Ekki vantar auðæfin Ekki svo að skilja að það vanti fæðuna. Fyrir tveim árum lét Efnahagsbandalag Evrópu eyði- leggja eina milljón tonna af ágætum, neysluhæfum ávöxtum. Astæðan? Jú, maturinn var eyði- lagður til að halda verðinu uppi. Þetta brjálæði kostaði íbúa ríkja Efnahagsbandalagsins um það bil 2000 milljónir króna í opinberum gjöldum. Fjórðungur mannkyns (íbúar Bandaríkjanna, Evrópu og þar með talinna Sovétríkjanna) ræður yfir fjórum fimmtu hlutum allra tekna. Vestræn iðnríki hafa byggt upp einokunaraðstöðu sem er nægilega öflug til aö standa af sér allar olíuveröhækkanir. Vald þeirra yfir verslun, gjaldmiðlavið- skiptum og tækni byggir meöal annars á aldagamalli kúgun TÖLLllJSPfí 'fl3 18 Vikan 2. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.