Vikan


Vikan - 13.01.1983, Síða 42

Vikan - 13.01.1983, Síða 42
Svo staröi hann á mig rneð óánægjusvip. — Er þaö þess vegna, sem þú ert hér? Att þú að passa mig í staöinn fyrir Jane? — Hreint ekki, svaraði ég óhik- að. — Gott! ansaði Bruno ósvífnis- lega. Faðir hans rauk upp. — Bruno, þetta var einstaklega ruddalegt! Biddu Kate afsökunar, tíndu svo upp fötin þín og faröu inn í her- bergi. Eg fann til sektar. Eg haföi sjálf svaraö drengnum ónærgætnis- lega. — Ég er hrædd um, að sökin sé ekki síður mín, sagöi ég, en Jon lét það sem vind um eyru þjóta. — Þú ert gestur hér, og dreng- urinn veröur aö læra almenna mannasiöi. Bruno! Drengurinn gretti sig og sneri upp á sig, en geröi eins og honum var sagt. Hann stillti sér upp fyrir framan mig, eldrauður í framan, hélt höndum fyrir aftan bak og umlaði: — Afsakiö! — Takk! sagöi faðir hans. — Og nú inn í herbergi! Og taktu upp fötin þín! Drengurinn gegndi ólundarlega. Jon Becker renndi fingrunum gegnum hár sér. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég sá hann ööruvísi en í fullkomnu jafnvægi. Hann virtist sem sagt mannlegur, þegar allt kom til alls, og það gerði hann ennþá meira aðlaðandi í mínum augum. — Mér þykir fyrir þessu, sagði hann. — En eins og ég ætlaöi að fara aö segja, þegar hann kom inn, þá elska auövitaö allir sín 42 Víkan 2. tbl. eigin börn ósjálfrátt, þótt stundum geti veriö erfitt aö umbera þau. Þú mátt trúa því, að það er ekkert auðvelt að vera faðir. Eg minntist allt í einu míns eigin föður og hvað ég haföi gert honum lífið leitt síðast þegar viö hittumst. Honum hlaut að hafa fallið afar illa aö komast að raun um, að ég hafði brotið í bága við þær siðareglur, sem hann trúði á, með því að búa í óvígðri sambúð meö Matt, en um ást hans haföi ég aldrei þurft aö efast. Eg varð gripin mikilli hlýju í hans garð. Eg ákvaö, aö ég skyldi sinna fjöl- skyldu minni meira hér eftir og heimsækja hana hvenær sem tæki- færi gæfist. — Eg verö víst að ræða við Bruno, sagði Jon Becker. — Hafðu mig afsakaðan stundarkorn. Fáðu þér meira kaffi, og taktu það með þér inn í setustofuna, það fer betur um þig þar. Eg geröi eins og hann sagöi og brá í brún, þegar ég kom inn í stofuna og heyrði rödd Brunos hljóma þar inni. Svo áttaði ég mig á, að það hlaut aö vera einhvers konar samband á milli herbergj- anna, sem gleymst hafði að loka fyrir. Jon vandaði alvarlega um viö son sinn, og vafalaust var þaö honum fyrir bestu. Þegar ég hlustaði á hann, varð mér ljóst, að hann hefði líklega aldrei átt í erfiðleikum meö aö hafa stjórn á heilum bekk barna, hversu upp- reisnargjörn sem þau hefðu verið. En ég mat þeim mun meira skiln- ing hans á vandamálum óreyndra kennara, að minnsta kosti haföi hann á engan hátt gefið í skyn, að eitthvað hlyti aö vera bogiö við mig, úr því mér hafði ekki tekist betur. Sannleikurinn var sá, að mér var fariö aö geðjast vel aö þessum manni, þótt ég ætti bágt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Nú, þegar ég hafði kynnst aöstæöum hans, fannst mér ég geta skilið hann, og mér var jafnvel oröið hlýtt til hans. Sú staöreynd, að við höföum bæöi mátt þola ástvinamissi, færöi okkur saman. Og nú var Bruno hryggur, og hann átti enga móöur aö leita huggunar hjá. Vesalings barnið! Eg fann til samúðar og ástúðar gagnvart þeim báöum — það er að segja þangað til ég heyrði, aö þeir voru farnir aö tala um mig. Rödd Jons var orðin mildari, og Bruno var hættur að gráta. — En hver á aö passa mig, fyrst Jane er farin? spurði drengurinn. — Kate Paterson, svaraði faðir hans. — En hún sagðist ekki ætla aö gera það. — Eg veit það, en hún meinti það ekki. — Eg held hún hafi meint það. Henni þykir ekkert vænt um mig. Hún vill ekki vera hjá okkur, og ég vil ekki hafa hana. — Eg hef ekki beðið um álit þitt, Bruno. Hún er ekki hingað komin eingöngu þín vegna, svo að þú verður að reyna að umbera hana. Og hennar álit skiptir heldur engu máli. Hún verður hér hjá okkur, hvort sem hún vill eða ekki. Tiundi kafli Samúð mín hjaðnaði hraöar en snjóbolti á sjóðheitri plötu. Eg vissi ekki, hvaö Jon Becker var flæktur í, og mig skipti það raunar engu máli. Þessa stundina komst ekki annað að í huga mér en að vernda frelsi mitt. Eg opnaöi dyr setustofunnar eins hljóðlega og ég gat, læddist fram í forstof- una, greip yfirhöfn mína og opnaði dyrnar. Svo hljóp ég niður stigann, ýtti upp þungri útidyra- hurðinni og hafði næstum velt um koll stúlku, sem stóð á dyra- þrepinu með fingurinn á lofti til að styðja á bjölluna hjá Becker. — Afsakið, másaði ég. — Allt í lagi. 0, þú talar ensku. Er Jon Becker heima? — Hvort hann er! svaraði ég kuldalega. Eg klæddi mig í yfir- höfnina. Himinninn var orðinn skýjaður, og napur vindur blés eftir Maria-Theresien-Strasse. — Ersonurhanseinnigheima? — Já, sagði ég um leiö og ég steig út í snjóinn. — Afsakið, en ég erað. . . . Hún tók til máls, áöur en ég hafði lokið setningunni: — Æ, það var verra. Bruno var svo leiður, þegar ég kvaddi í gær, og ég var að vona, að hann væri ekki heima, svo að ég gæti rætt við föður hans. Eg var þegar lögð af staö eftir gangstéttinni, en nú sneri ég við og horfði á stúlkuna. Hún var dökk yfirlitum, feitlagin, lagleg, rúm- lega tvítug. Hún var áhyggjufull, en um leið þrjóskuleg á svip. — Það vill líklega ekki svo til, að þú heitir Jane? spuröi ég. — Ert þú stúlkan, sem passaði Bruno síðast? Eg spyr, vegna þess að mér skildist, að þú hefðir orðið að flýta þér aftur til Englands ein- hverra hluta vegna fyrir nokkrum dögum. — Hefði orðiö aö. . .? Segir Jon Becker það? hnussaöi Jane. — Hah! Hann er þá ennþá meira svín en ég hélt. 0, ég biðst afsökunar, ef hann er vinur þinn, en svei mér. . . — Eg get fullvissað þig um, að hann er alls enginn vinur minn. Hann hefur verið að reyna að fá mig til aö taka við starfi þínu. Eg neitaði, en ég var að enda viö að heyra hann segja þessu hryllilega barni sínu, að ég yrði hjá þeim, hvort sem ég vildi það eða ekki. Eg ætla því að koma mér í burtu, áður en hann áttar sig á, að ég sé farin. Jane greip um handlegg mér. — Eg kem með þér, sagði hún, og var auöheyrt á raddblænum, að

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.